Kostnaðargreining velferðarþjónustu er forgangsverkefni og lykilhugtak Pétur Magnússon skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði teljast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum velferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélagsverkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðarmál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónarmiðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildarkostnaður samfélagsins af rekstri velferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra væntinga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðarþjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera.Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðarþjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excelskjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahagslífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru samviskusamlega að uppfylla lög, reglugerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjárheimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skiptanna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði teljast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum velferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélagsverkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðarmál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónarmiðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildarkostnaður samfélagsins af rekstri velferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra væntinga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðarþjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera.Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðarþjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excelskjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahagslífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru samviskusamlega að uppfylla lög, reglugerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjárheimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skiptanna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar