Erum alltaf að toppa okkur Elín Albertsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 10:00 Friðrik Ómar ásamt öðrum tónlistarmönnum sem koma fram á stórtónleikunum á Dalvík í kvöld. MYND/HANNA Friðrik Ómar Hjörleifsson verður með sína árlegu Fiskidagstónleika í kvöld á Dalvík ásamt góðum hópi tónlistarfólks. Friðrik segir að þetta sé í fjórða skiptið sem tónleikarnir séu haldnir og sjaldan verið flottari. Friðrik Ómar segir að tónleikarnir hafi alltaf heppnast einstaklega vel og því erfitt að toppa þá. „Ég var hálf smeykur um að við gætum það ekki,“ segir hann. „En miðað við æfingar undanfarna daga þá verða þetta langflottustu tónleikarnir til þessa. „Tónleikarnir eru alltaf á hafnarsvæðinu í Dalvík kl. 22 á laugardagskvöldinu. Við erum með mikla keyrslu í tvær klukkustundir og síðan hefst flugeldasýning. Það er fyrirtækið mitt Rigg sem stendur á bakvið tónleikana og við leggjum mikla áherslu á að öll umgjörð sé mjög flott,“ segir Friðrik Ómar.Þrír úr bænum Upphaflega voru tónleikarnir settir upp á 30 ára afmæli Samherja sem er helsti styrktaraðili Fiskidaga. „Tónleikarnir gengu svo glimrandi vel og rosalegur fjöldi sem mætti, eða á milli 25 og 30 þúsund manns,“ segir Friðrik Ómar. „Það var því ákveðið að halda þessu áfram. Eiginlega er sú ákvörðun tekin frá ári til árs. Sami grunnhópur kemur fram á hverju ári en síðan eru mismunandi gestir. Í ár verðum við með KK, Ladda, Sölku Sól og Gissur Pál Gissurarson auk fleiri góðra gesta. Síðan erum við föstu söngvararnir þrír, fulltrúar Dalvíkurbyggðar, ég, Matti Matt og Eyþór Ingi,“ segir Friðrik Ómar og lofar frábærum tónleikum. Eins og flestir vita er Friðrik Ómar fæddur og uppalinn á Dalvík. Núna eru foreldrar hans fluttir úr byggðinni og þess vegna segist hann fara sjaldnar í heimsókn en áður. „Ég á hins vegar fjölda æskuvina í Dalvík sem hittast á Fiskidögum. Margir brottfluttir Dalvíkingar koma alltaf á Fiskidaga og þá eru gleðifundir hjá vinum og ættingjum. Við erum alltaf heppin með veðrið og það skapast alltaf mikil stemning þegar sólin skín. Kannski er ekki alltaf talað um það en veðrið skiptir öllu máli á útihátíðum,“ segir hann.Umgjörðin skiptir máli Friðrik Ómar setti á stofn fyrirtækið Rigg fyrir átta árum en það sérhæfir sig í stórum viðburðum. „Ég var í leikfélaginu á Dalvík á yngri árum og fylgdist mjög mikið með uppsetningum á leikritum, hafði sérstakan áhuga á leikmyndinni og allri umgjörðinni. Kristján frá Tjörn sá um sviðsmyndina og ég hafði ekki augun af honum. Ég stofnaði síðan unglingaleikhóp og byrjaði þá að setja upp sviðsmynd sjálfur. Þessi áhugi hefur aukist frekar en hitt. Ég hef sett upp sýningar í Eldborg, Hofi á Akureyri og fleiri stöðum. Þetta eru sýningar þar sem flutt eru lög þekktra tónlistarstjarna og við leggjum mikið upp úr búningum, dansi og umgjörð allri. Við köllum þetta tónleikasýningar og þær eru orðnar tólf. Við flytjum brot úr þessum sýningum á Fiskidögum meðfram nýju efni. Tónleikarnir á Dalvík eiga að vera fyrir alla fjölskylduna,“ segir Friðrik Ómar.Píanósnillingar í Hörpu Hann ætlar ekki að slá slöku við í vetur. Í september heldur hann áfram með Freddy Mercury sýninguna í Eldborg. „Hún er vinsælasta sýning sem ég hef sett upp. Svo skemmtilega vill til að Freddy hefði orðið sjötugur þessa helgi sem við verðum í Eldborg. Í lok október förum við í gang með sýningu sem nefnist Piano Man en þar verður píanósnillingunum Billy Joel og Elton John gert hátt undir höfði. Það er alltaf mikið að gerast hjá okkur, sérstaklega á haustin. Síðan taka jólatónleikarnir við og það er annasamur tími,“ segir Friðrik Ómar sem þarf ekki að kvarta undan verkefnaskorti.Tónlistarbar Fyrir stuttu opnaði hann bar í Lækjargötu 6a, Græna herbergið, þar sem lögð er áhersla á lifandi tónlist. Meðeigendur eru tónlistarmennirnir, Jógvan Hansen og Vignir Snær Vigfússon. „Það var búið að vera draumur okkar í fimm ár að opna stað til að halda litla tónleika við góðar aðstæður með fullkominni tækni. Við erum búin að taka þetta gamla hús í gegn og gefa því nýtt líf. Áður var þarna staður sem nefndist Strawberries sem mikið var í fréttum. Í vetur ætlum við síðan að opna eldhús og bjóða upp á mat.“Gríðarlega spenntur Þar sem Friðrik Ómar er alltaf á Dalvík þegar Gleðigangan fer fram í Reykjavík var hann spurður hvort hann sakni ekki gleðinnar í borginni. „Jú, ég geri það. Hins vegar er svo mikil gleði fyrir norðan að hún fyllir upp í það tóm. Ég söng á báðum hátíðunum í sjö ár og flaug á milli. Nú eru þetta orðnir svo stórir tónleikar á Dalvík að ég þarf að gefa mig allan í þá. Ég er gríðarlega spenntur fyrir tónleikunum núna, hef aldrei verið eins ánægður með prógrammið. Þetta var erfið fæðing en það hefur skilað sér,“ segir Friðrik Ómar og auðvitað verða tónleikarnir teknir upp og verða vonandi sýndir í sjónvarpi síðar. „Það er samt ekkert sem jafnast á við það að vera á staðnum og svo kostar ekkert inn,“ segir kappinn. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Friðrik Ómar Hjörleifsson verður með sína árlegu Fiskidagstónleika í kvöld á Dalvík ásamt góðum hópi tónlistarfólks. Friðrik segir að þetta sé í fjórða skiptið sem tónleikarnir séu haldnir og sjaldan verið flottari. Friðrik Ómar segir að tónleikarnir hafi alltaf heppnast einstaklega vel og því erfitt að toppa þá. „Ég var hálf smeykur um að við gætum það ekki,“ segir hann. „En miðað við æfingar undanfarna daga þá verða þetta langflottustu tónleikarnir til þessa. „Tónleikarnir eru alltaf á hafnarsvæðinu í Dalvík kl. 22 á laugardagskvöldinu. Við erum með mikla keyrslu í tvær klukkustundir og síðan hefst flugeldasýning. Það er fyrirtækið mitt Rigg sem stendur á bakvið tónleikana og við leggjum mikla áherslu á að öll umgjörð sé mjög flott,“ segir Friðrik Ómar.Þrír úr bænum Upphaflega voru tónleikarnir settir upp á 30 ára afmæli Samherja sem er helsti styrktaraðili Fiskidaga. „Tónleikarnir gengu svo glimrandi vel og rosalegur fjöldi sem mætti, eða á milli 25 og 30 þúsund manns,“ segir Friðrik Ómar. „Það var því ákveðið að halda þessu áfram. Eiginlega er sú ákvörðun tekin frá ári til árs. Sami grunnhópur kemur fram á hverju ári en síðan eru mismunandi gestir. Í ár verðum við með KK, Ladda, Sölku Sól og Gissur Pál Gissurarson auk fleiri góðra gesta. Síðan erum við föstu söngvararnir þrír, fulltrúar Dalvíkurbyggðar, ég, Matti Matt og Eyþór Ingi,“ segir Friðrik Ómar og lofar frábærum tónleikum. Eins og flestir vita er Friðrik Ómar fæddur og uppalinn á Dalvík. Núna eru foreldrar hans fluttir úr byggðinni og þess vegna segist hann fara sjaldnar í heimsókn en áður. „Ég á hins vegar fjölda æskuvina í Dalvík sem hittast á Fiskidögum. Margir brottfluttir Dalvíkingar koma alltaf á Fiskidaga og þá eru gleðifundir hjá vinum og ættingjum. Við erum alltaf heppin með veðrið og það skapast alltaf mikil stemning þegar sólin skín. Kannski er ekki alltaf talað um það en veðrið skiptir öllu máli á útihátíðum,“ segir hann.Umgjörðin skiptir máli Friðrik Ómar setti á stofn fyrirtækið Rigg fyrir átta árum en það sérhæfir sig í stórum viðburðum. „Ég var í leikfélaginu á Dalvík á yngri árum og fylgdist mjög mikið með uppsetningum á leikritum, hafði sérstakan áhuga á leikmyndinni og allri umgjörðinni. Kristján frá Tjörn sá um sviðsmyndina og ég hafði ekki augun af honum. Ég stofnaði síðan unglingaleikhóp og byrjaði þá að setja upp sviðsmynd sjálfur. Þessi áhugi hefur aukist frekar en hitt. Ég hef sett upp sýningar í Eldborg, Hofi á Akureyri og fleiri stöðum. Þetta eru sýningar þar sem flutt eru lög þekktra tónlistarstjarna og við leggjum mikið upp úr búningum, dansi og umgjörð allri. Við köllum þetta tónleikasýningar og þær eru orðnar tólf. Við flytjum brot úr þessum sýningum á Fiskidögum meðfram nýju efni. Tónleikarnir á Dalvík eiga að vera fyrir alla fjölskylduna,“ segir Friðrik Ómar.Píanósnillingar í Hörpu Hann ætlar ekki að slá slöku við í vetur. Í september heldur hann áfram með Freddy Mercury sýninguna í Eldborg. „Hún er vinsælasta sýning sem ég hef sett upp. Svo skemmtilega vill til að Freddy hefði orðið sjötugur þessa helgi sem við verðum í Eldborg. Í lok október förum við í gang með sýningu sem nefnist Piano Man en þar verður píanósnillingunum Billy Joel og Elton John gert hátt undir höfði. Það er alltaf mikið að gerast hjá okkur, sérstaklega á haustin. Síðan taka jólatónleikarnir við og það er annasamur tími,“ segir Friðrik Ómar sem þarf ekki að kvarta undan verkefnaskorti.Tónlistarbar Fyrir stuttu opnaði hann bar í Lækjargötu 6a, Græna herbergið, þar sem lögð er áhersla á lifandi tónlist. Meðeigendur eru tónlistarmennirnir, Jógvan Hansen og Vignir Snær Vigfússon. „Það var búið að vera draumur okkar í fimm ár að opna stað til að halda litla tónleika við góðar aðstæður með fullkominni tækni. Við erum búin að taka þetta gamla hús í gegn og gefa því nýtt líf. Áður var þarna staður sem nefndist Strawberries sem mikið var í fréttum. Í vetur ætlum við síðan að opna eldhús og bjóða upp á mat.“Gríðarlega spenntur Þar sem Friðrik Ómar er alltaf á Dalvík þegar Gleðigangan fer fram í Reykjavík var hann spurður hvort hann sakni ekki gleðinnar í borginni. „Jú, ég geri það. Hins vegar er svo mikil gleði fyrir norðan að hún fyllir upp í það tóm. Ég söng á báðum hátíðunum í sjö ár og flaug á milli. Nú eru þetta orðnir svo stórir tónleikar á Dalvík að ég þarf að gefa mig allan í þá. Ég er gríðarlega spenntur fyrir tónleikunum núna, hef aldrei verið eins ánægður með prógrammið. Þetta var erfið fæðing en það hefur skilað sér,“ segir Friðrik Ómar og auðvitað verða tónleikarnir teknir upp og verða vonandi sýndir í sjónvarpi síðar. „Það er samt ekkert sem jafnast á við það að vera á staðnum og svo kostar ekkert inn,“ segir kappinn.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira