Píratar fiskur og siðferði! Finnur Þ. Gunnþórsson og Ólafur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 08:00 I hluti af III. Þegar ættbálkurinn er lítill eins og hjá veiðisöfnurum í fyrndinni er auðvelt að skilja að heilsa eins hefur áhrif á alla, velferð eins er velferð heildarinnar. Samkenndin borgar sig. Jafnvel dýrin sýna samkennd. Simpansar láta heyra í sér þegar að þeim finnst rangt haft við í viðskiptum, vegna þess að það að hafa fleiri ánægða og í samlyndi tryggir árangur heildarinnar. Þessi viska sem er innbyggð í náttúruna er ekki eitthvað sem má gleymast. Samvinna er forsenda árangurs. Hetjan er sprottin af foreldrum sínum, hefur notið þjálfunar og stuðnings og á sér sinn hóp. Án hópsins er ekkert að berjast fyrir; engin háleit markmið eða faðmur að snúa til. Það er augljóst að á Íslandi eru ekki allir ánægðir. Landið okkar er ríkt af auðlindum en einhvernveginn þá virðast þær enn ekki skila sér nægjanlega til hagsældar fyrir heildina. Við sem styrkinn höfum skömmumst okkar þegar við vitum að það tekst ekki alltaf að sinna þeim sem veikjast eða lenda í öðrum vanda. Við eigum flest vini sem hafa alist upp við erfiðar aðstæður og oft sigrast á þeim af mikilli elju á ótrúlegan hátt. En ef til vill hafa goðsagnir þjóðarinnar hindrað það að menn láti til sín taka til þess að bæta það sem aflaga fer. Ég trúði því statt og stöðugt áður fyrr að heilbrigðiskerfið okkar væri skothelt. En hef nú komist að því eftir að lesa um samanburð á ýmsu sem tengist heilbrigðisþjónustu að svo er ekki. Hlúa þarf mun betur að heilbrigðisstarfsfólki þannig að það nái að sinna þjónustu þegum. Tók enn aftur botninn úr nú á síðustu dögum þegar fréttist að engir hjúkrunafræðingar hefðu sótt um vinnu á Landspítalanum sem auglýsti eftir fólki. Lengi má minnast á það sem aflaga fer. En oft er best að huga að lausnum! Lykilatriði í því að tryggja hagsæld þjóðar svo sem marg oft hefur komið fram ásamt þáttum eins og frelsi frá ofbeldi, athafnafrelsi og frelsi til sjálfsákvörðunarréttar er nýting auðlinda þjóðarinnar af þjóðinni fyrir heildina. Það sýnist okkur best gert með því að opna jafnt aðgengi allra sem nenna, kunna og geta að fiskveiðum og vinnslu með opnum markaði fyrir veiðiheimildir og landaðann fisk. Það tryggir ekki hag heildarinnar ef marföld auðæfi safnast á einstaka hendur. Þeir sem safna auði vita það best sjálfir að ef til vill eru þeir að láta auðinn og “vinnuna” hafa yfirráð yfir sér. Þeir sem safna auði og nýta hann ekki til uppbyggingar eigin samfélags hafa veikst andlegri veiki sem aðskilur þá frá fólkinu í kringum sig. Samkvæmt grein Scientific American er hætta á að auðmenn missi getu til að sýna samkennd. Þeir hegða sér þá verr en rhesus apar sem toguðu í keðju sem færði þeim mat en hættu því í allt að tólf daga eftir að það að toga í keðjuna tengdist rafmagns sjokki sem einn apanna fékk. Sannar þetta ekki að margur verði af aurum api þar sem aparnir virðast hegða sér betur en mannfólkið og líða fyrir samanburðinn. Enn þeir sem láta vinnuna stýra sér eða arðinn geta leitað sér hjálpar t.d. hjá 12 spora samtökum eins og hér má sjá á ensku og eru líka til hérlendis: 20 spurningar til að athuga hvort vinnan hefur náð yfirhöndinni yfir persónunni: https://www.workaholics-anonymous.org/10-literature/24-twenty-questions. Það vill nefnilega svo til að arður sem skaðar mögulega mannslíf eða samfélagið sem heild er ekki arður heldur reikningsvilla, tálsýn. Samfélags ábyrgð fyrirtækja er lykil atriði í öllu sem varðar færni fyrirtækja til áframhaldandi tilveru. Fyrirtæki sem byggja á hverskonar óréttlæti skapa sér óvild. Gefur líka augaleið að fyrirtæki sem huga ekki að náttúrulegu umhverfi sínu og fólkinu eiga það á hættu að eyðileggja fyrir sér og öðrum og hverfa. Það er almennt orðið viðurkennt að fyrirtæki verða að huga að umhverfisvá, eyturefni eru orðin það hættuleg og margar hættur steðja að sem verður að sinna eigi líf að þrýfast áfram á jörðinni. Eins þarf allmenna skynsemi og sanngirni í því hvernig er farið með samborgarann óháð fjárhagsstöðu eða eignastöðu viðkomandi. Píratar vilja samstöðu um sameiginleg markmið eins og velferð þjóðarinnar og stöðugleika í ríkisfjármálum. Þeir vilja vinna gegn samfélagi sem anar áfram í blindni og bregðast við þegar þörf er á siðferðilegu hugrekki! Píratar vilja ekki ráðst gegn veikum mönnum. Þeir vilja ekki taka það eignarnámi sem einhverjir hafa byggt upp í viðskiptum jafnvel þó þau séu mögulega vafasöm að sumra mati á einhvern hátt eins og kvótakerfið er í augum margra. Píratar vilja öllu heldur horfa á fyrirmyndir sátta svo sem í sannleiksnefnd sem var að störfum í Suðru Afríku og afstýrði borgarastríði eftir mörg ár aðskilnaðar kynþátta. Við viljum horfa til framtíðar og byggja á samkennd, skilningi og samvinnu. Hvað varðar okkar helstu auðlynd – sjávarútveginn, þá vilja Píratar halda utan um ákveðna þætti meðal annars: Tryggja þarf nýliðun í fiskiðnaði. Allar veiðiheimildir verða að fara á markað og allur fiskur líka. Þá er opnað á jafnræði og nýliðun. Þetta er sáttaleið sem hægt er að sameinast um. Hér eru eignir ekki gerðar upptækar, né grundvöllur rekstarstarfsemi skertur, sé hann í lagi á annað borð. Heldur er veitt svigrúm fyrir nýliðun og auðvitað samkvæmt stefnu Pírata leyfi fyrir því að veiða vel í soðið með frjálsum handfæraveiðum um allt land. Þá geta núverandi útgerðamenn boðið í heimildirnar. Ættu þeir að vera fjársterkir til þess. Hafi þeir yfirskuldsett sig bera þeir ábyrgð á áhættu sækni sinni. En Ísland er eitt fárra landa sem hefur leyft að óveiddur fiskur sé kallaður til sem eign í bókhaldi og síðan tekin lán út á hann. Slíka hegðun í bókhaldsfærslum hefur verið vísað í sem heitt loft á eignarhliðinni af því hún þenur út verðmætamat fyrirtækis og ýtir undir yfirskuldsetningu miðað við rekstar forsendur. Þetta er í takt við gamalt orðatiltæki inúíta sem segir að ekki eigi að selja skynnið af birninum áður en hann er veiddur. Sinna þarf því að sjómenn hafi það gott og ekki sé um aftur för að ræða hvað varðar öryggi þeirra eða hvíldartíma. Heyrst hefur í sjálfum nútímanaum að menn séu farnir að hugsa til þess að brjóta vökulög. Sjómenn mega ekki upplifa það að útgerðin hafi á þeim heljartak, jafnvel þannig að þeir séu krafðir um að standa undir kosnaði útgerðarinnar án þess að fá eignarhlut. Eins viljum við að umhverfismálum sé vel sinnt. Meira um þetta allt fljótlega, fylgist með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Sjá meira
I hluti af III. Þegar ættbálkurinn er lítill eins og hjá veiðisöfnurum í fyrndinni er auðvelt að skilja að heilsa eins hefur áhrif á alla, velferð eins er velferð heildarinnar. Samkenndin borgar sig. Jafnvel dýrin sýna samkennd. Simpansar láta heyra í sér þegar að þeim finnst rangt haft við í viðskiptum, vegna þess að það að hafa fleiri ánægða og í samlyndi tryggir árangur heildarinnar. Þessi viska sem er innbyggð í náttúruna er ekki eitthvað sem má gleymast. Samvinna er forsenda árangurs. Hetjan er sprottin af foreldrum sínum, hefur notið þjálfunar og stuðnings og á sér sinn hóp. Án hópsins er ekkert að berjast fyrir; engin háleit markmið eða faðmur að snúa til. Það er augljóst að á Íslandi eru ekki allir ánægðir. Landið okkar er ríkt af auðlindum en einhvernveginn þá virðast þær enn ekki skila sér nægjanlega til hagsældar fyrir heildina. Við sem styrkinn höfum skömmumst okkar þegar við vitum að það tekst ekki alltaf að sinna þeim sem veikjast eða lenda í öðrum vanda. Við eigum flest vini sem hafa alist upp við erfiðar aðstæður og oft sigrast á þeim af mikilli elju á ótrúlegan hátt. En ef til vill hafa goðsagnir þjóðarinnar hindrað það að menn láti til sín taka til þess að bæta það sem aflaga fer. Ég trúði því statt og stöðugt áður fyrr að heilbrigðiskerfið okkar væri skothelt. En hef nú komist að því eftir að lesa um samanburð á ýmsu sem tengist heilbrigðisþjónustu að svo er ekki. Hlúa þarf mun betur að heilbrigðisstarfsfólki þannig að það nái að sinna þjónustu þegum. Tók enn aftur botninn úr nú á síðustu dögum þegar fréttist að engir hjúkrunafræðingar hefðu sótt um vinnu á Landspítalanum sem auglýsti eftir fólki. Lengi má minnast á það sem aflaga fer. En oft er best að huga að lausnum! Lykilatriði í því að tryggja hagsæld þjóðar svo sem marg oft hefur komið fram ásamt þáttum eins og frelsi frá ofbeldi, athafnafrelsi og frelsi til sjálfsákvörðunarréttar er nýting auðlinda þjóðarinnar af þjóðinni fyrir heildina. Það sýnist okkur best gert með því að opna jafnt aðgengi allra sem nenna, kunna og geta að fiskveiðum og vinnslu með opnum markaði fyrir veiðiheimildir og landaðann fisk. Það tryggir ekki hag heildarinnar ef marföld auðæfi safnast á einstaka hendur. Þeir sem safna auði vita það best sjálfir að ef til vill eru þeir að láta auðinn og “vinnuna” hafa yfirráð yfir sér. Þeir sem safna auði og nýta hann ekki til uppbyggingar eigin samfélags hafa veikst andlegri veiki sem aðskilur þá frá fólkinu í kringum sig. Samkvæmt grein Scientific American er hætta á að auðmenn missi getu til að sýna samkennd. Þeir hegða sér þá verr en rhesus apar sem toguðu í keðju sem færði þeim mat en hættu því í allt að tólf daga eftir að það að toga í keðjuna tengdist rafmagns sjokki sem einn apanna fékk. Sannar þetta ekki að margur verði af aurum api þar sem aparnir virðast hegða sér betur en mannfólkið og líða fyrir samanburðinn. Enn þeir sem láta vinnuna stýra sér eða arðinn geta leitað sér hjálpar t.d. hjá 12 spora samtökum eins og hér má sjá á ensku og eru líka til hérlendis: 20 spurningar til að athuga hvort vinnan hefur náð yfirhöndinni yfir persónunni: https://www.workaholics-anonymous.org/10-literature/24-twenty-questions. Það vill nefnilega svo til að arður sem skaðar mögulega mannslíf eða samfélagið sem heild er ekki arður heldur reikningsvilla, tálsýn. Samfélags ábyrgð fyrirtækja er lykil atriði í öllu sem varðar færni fyrirtækja til áframhaldandi tilveru. Fyrirtæki sem byggja á hverskonar óréttlæti skapa sér óvild. Gefur líka augaleið að fyrirtæki sem huga ekki að náttúrulegu umhverfi sínu og fólkinu eiga það á hættu að eyðileggja fyrir sér og öðrum og hverfa. Það er almennt orðið viðurkennt að fyrirtæki verða að huga að umhverfisvá, eyturefni eru orðin það hættuleg og margar hættur steðja að sem verður að sinna eigi líf að þrýfast áfram á jörðinni. Eins þarf allmenna skynsemi og sanngirni í því hvernig er farið með samborgarann óháð fjárhagsstöðu eða eignastöðu viðkomandi. Píratar vilja samstöðu um sameiginleg markmið eins og velferð þjóðarinnar og stöðugleika í ríkisfjármálum. Þeir vilja vinna gegn samfélagi sem anar áfram í blindni og bregðast við þegar þörf er á siðferðilegu hugrekki! Píratar vilja ekki ráðst gegn veikum mönnum. Þeir vilja ekki taka það eignarnámi sem einhverjir hafa byggt upp í viðskiptum jafnvel þó þau séu mögulega vafasöm að sumra mati á einhvern hátt eins og kvótakerfið er í augum margra. Píratar vilja öllu heldur horfa á fyrirmyndir sátta svo sem í sannleiksnefnd sem var að störfum í Suðru Afríku og afstýrði borgarastríði eftir mörg ár aðskilnaðar kynþátta. Við viljum horfa til framtíðar og byggja á samkennd, skilningi og samvinnu. Hvað varðar okkar helstu auðlynd – sjávarútveginn, þá vilja Píratar halda utan um ákveðna þætti meðal annars: Tryggja þarf nýliðun í fiskiðnaði. Allar veiðiheimildir verða að fara á markað og allur fiskur líka. Þá er opnað á jafnræði og nýliðun. Þetta er sáttaleið sem hægt er að sameinast um. Hér eru eignir ekki gerðar upptækar, né grundvöllur rekstarstarfsemi skertur, sé hann í lagi á annað borð. Heldur er veitt svigrúm fyrir nýliðun og auðvitað samkvæmt stefnu Pírata leyfi fyrir því að veiða vel í soðið með frjálsum handfæraveiðum um allt land. Þá geta núverandi útgerðamenn boðið í heimildirnar. Ættu þeir að vera fjársterkir til þess. Hafi þeir yfirskuldsett sig bera þeir ábyrgð á áhættu sækni sinni. En Ísland er eitt fárra landa sem hefur leyft að óveiddur fiskur sé kallaður til sem eign í bókhaldi og síðan tekin lán út á hann. Slíka hegðun í bókhaldsfærslum hefur verið vísað í sem heitt loft á eignarhliðinni af því hún þenur út verðmætamat fyrirtækis og ýtir undir yfirskuldsetningu miðað við rekstar forsendur. Þetta er í takt við gamalt orðatiltæki inúíta sem segir að ekki eigi að selja skynnið af birninum áður en hann er veiddur. Sinna þarf því að sjómenn hafi það gott og ekki sé um aftur för að ræða hvað varðar öryggi þeirra eða hvíldartíma. Heyrst hefur í sjálfum nútímanaum að menn séu farnir að hugsa til þess að brjóta vökulög. Sjómenn mega ekki upplifa það að útgerðin hafi á þeim heljartak, jafnvel þannig að þeir séu krafðir um að standa undir kosnaði útgerðarinnar án þess að fá eignarhlut. Eins viljum við að umhverfismálum sé vel sinnt. Meira um þetta allt fljótlega, fylgist með.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun