Mikið af óvenjulegum stöðum í Breiðholtinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. ágúst 2016 09:30 Sigríður Sunna Reynisdóttir og Valgeir Sigurðsson eru listrænir stjórnendur hátíðarinnar sem verður haldin að mestu leyti í skúlptúragarði Hallsteins Sigurðssonar. Vísir/Eyþór Hátíðin Breiðholt Festival verður haldin í annað sinn sunnudaginn 14. ágúst klukkan eitt og stendur yfir allan daginn. Á hátíðinni koma fram ýmsir listamenn af öllum sviðum listsköpunar. Í boði verða tónleikar þar sem spila til dæmis Hermigervill, Pascal Pinion og Daníel Bjarnason – það verður hægt að hlýða á kóra og myndlist verður til sýnis, vinnustofur og alls kyns aðrir viðburðir hér og þar um svæðið. Hátíðin mun fara fram í og við skúlptúragarð Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara, en Hallsteinn sjálfur verður með opna vinnustofu á svæðinu þar sem verða til sýnis smærri verk eftir hann. „Við prufukeyrðum þetta í júní í fyrra. Það gekk bara vonum framar, við fengum geggjað veður, fína umfjöllun og góða mætingu – þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.En af hverju Breiðholtið og hvernig varð þessi hugmynd um festival þar til? „Við Valgeir Sigurðsson, sem erum listrænir stjórnendur hátíðarinnar, vorum einfaldlega í göngutúr um Breiðholtið, okkar heimahverfi, og allt í einu fórum við að horfa á það með gests augum og áttuðum okkur á því að hér væri allt til alls til að halda góða hátíð – eins og skemmtilegir og óvenjulegir staðir. Við erum líka bæði listamenn, ég í leikhúsi og hann í tónlist, og erum því mikið í því að fara niður í bæ með allan okkar búnað til að taka þátt í viðburðum þar og við bara ákváðum að snúa því við og fá fólk hingað. Svo eru líka persónulegar ástæður – við vildum fá fólkið út úr húsunum sínum og til að kynnast nágrönnum, vekja smá líf í hverfinu svo að mannlífið sé ekki svona aðskilið – annars vegar í miðbænum og hins vegar sé það með hálfgerðum svefnbæjarbrag hér í úthverfunum. Síðan fórum við líka að skoða hvað það er mikið af listafólki og hvað það kemur mikil menning úr hverfinu – flestir lykillistamennirnir sem koma fram hafa alist hér upp, búa enn þá í Breiðholti eða hafa unnið hér. Allir listamennirnir hafa tengingu, ólíka þó, við Breiðholt. Á Facebook-síðu hátíðarinnar erum við að kynna listamennina einn í einu þar sem þeir segja frá tengingu sinni við hverfið og frá uppáhaldsstöðunum sínum – sem varpar nýju ljósi á hverfið. Til dæmis verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, með teikningar tengdar Breiðholti og sjálfsævisöguleg skrif sem líka tengjast hverfinu en hún ólst upp hérna í Breiðholti og lærði myndlist í FB. Ragnheiður Maísól Sturludóttir verður með opna vinnustofu þar sem fólk getur komið við, þar verður svona lítið Breiðholt sem á að rísa úr pappa og heitir Smáholt. Það verður alveg tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að eyða smá tíma hjá henni þarna. Það mun lítil Breiðholtskirkja rísa úr pappa, blokkir og önnur mannvirki sem fólk þekkir úr hverfinu. Við viljum endilega hvetja fólk til að koma með sundföt því að það verður opið í Ölduselslaug sem er yfirleitt ekki opin almenningi, hún er notuð til sundkennslu í hverfinu. Það verða viðburðir þar, það verður hægt að hlusta á hljóðinnsetningu ofan í vatninu, það verður hljómsveit, sundlaugar-zumba og ýmislegt annað þarna ofan í.“ Eins og áður sagði hefst hátíðin klukkan eitt á sunnudaginn 14. ágúst og er frítt að taka þátt í öllum viðburðum hennar. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Hátíðin Breiðholt Festival verður haldin í annað sinn sunnudaginn 14. ágúst klukkan eitt og stendur yfir allan daginn. Á hátíðinni koma fram ýmsir listamenn af öllum sviðum listsköpunar. Í boði verða tónleikar þar sem spila til dæmis Hermigervill, Pascal Pinion og Daníel Bjarnason – það verður hægt að hlýða á kóra og myndlist verður til sýnis, vinnustofur og alls kyns aðrir viðburðir hér og þar um svæðið. Hátíðin mun fara fram í og við skúlptúragarð Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara, en Hallsteinn sjálfur verður með opna vinnustofu á svæðinu þar sem verða til sýnis smærri verk eftir hann. „Við prufukeyrðum þetta í júní í fyrra. Það gekk bara vonum framar, við fengum geggjað veður, fína umfjöllun og góða mætingu – þannig að við höldum ótrauð áfram,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.En af hverju Breiðholtið og hvernig varð þessi hugmynd um festival þar til? „Við Valgeir Sigurðsson, sem erum listrænir stjórnendur hátíðarinnar, vorum einfaldlega í göngutúr um Breiðholtið, okkar heimahverfi, og allt í einu fórum við að horfa á það með gests augum og áttuðum okkur á því að hér væri allt til alls til að halda góða hátíð – eins og skemmtilegir og óvenjulegir staðir. Við erum líka bæði listamenn, ég í leikhúsi og hann í tónlist, og erum því mikið í því að fara niður í bæ með allan okkar búnað til að taka þátt í viðburðum þar og við bara ákváðum að snúa því við og fá fólk hingað. Svo eru líka persónulegar ástæður – við vildum fá fólkið út úr húsunum sínum og til að kynnast nágrönnum, vekja smá líf í hverfinu svo að mannlífið sé ekki svona aðskilið – annars vegar í miðbænum og hins vegar sé það með hálfgerðum svefnbæjarbrag hér í úthverfunum. Síðan fórum við líka að skoða hvað það er mikið af listafólki og hvað það kemur mikil menning úr hverfinu – flestir lykillistamennirnir sem koma fram hafa alist hér upp, búa enn þá í Breiðholti eða hafa unnið hér. Allir listamennirnir hafa tengingu, ólíka þó, við Breiðholt. Á Facebook-síðu hátíðarinnar erum við að kynna listamennina einn í einu þar sem þeir segja frá tengingu sinni við hverfið og frá uppáhaldsstöðunum sínum – sem varpar nýju ljósi á hverfið. Til dæmis verður Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, með teikningar tengdar Breiðholti og sjálfsævisöguleg skrif sem líka tengjast hverfinu en hún ólst upp hérna í Breiðholti og lærði myndlist í FB. Ragnheiður Maísól Sturludóttir verður með opna vinnustofu þar sem fólk getur komið við, þar verður svona lítið Breiðholt sem á að rísa úr pappa og heitir Smáholt. Það verður alveg tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að eyða smá tíma hjá henni þarna. Það mun lítil Breiðholtskirkja rísa úr pappa, blokkir og önnur mannvirki sem fólk þekkir úr hverfinu. Við viljum endilega hvetja fólk til að koma með sundföt því að það verður opið í Ölduselslaug sem er yfirleitt ekki opin almenningi, hún er notuð til sundkennslu í hverfinu. Það verða viðburðir þar, það verður hægt að hlusta á hljóðinnsetningu ofan í vatninu, það verður hljómsveit, sundlaugar-zumba og ýmislegt annað þarna ofan í.“ Eins og áður sagði hefst hátíðin klukkan eitt á sunnudaginn 14. ágúst og er frítt að taka þátt í öllum viðburðum hennar.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira