Fyrir rúmum 30 árum var mér sem landlækni boðið í tvær ferðir til að skoða hjartaspítala. Sú fyrri var til Glasgow til að skoða nýjan 300 rúma hjartaspítala. Skömmu síðar þurfti ég að sækja fund í London, þáði því boðið og millilenti í Glasgow. Þar beið bílstjóri og ók mér í Rolls Royce á sjúkrahúsið.
Forstjórinn tók á móti mér og sýndi mér sjúkrahúsið. Þar störfuðu 10-15 sérfræðingar í hjartalækningum, flestir frá Bandaríkjunum. Forstjórinn hafði skrifað flestum Evrópuþjóðum og boðið þeim að senda til sín hjartasjúklinga til meðferðar. Að hans sögn gekk reksturinn vel.
Ég gekk í gegnum sjúkrahúsið og heilsaði nokkrum læknum en sýndist sem fáir sjúklingar væru þar. Forstjórinn bauðst til að taka á móti sjúklingum frá Íslandi. Ég tjáði forstjóranum að á Íslandi væri verið að byggja upp hjartaskurðdeild og lofaði hún góðu. Síðan kvaddi ég og var ekið til flugvallarins.
Á leiðinni ræddi ég nokkuð við bílstjórann og spurði um spítalann. Bílstjórinn tjáði mér stuttlega að það væri búið að segja honum upp starfinu og væru Sádi-Arabar búnir að taka yfir spítalann. Flestir sjúklingarnir höfðu komið frá Sádi-Arabíu en aðeins örfáir frá Evrópu. Nokkrum vikum síðar kom frétt í skoskum blöðum um að búið væri að loka spítalanum.
Síðari ferðin var áætluð til Írlands til að skoða hjartaspítala. Lítið varð úr þeirri ferð því spítalinn var aldrei opnaður. Á embættisferli mínum voru mér kynnt þrjú atvik svipuð þeim sem hér hefur verið lýst.
Sannleikurinn er sá að vel efnað fólk hvar sem það býr fær ætíð viðeigandi læknismeðferð. Almenningur sem ekki hefur efni á dýrum einkatryggingum fær oftast ekki viðeigandi læknismeðferð nema hann njóti almennra trygginga. Einkareknir hjartaspítalar bjarga að minnsta kosti ekki þessu fólki.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu

Tvær stuttar ferðasögur um einkarekna hjartaspítala
Skoðun

Ekkert nýtt undir sólinni
Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Snjöll um alla borg
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Vandlæting formanns VR
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Margar leiðir til að draga úr svifryki
Björgvin Jón Bjarnason skrifar

Að sækjast eftir greiningu eða ekki?
Friðrik Agni skrifar

Fyrir hvern var þessi leiksýning?
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni
Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða
Gunnar Ingi Björnsson skrifar

Sjö dæmi um slæma dýravernd á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Lokum þau inni - bara svona til vonar og vara
Ásdís Halla Bragadóttir skrifar

Skólakerfið og það sem var og það sem er
Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Framsókn fyrir fólk eins og þig
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Sitja landsmenn við sama borð?
Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Ekki tjáir að deila við dómarann
Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar

Græðgi á fótboltavellinum
Guðmundur Auðunsson skrifar