Íbúar í Vestur-Skaftafellssýslu sæta illri meðferð hjá ríkinu Aðalbjörg Runólfsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur-Skaftafellssýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti. Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stífluframkvæmda sem ráðist var í þegar síðasta Skaftárhlaup varð. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæðisins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Grenlæk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæðum eru í stórhættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisksins. Ef áframhald verður á þessum þurrkum kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki. Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til. Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðastliðinn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súrefnisvél og veldur þetta henni gríðarlegum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum. Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dagskrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d. mjólkurframleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjaltavélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til rafmagn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca. 20 til 30 ár aftur í tímann. Síðast en ekki síst eru það sjónvarpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verður pixluð. Jafnvel dettur sjónvarpsútsending út allt kvöldið. Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki. Miðað við þetta ástand er greinilegt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þingmanna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Ég er orðin svo hneyksluð á meðferð ríkisins og annarra stofnana á framkomu þeirra gagnvart íbúum í Vestur-Skaftafellssýslu, hvort sem stofnanirnar eru opinberar eða einkareknar, að ég get ekki þagað lengur. Á þetta við að mestu leyti um íbúa í Meðallandi og Landbroti. Eins og fram hefur komið í fréttum eru þessi svæði að þorna upp vegna stífluframkvæmda sem ráðist var í þegar síðasta Skaftárhlaup varð. Það sem liggur undir þessari framkvæmd er að lífríki alls svæðisins kemur til með að hrynja. Fiskistofnar í Grenlæk, Jónskvísl og öðrum veiðisvæðum eru í stórhættu því það er búið að þurrka upp hrygningarstöðvar fisksins. Ef áframhald verður á þessum þurrkum kemur grunnvatn til með að hverfa sem gerir það að verkum að býli og bæir fá ekki það vatn sem þarf til að sinna bústofni og ræktun. Þegar þetta svæði þornar er bara eitt sem gerist: það verður uppblástur á landinu og það hreinlega fýkur burt. Þá er ekki langt í að fólk neyðist til að flytja búferlum hvort sem það vill eða ekki. Það er líka alveg greinilegt að tækniþróun 21. aldarinnar hefur því miður strandað á leið sinni að þessu svæði og enginn reynir að hjálpa til. Rafmagn á þessu svæði er mjög ótryggt. Ég veit til þess að síðastliðinn vetur t.d. fór rafmagn mjög oft af þessu svæði. Stundum er rafmagnið að detta út og inn yfir daginn, sem fer mjög illa með öll rafmagnstæki. Tengdaforeldrar mínir búa á þessu svæði. Tengdamamma notar súrefnisvél og veldur þetta henni gríðarlegum óþægindum. Rafmagnið fer oft af að nóttu til, þá þarf hún að fara á fætur og finna ljós til að geta tengt varasúrefniskútinn sinn svo að hún nái hreinlega andanum. Þriggja fasa rafmagn er ekki lagt til bænda nema þeir greiði fyrir það flýtigjald því það er ekki á dagskrá hjá Rarik að leggja þriggja fasa rafmagn á þetta svæði nærri strax. Þetta heftir framfarir í t.d. mjólkurframleiðslu því það er ekki hægt að stækka kúabúin og fá mjaltaþjóna. Núverandi kerfi er þannig að öll sveitin finnur fyrir því þegar mjaltavélamótorar eru settir í gang, þá blikka ljós á öðrum bæjum því það er ekki nægt rafmagn til að keyra samfélagið allt í einu. Eins kemur þetta ástand í veg fyrir að bændur setji á stofn fyrirtæki því það er ekki til rafmagn fyrir þau. Þetta er eins og að fara ca. 20 til 30 ár aftur í tímann. Síðast en ekki síst eru það sjónvarpsútsendingar og nettenging, þarna eru truflanir í útsendingu fastir liðir en ekki undantekning. Hljóðið bjagast og myndin verður pixluð. Jafnvel dettur sjónvarpsútsending út allt kvöldið. Nettengingin er eins dyntótt og þegar internetið var að koma fyrst fyrir tuttugu árum, stundum náðist tenging og stundum ekki. Miðað við þetta ástand er greinilegt að það á bara að leggja þetta svæði í eyði vísvitandi. Það er búið að senda skrifleg erindi til hinna ýmsu stofnana, fyrirtækja og þingmanna og ég vona bara að þeir sjái sóma sinn í að taka til höndum og bjarga þessu fallega og yndislega landsvæði áður en það fýkur burt og leggst í eyði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun