Fjölskylduferð til Tyrklands Valgarður Reynisson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Á dögunum skrapp ég til Tyrklands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggjufullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferðamannaiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferðamanna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarðvegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferðamanna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngubann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og tölfræðin virtist hafa gufað upp í tyrknesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upplýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrapp ég til Tyrklands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggjufullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferðamannaiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferðamanna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarðvegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferðamanna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngubann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og tölfræðin virtist hafa gufað upp í tyrknesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upplýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar