Lífið

Lesendur Vísis sendu inn stórkostlegar myndir af sólsetrinu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Elías V. Jensson tók þessa draumkenndu mynd í Vestmannaeyjum.
Elías V. Jensson tók þessa draumkenndu mynd í Vestmannaeyjum. Vísir/Elías V. Jensson
Sólsetrið var undurfagurt í gær og því báðum við þá lesendur Vísis, sem áhuga höfðu, um að gera tilraun til þess að grípa fegurðina á filmu og senda okkur afurðina.

Við fengum ógrynni af stórfenglegum myndum og kunnum við lesendum okkar bestu þakkir. Fréttastofan fékk óháðan aðila til þess að fara í gegnum allar myndirnar og velja þær bestu úr en það reyndist víst þrautin þyngri. Hér birtum við brot af myndunum en þær eru einstaklega fallegar.

Pétur S. Hilmarsson sendi þessa mynd en hún er tekin í nágrenni Úlfarsfells.Vísir/Pétur S. Hilmarsson
Sigrún Jónsdóttir sendi þessa fögru mynd af sólsetrinu þar sem það sést speglast í yfirborði vatnsins.Vísir/Sigrún Jónsdóttir
Þórir Jónsson sendi inn nokkrar frábærar, hér er ein þeirra.Vísir/Þórir Jónsson
Daðey Arnborg tók þessa mynd á Hrafnseyrarheiði.Vísir/Daðey Arnborg
Þóranna Hrönn Þórsdóttir tók þessa mynd í Grundarfirði.Vísir/Þóranna Hrönn Þórsdóttir
Guðmar Guðmundsson tók fallega mynd af sólsetrinu við Málmey í Skagafirði.Vísir/Guðmar
Kristín Finndís Jónsdóttir sendi mynd þar sem sólarlagið virðist hreinlega ætla að kveikja í náttúrunni.Vísir/Kristín Finndís Jónsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.