Kostnaðargreining velferðarþjónustu er forgangsverkefni og lykilhugtak Pétur Magnússon skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði teljast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum velferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélagsverkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðarmál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónarmiðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildarkostnaður samfélagsins af rekstri velferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra væntinga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðarþjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera.Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðarþjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excelskjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahagslífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru samviskusamlega að uppfylla lög, reglugerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjárheimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skiptanna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Við Íslendingar flokkum okkur jafnan með öðrum vestrænum þjóðum þar sem lífsgæði teljast hvað mest. Við gerum ríkar kröfur til samhjálpar og lítum því á gæði heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem eina af megingrunnstoðum velferðarsamfélagsins. Um það vitnar m.a. fjölmennasta undirskriftasöfnun Íslandssögunnar, þar sem samfélagsverkefni Kára Stefánssonar safnaði yfir 85 þúsund undirskriftum þar sem krafist er að Alþingi tryggi að árlega sé varið 11% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðiskerfisins. Þegar mikilvæg mál brenna á landsmönnum, ekki síst velferðarmál, hættir stjórnmálamönnum til að gefa yfirlýsingar um mjög háleit markmið og skapa væntingar sem þeir sem til þekkja vita að oft á tíðum er ómögulegt að standa við. Sem dæmi má nefna mikla áherslu á að aldraðir búi heima á eigin vegum eins lengi og mögulegt er. Sjónarmiðin að baki „búsetu á eigin heimili eins lengi og kostur er“ eru háleit og sú hugmyndafræði sem þar liggur að baki er góð. Hins vegar er veruleikinn sá að ef þeirri stefnu yrði framfylgt í mun ríkari mæli en nú myndi heildarkostnaður samfélagsins af rekstri velferðarþjónustunnar hækka verulega. Undanfarið hefur ríkisvaldið í auknum mæli sett fram svokallaðar kröfulýsingar um þjónustuflokka í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Kröfulýsingarnar eru skjöl þar sem taldar eru upp ýmsar lágmarkskröfur sem hið opinbera vill gera til þeirrar þjónustu sem veita skal öldruðum og þeirra aðila sem taka að sér að veita þjónustuna. Þessum auknu kröfum ber að fagna enda er mjög mikilvægt að þjónustan sé vel skilgreind til að allir hagsmunaaðilar átti sig á til hvers sé ætlast. Það er í þágu hagsmuna þeirra sem njóta þjónustunnar og aðstandenda þeirra en ekki síður þeirra sem veita þjónustuna. Með auknum kröfulýsingum fæst aukið gegnsæi og betri sýn á það hvaða þjónustu á nákvæmlega að veita og ekki síður hvaða þjónustu ekki ber að veita innan þess skilgreinda ramma sem ríkisvaldið setur. Að því sögðu verður að gera þá kröfu til yfirvalda að skilja betur á milli draumsýna og raunhæfra væntinga. Það er ekki hægt að uppfylla draumsýnir í velferðarmálum frekar en öðrum opinberum málaflokkum sem kostaðir eru af almannafé nema fyrir liggi kostnaðargreining á þeirri þjónustu sem veita á. Hvað velferðarþjónustuna varðar er nauðsynlegt að setja raunhæf markmið sem byggjast á kostnaðargreiningu á einstökum þjónustuþáttum þannig að yfirvöld á hverjum tíma séu meðvituð um þær fjárhæðir sem nauðsynlegar eru til málaflokksins svo uppfylla megi þær væntingar og kröfur sem yfirvöld vilja gera.Snýst um lífsgæði fólks Því má aldrei gleyma að velferðarþjónustan snýst um lífsgæði fólks, en ekki línulegar myndir í Excelskjali. Engu að síður er kostnaðargreining lykilhugtak í nútíma heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Eftir að íslenska efnahagskerfið fór að ná sér á strik aftur eftir hrun hafa hjólin sannarlega farið að snúast í rétta átt í efnahagslífinu. Enn er þó mikið verk óunnið á mörgum sviðum vilji Íslendingar standa á ný jafnfætis þeim þjóðum sem landsmenn vilja helst bera sig saman við. Það á ekki síst við um velferðarþjónustuna og sjaldan hafa verið betri tækifæri til þess en nú. Rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu þurfa oftar en ekki að sitja undir ámæli á opinberum vettvangi, einkum samfélagsmiðlum, þar sem þeim er legið á hálsi fyrir að vera lítt hæfir í störfum sínum þegar þeir eru samviskusamlega að uppfylla lög, reglugerðir og kjarasamninga og geta af þeim sökum ekki staðist ætlaðar fjárheimildir. Auðvitað á að gera sömu kröfur til rekstraraðila í heilbrigðis- og velferðarþjónustu um hagkvæmni, áætlunargerð og eftirfylgni eins og til annarra. Það verður bara að liggja fyrir að fjárhæðir dugi sannarlega fyrir þeirri þjónustu sem veita á með þeim réttindum og skyldum sem henni kunna að fylgja. Sem ábyrgir þjóðfélagsþegnar hljótum við að gera þá kröfu að farið sé með sameiginlega sjóði okkar með ábyrgum hætti en að sama skapi sé ekki verið að búa til væntingar um þjónustu fyrir aldraða og sjúka sem aldrei verður hægt að uppfylla með þeim fjárhæðum sem eru til skiptanna. Það er mikilvægt að þeir sem höndla með almannafé viti hvað hlutirnir kosta. Það er líka mikilvægt að yfirvöld geri sér grein fyrir því um hvað þau biðja þegar samið er um heilbrigðis- og velferðarþjónustu og ekki síður hvernig fjármagna eigi þjónustuna. Aðeins þannig getum við hlúð betur að heilbrigðis- og velferðarþjónustunni, þessari grunnstoð samfélags okkar sem landsmenn hafa gefið skýrt merki um.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun