Fjölskylduferð til Tyrklands Valgarður Reynisson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Á dögunum skrapp ég til Tyrklands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggjufullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferðamannaiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferðamanna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarðvegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferðamanna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngubann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og tölfræðin virtist hafa gufað upp í tyrknesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upplýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrapp ég til Tyrklands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggjufullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferðamannaiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferðamanna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarðvegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferðamanna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngubann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og tölfræðin virtist hafa gufað upp í tyrknesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upplýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun