Íbúar í Vestur-Skaftafellssýslu sæta illri meðferð hjá ríkinu Aðalbjörg Runólfsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur-Skaftafellssýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti. Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stífluframkvæmda sem ráðist var í þegar síðasta Skaftárhlaup varð. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæðisins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Grenlæk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæðum eru í stórhættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisksins. Ef áframhald verður á þessum þurrkum kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki. Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til. Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðastliðinn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súrefnisvél og veldur þetta henni gríðarlegum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum. Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dagskrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d. mjólkurframleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjaltavélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til rafmagn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca. 20 til 30 ár aftur í tímann. Síðast en ekki síst eru það sjónvarpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verður pixluð. Jafnvel dettur sjónvarpsútsending út allt kvöldið. Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki. Miðað við þetta ástand er greinilegt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þingmanna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur-Skaftafellssýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti. Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stífluframkvæmda sem ráðist var í þegar síðasta Skaftárhlaup varð. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæðisins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Grenlæk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæðum eru í stórhættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisksins. Ef áframhald verður á þessum þurrkum kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki. Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til. Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðastliðinn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súrefnisvél og veldur þetta henni gríðarlegum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum. Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dagskrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d. mjólkurframleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjaltavélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til rafmagn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca. 20 til 30 ár aftur í tímann. Síðast en ekki síst eru það sjónvarpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verður pixluð. Jafnvel dettur sjónvarpsútsending út allt kvöldið. Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki. Miðað við þetta ástand er greinilegt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þingmanna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar