Vald félagsráðgjafans Haukur Hauksson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félagsmál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að uppfylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mismunað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkomandi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niðurlægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkomandi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjárhæð í sérstökum undantekningatilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis?…“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karlmenn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna miklum meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8.??reglu. Hún býður líka upp á geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkomandi einstaklingur borgað föstudaginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félagskerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósanngjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu einstaklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Starfsfólk þeirra deilda sem kenndar eru við velferð, félagsmál eða fjölskyldumál hefur umsjón með þeim skjólstæðingum sem illu heilli þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Því fylgir mikil ábyrgð. Til að fá framfærslu þarf að uppfylla allskonar skilyrði sem ég ætla ekki tíunda hér, enda virðist það vera misjafnt eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir. Ætla þó að geta þess að óstaðfestar sögur um þessi mál benda til að fólki sé jafnvel mismunað eftir hverfum innan sama sveitarfélags. Nú veit ég um skjólstæðing sem fékk ekki framfærslu sem von var á núna um mánaðamótin júní-júlí. Ástæðan sem var gefin upp er að málinu var frestað. Engar frekar skýringar. Fundur er hjá viðkomandi stofnun viku seinna. Þá verður málið tekið fyrir. Maður spyr sig hvort þetta séu geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna eða handónýtt kerfi. Nema hvort tveggja sé. Þetta er ótækt og niðurlægjandi. Að þurfa að bugta sig og beygja fyrir félagsráðgjafa í hverjum mánuði til að fá framfærslu til að lifa er auðmýkjandi en dugar ekki til. Málinu bara frestað. Og viðkomandi upp á náð og miskunn vina og vandamanna kominn. Í 8. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð hjá þessu tiltekna sveitarfélagi segir: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis eða annarra vímuefna en bjóða aðstoð til að fara í áfengis/vímuefnameðferð. Heimilt er að veita þessum aðilum ½ grunnfjárhæð í sérstökum undantekningatilfellum.“ Já, takið eftir þessu: „Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð sem eru í neyslu áfengis?…“ Samkvæmt vef landlæknis drukku 46% karlmanna á aldrinum 51-60 ára áfengi vikulega eða oftar á árinu 2007. Sama ár drukku aðeins 6% kvenna á aldrinum 31-50 ára aldrei áfengi. Sambærilegar tölur fyrir karlmenn sem drekka aldrei eru u.þ.b. 5-8 %, misjafnt eftir aldri. Það þarf ekki að fara nánar í þessar tölur en þær gefa vel til kynna hversu fáránleg og opin þessi regla nr. 8 er. Hún gefur þeim sem sem á heldur fullkomið vald til að hafna miklum meirihluta þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Á grundvelli 8.??reglu. Hún býður líka upp á geðþóttaákvarðanir ráðgjafanna. 65. gr. Stjórnarskrárinnar hljóðar svona: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“. Og 76. greinin: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Ekki verður annað séð en að áðurnefnd regla 8 stangist á við stjórnarskrána auk þess að opna á geðþóttaákvarðanir sem jafnvel gætu byggst á fordómum og fáfræði félagsráðgjafa. Í þessu tiltekna máli fékk viðkomandi einstaklingur borgað föstudaginn 8. júlí og þá 1/3 eða samtals 98 þús. krónur. Sá sem þarf að þiggja félóbætur er oftast ekki á hápunktinum í lífi sínu. Það sækist enginn eftir því að lifa á því og þurfa auk þess að fara í gegnum þann hreinsunareld sem fólki er gert að ganga í gegnum. Það hlýtur að vera markmið félagskerfisins að byggja upp en ekki rífa niður. En of oft gerir það þveröfugt, það brýtur niður sjálfsvirðinguna að þurfa að standa í þessum ósanngjörnu viðskiptum til þess að hafa fyrir nauðþurftum. Eða ekki, því deila má um hvort upphæð sú sem í boði er dugi til framfærslu einstaklings á mánuð. Dæmi það hver sem vill. Eða vera jafnvel hafnað af einhverjum óljósum ástæðum sem faldar eru á bak við reglu nr. 8. Margir eru of vanmáttugir til að sækja rétt sinn í flókið félagskerfið og verða því af þeirri aðstoð sem þeir hafa rétt til samkvæmt lögum. Kerfið er orðið að skrímsli sem lifir fyrir sjálft sig og starfsfólkið en ekki skjólstæðingana. Það er fremur sorglegt. Ég skora á sveitarfélög sem hafa reglur á borð við 8. reglu að fara í naflaskoðun og hreykja sér varlega af titlum einsog „fjölskyldubærinn“ eða hvað annað sem þeim dettur í hug að upphefja sig með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun