Lækkun fasteignagjalda dugar Hörpu ekki til tapleysis Örnólfur Hall skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Í ársreikningi Hörpu fyrir árið 2015 kemur fram að tap ársins er tæpar 443 milljónir króna. Er þá tekið tillit til lækkunar fasteignagjalda ársins 2015 upp á 242 milljónir vegna dóms Hæstaréttar frá febrúar 2015. Hefði ekki komið til lækkunar fasteignagjalda hefði tap Hörpu orðið rúmar 684 milljónir sem er verri niðurstaða en vegna 2014. Rekstur Hörpu er því ekki að færast nær því að vera sjálfbær. Margar útgáfur virðast vera á kreiki varðandi byggingarkostnað Hörpu. Samkvæmt ársreikningi Hörpu fyrir árið 2015 er hann sagður 17,9 milljarðar án áhalda, tækja og innréttinga. Sé tekið tillit til áhalda, tækja og innréttinga er byggingarkostnaður rúmir 21,4 milljarðar króna. Í nýlegri fyrirspurn frá alþingismanni til fjármála- og efnahagsráðherra um byggingarkostnað Hörpu, svaraði ráðherra að frá því ríkið og Reykjavíkurborg hefðu tekið yfir framkvæmdina væri byggingarkostnaður samtals 20,9 milljarðar miðað við verðlag í mars 2015. Ef tekið væri tillit til afskrifaðs byggingarkostnaðar fyrri framkvæmdaraðila upp á 10 milljarða, þá væri heildarbyggingarkostnaður alls 30,9 milljarðar. Fróðlegt er að skoða frétt í Morgunblaðinu 1.7. 2010 um Hörpu. Þar sagði einn aðalforsvarsmaður Hörpu um byggingarkostnað hennar: „Heildarbyggingarkostnaður nemur um 28 milljörðum en ekki 17,7 milljörðum.“ Vert er að minna á að enn er fyrirspurn Péturs H. Blöndal, heitins, ósvarað á Alþingi. Þ.e.a.s. hver er óupplýstur kostnaður vegna Hörpu og upplýsingar sem vantar um rekstur og rekstraráætlanir frá A-Ö? Ennfremur skal minnt á ofurviðhaldið á húsinu, alls um 161 milljón á aðeins 5 árum (sjá Fjárlög og svör til Fjárlaganefndar). Hvar eru allar stórráðstefnurnar (5-6 þúsund manns) sem virðast allar hafa brugðist, en þær áttu að gera Hörpu sjálfbæra í síðasta lagi 2014? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í ársreikningi Hörpu fyrir árið 2015 kemur fram að tap ársins er tæpar 443 milljónir króna. Er þá tekið tillit til lækkunar fasteignagjalda ársins 2015 upp á 242 milljónir vegna dóms Hæstaréttar frá febrúar 2015. Hefði ekki komið til lækkunar fasteignagjalda hefði tap Hörpu orðið rúmar 684 milljónir sem er verri niðurstaða en vegna 2014. Rekstur Hörpu er því ekki að færast nær því að vera sjálfbær. Margar útgáfur virðast vera á kreiki varðandi byggingarkostnað Hörpu. Samkvæmt ársreikningi Hörpu fyrir árið 2015 er hann sagður 17,9 milljarðar án áhalda, tækja og innréttinga. Sé tekið tillit til áhalda, tækja og innréttinga er byggingarkostnaður rúmir 21,4 milljarðar króna. Í nýlegri fyrirspurn frá alþingismanni til fjármála- og efnahagsráðherra um byggingarkostnað Hörpu, svaraði ráðherra að frá því ríkið og Reykjavíkurborg hefðu tekið yfir framkvæmdina væri byggingarkostnaður samtals 20,9 milljarðar miðað við verðlag í mars 2015. Ef tekið væri tillit til afskrifaðs byggingarkostnaðar fyrri framkvæmdaraðila upp á 10 milljarða, þá væri heildarbyggingarkostnaður alls 30,9 milljarðar. Fróðlegt er að skoða frétt í Morgunblaðinu 1.7. 2010 um Hörpu. Þar sagði einn aðalforsvarsmaður Hörpu um byggingarkostnað hennar: „Heildarbyggingarkostnaður nemur um 28 milljörðum en ekki 17,7 milljörðum.“ Vert er að minna á að enn er fyrirspurn Péturs H. Blöndal, heitins, ósvarað á Alþingi. Þ.e.a.s. hver er óupplýstur kostnaður vegna Hörpu og upplýsingar sem vantar um rekstur og rekstraráætlanir frá A-Ö? Ennfremur skal minnt á ofurviðhaldið á húsinu, alls um 161 milljón á aðeins 5 árum (sjá Fjárlög og svör til Fjárlaganefndar). Hvar eru allar stórráðstefnurnar (5-6 þúsund manns) sem virðast allar hafa brugðist, en þær áttu að gera Hörpu sjálfbæra í síðasta lagi 2014?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar