Guð greiðir ekki fasteignaskatt Guðmundur Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fasteigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðargjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð allnokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elliheimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoðunarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rökstuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undanþága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í daglegu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trúfélög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfélagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 milljónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfellingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðarhúsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðuhæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir forréttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingarsjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Siðmennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Þessi dægrin eru fluttar fregnir í fjölmiðlum af hækkun fasteigna- og lóðargjalda í ýmsum sveitarfélögum. Þessi hækkun kemur misjafnlega við pyngju fólks, en ólög valda því að trúfélög greiða hvorki fasteignaskatta né lóðargjöld. Fasteignaskattur er lagður á í samræmi við lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en þau eiga sér nokkra forvera sem rekja má allt til 1877, en fyrstu eiginleg lög um fasteignaskatt eru frá 1921 og hafa þau verið endurskoðuð allnokkrum sinnum. Í lögunum frá 1921 og síðari lögum var völdum aðilum veitt undanþága frá greiðslu fasteignaskatts og lóðargjalda. Þar má nefna sjúkrahús, skóla, elliheimili, íþróttahús, kirkjur o.fl. Undanþágunum fjölgaði nokkuð í gegnum tíðina, en í kjölfar skýrslu nefndar um undanþágur frá fasteignaskatti (2001) voru samþykkt lög frá Alþingi (árið 2005) sem tóku fyrir flestar af þessum undanþágum. Þrennt var þó skilið eftir: kirkjur og musteri trúfélaga, safnahús sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og hús erlendra ríkja og alþjóðastofnana. Með þessum breytingum var ekki hróflað við undanþágu kirknanna, heldur var bætt í og bænahús og musteri annarra söfnuða einnig undanskilin. Rétt er að taka fram að eina skráða, veraldlega lífsskoðunarfélagið á landinu, sem á rétt til að fá gjöldin niðurfelld, hafnar algerlega slíkri ívilnun þótt í boði sé og greiðir sín gjöldin með sóma. Í skýrslu nefndarinnar frá 2001 er að finna þennan kostulega rökstuðning fyrir trúarundanþágunni: „Nefndin telur að umrædd undanþága byggi á ríkri hefð og er því ekki lagt til að hún verði afnumin.“ Þessi orð eru einkar athyglisverð í því ljósi að ekki þótti nefndarmönnum, né Alþingi, vera komin hefð fyrir því að undanskilja t.a.m. sjúkrahús og skóla gjöldunum. Ríkisstofnunin þjóðkirkjan, sem almenningur kallar í daglegu tali ríkiskirkjuna, ríður býsna feitum hesti frá þessari undanþágu. Almenningur er skyldaður til að greiða fasteigna- og lóðargjöld ár hvert á meðan ríkiskirkjan greiðir krónur 0 af sínum tilbeiðsluhúsum og lóðunum sem þau standa á. Lóðirnar fær kirkjan (og önnur trúfélög) einnig ókeypis og eru þær að jafnaði dýrustu og eftirsóttustu landspildurnar í hverju sveitarfélagi. Í Reykjavík einni varð borgin því af a.m.k. tæplega 73 milljónum króna á þessu ári. Aðrir söfnuðir fengu rúmlega 12 milljónir í styrk frá Reykvíkingum á sama hátt. Samtals eru þetta rétt um 85 milljónir sem Reykvíkingar greiða með trúfélögunum í formi niðurfellingar fasteigna- og lóðargjalda af tilbeiðsluhúsum þessara aðila. Til dæmis má nefna að ég greiði á þessu ári um 100 þúsund kr. í fasteigna- og lóðargjöld af hóflegu íbúðarhúsnæði á meðan t.d. af monthöll ríkiskirkjunnar efst á Skólavörðuhæðinni er ekki greidd ein einasta króna! Samt hefur téð höll rakað til sín tugum milljóna árlega með því að selja lyftuferðir dýru verði upp í turnspíruna. Hefð er aum réttlæting fyrir forréttindum trúfélaga, sérstaklega þegar borgarsjóður er rekinn með töluverðum halla. Í raun réttri eru Reykvíkingar að styrkja trúfélög um milljónatugi árlega með þessum hætti. Slíkt er óþolandi mismunun sem kjörnir borgarfulltrúar ættu að sjá sóma sinn í að fara fram á við löggjafann að verði breytt. Á meðan þeir bíða eftir að Alþingi bregðist við er þeim í lófa lagið að leggja niður Kirkjubyggingarsjóð borgarinnar, en það er enn ein matarhola ríkiskirkjunnar sem ausið er úr milljónum ár hvert af skattfé borgarbúa. Það væri óskandi að ríkiskirkjan hefði til að bera það siðferðisþrek að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða sín gjöld ótilneydd, líkt og Siðmennt gerir, en reyni ekki stöðugt að koma sér hjá því að deila kjörum með almenningi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun