Verðmæti úr auðlind Jens Garðar Helgason skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Mannkynssagan geymir margar sögur af því hvernig þjóðir hafa sóað auðlindum sínum með óábyrgum og ósjálfbærum hætti. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þjóðum lánist að nýta auðlindir sínar með þeim hætti að þjóðin njóti afrakstursins. Okkur Íslendingum hefur hlotnast að byggja upp fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem helst í hendur sjálfbær og ábyrg nýting auðlindarinnar sem um leið skilar íslensku þjóðinni miklum tekjum en til dæmis um það hefur greinin borgað um 100 milljarða í opinber gjöld á tímabilinu 2009-2014. Þar með er greinin einn af máttarstólpum velferðarsamfélagsins á Íslandi. Íslendingum hefur tekist að skapa umhverfi þar sem byggst hafa upp öflug fyrirtæki um land allt sem eru burðarásar sinna byggða og tryggja starfsfólki sínu til sjós og lands öruggt og gott vinnuumhverfi allt árið – í stað þeirrar óvissu og vertíðarbundnu starfa sem áður einkenndu starfsumhverfi sjómanna og landverkafólks. Í fréttum undanfarna daga hefur verið þó nokkuð fjallað um tilraunir með uppboð á aflaheimildum í Færeyjum. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á loft að þessa aðferð eigi Íslendingar að taka upp þar sem þjóðin muni hagnast mun meira með þeim hætti. Íslensk útgerðarfélög borga í dag veiðigjald fyrir aðgang að auðlindinni. Uppboð er einungis önnur útfærsla á að rukka fyrir aðgengi. Hins vegar er innbyggður í uppboðsleiðina stór galli sem felur í sér að sjávarútvegsfyrirtækin geta ekki skipulagt rekstur sinn nema eitt ár fram í tímann sökum óvissu við uppboð. Uppboðsleiðin vinnur gegn langtímahugsun, dregur úr nýfjárfestingu, setur viðskiptasambönd við erlenda kaupendur sjávarafurða í uppnám og óvissa skapast fyrir sjómenn, landverkafólk og annað starfsfólk sem hefur beina og óbeina afkomu af rekstri viðkomandi fyrirtækja. Er t.d. hægt að halda því fram með sannfærandi hætti að eigendur Bláa lónsins hefðu fjárfest eins og raun ber vitni ef þeir þyrftu að bjóða í aðgang að lóninu á hverju ári? Þá yrði það líklega vannýtt auðlind eins og dæmin sanna í þeim tilvikum þar sem deilur og ósætti við auðlindastjórnun hafa einkennt rekstur og umhverfi og tækifærum til verðmætasköpunar hefur verið sóað. Mun innleiðing skammtímahugsunar tryggja að við skilum auðlindinni af okkur í betra horfi til komandi kynslóða? Mín skoðun er sú að langtímahugsun og ábyrg auðlindastjórnun sé nauðsynlegur grundvöllur til að tryggja íslensku þjóðinni áframhaldandi verðmætasköpun til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Mannkynssagan geymir margar sögur af því hvernig þjóðir hafa sóað auðlindum sínum með óábyrgum og ósjálfbærum hætti. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þjóðum lánist að nýta auðlindir sínar með þeim hætti að þjóðin njóti afrakstursins. Okkur Íslendingum hefur hlotnast að byggja upp fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem helst í hendur sjálfbær og ábyrg nýting auðlindarinnar sem um leið skilar íslensku þjóðinni miklum tekjum en til dæmis um það hefur greinin borgað um 100 milljarða í opinber gjöld á tímabilinu 2009-2014. Þar með er greinin einn af máttarstólpum velferðarsamfélagsins á Íslandi. Íslendingum hefur tekist að skapa umhverfi þar sem byggst hafa upp öflug fyrirtæki um land allt sem eru burðarásar sinna byggða og tryggja starfsfólki sínu til sjós og lands öruggt og gott vinnuumhverfi allt árið – í stað þeirrar óvissu og vertíðarbundnu starfa sem áður einkenndu starfsumhverfi sjómanna og landverkafólks. Í fréttum undanfarna daga hefur verið þó nokkuð fjallað um tilraunir með uppboð á aflaheimildum í Færeyjum. Þeim sjónarmiðum hefur verið haldið á loft að þessa aðferð eigi Íslendingar að taka upp þar sem þjóðin muni hagnast mun meira með þeim hætti. Íslensk útgerðarfélög borga í dag veiðigjald fyrir aðgang að auðlindinni. Uppboð er einungis önnur útfærsla á að rukka fyrir aðgengi. Hins vegar er innbyggður í uppboðsleiðina stór galli sem felur í sér að sjávarútvegsfyrirtækin geta ekki skipulagt rekstur sinn nema eitt ár fram í tímann sökum óvissu við uppboð. Uppboðsleiðin vinnur gegn langtímahugsun, dregur úr nýfjárfestingu, setur viðskiptasambönd við erlenda kaupendur sjávarafurða í uppnám og óvissa skapast fyrir sjómenn, landverkafólk og annað starfsfólk sem hefur beina og óbeina afkomu af rekstri viðkomandi fyrirtækja. Er t.d. hægt að halda því fram með sannfærandi hætti að eigendur Bláa lónsins hefðu fjárfest eins og raun ber vitni ef þeir þyrftu að bjóða í aðgang að lóninu á hverju ári? Þá yrði það líklega vannýtt auðlind eins og dæmin sanna í þeim tilvikum þar sem deilur og ósætti við auðlindastjórnun hafa einkennt rekstur og umhverfi og tækifærum til verðmætasköpunar hefur verið sóað. Mun innleiðing skammtímahugsunar tryggja að við skilum auðlindinni af okkur í betra horfi til komandi kynslóða? Mín skoðun er sú að langtímahugsun og ábyrg auðlindastjórnun sé nauðsynlegur grundvöllur til að tryggja íslensku þjóðinni áframhaldandi verðmætasköpun til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar