Sextugt er bara ekkert orðið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júlí 2016 11:45 Árni og Bryndís hafa lengi fylgst að og nú vinna þau saman að kynningu námsefnis í talþjálfun, meðal annars smáforritum bæði á íslensku og ensku. Mynd/Ozzo „Já, sumir telja þetta stórafmæli en sextugt er bara ekkert orðið, ég er að hugsa um að gera ekkert merkilegt úr því, halda bara upp á áttræðisafmælið, ef og þegar að því kemur,“ segir Árni Sigfússon stjórnsýslufræðingur og bendir á að tækni, lífskjör og aðstæður geri fólki kleift að lifa lengur en áður. Árni býr á Suðurnesjum þó hann sé ekki lengur bæjarstjóri og starfar nú með eiginkonunni Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi. „Við Bryndís fórum saman í Kennarakólann á sínum tíma og höfum alltaf haft áhuga á menntun og tækifærum til náms. Starf hennar að því að auka getu barna til að tjá sig hefur þróast í náms-og þjálfunarefni allskonar sem við erum að hjálpast að við að koma á framfæri. Ég hef líka verið að vinna með frumkvöðlum, aðallega hér á Suðurnesjum, að uppbyggingu fyrirtækja, veita þeim ráðgjöf og nýta þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað. Svo auðvitað sinni ég barnabörnunum, nú eru þau orðin fjögur, sumir segja að það sé ekkert, en miðað við hvað maður vandar sig við þetta þá tekur það sinn tíma. Þetta er skemmtilegt líf.“ Eftir kennaranámið fylgdust þau Árni og Bryndís að til Bandaríkjanna í nám, hún í talmeinafræði og hann í stjórnsýslufræði. „Hvorugt okkar fór svo í hefðbundna kennslu. En ég byrjaði samt ungur að kenna, var stundakennari í Vogaskóla fljótlega eftir að ég byrjaði í MH. Líkaði það vel, pabbi var kennari og afi skólastjóri svo þetta var í blóðinu.“ Eins og fram kom í upphafi hefur Árni ekki í hyggju að halda veglega upp á afmælið í dag. „En af því ég er Vestmannaeyingur og finnst alltaf Eyjar vera „heima“, hugleiddi ég aðeins að standa í hliðinu inn í Herjólfsdal og undrast hversu margir kæmu í afmælið mitt - en hvarf svo frá því! Þeir sem mæta á þjóðhátíð geta samt haft í huga að þeir séu að koma í afmælið mitt þó ég sé ekki á staðnum! Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Já, sumir telja þetta stórafmæli en sextugt er bara ekkert orðið, ég er að hugsa um að gera ekkert merkilegt úr því, halda bara upp á áttræðisafmælið, ef og þegar að því kemur,“ segir Árni Sigfússon stjórnsýslufræðingur og bendir á að tækni, lífskjör og aðstæður geri fólki kleift að lifa lengur en áður. Árni býr á Suðurnesjum þó hann sé ekki lengur bæjarstjóri og starfar nú með eiginkonunni Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðingi. „Við Bryndís fórum saman í Kennarakólann á sínum tíma og höfum alltaf haft áhuga á menntun og tækifærum til náms. Starf hennar að því að auka getu barna til að tjá sig hefur þróast í náms-og þjálfunarefni allskonar sem við erum að hjálpast að við að koma á framfæri. Ég hef líka verið að vinna með frumkvöðlum, aðallega hér á Suðurnesjum, að uppbyggingu fyrirtækja, veita þeim ráðgjöf og nýta þá reynslu og þekkingu sem ég hef safnað. Svo auðvitað sinni ég barnabörnunum, nú eru þau orðin fjögur, sumir segja að það sé ekkert, en miðað við hvað maður vandar sig við þetta þá tekur það sinn tíma. Þetta er skemmtilegt líf.“ Eftir kennaranámið fylgdust þau Árni og Bryndís að til Bandaríkjanna í nám, hún í talmeinafræði og hann í stjórnsýslufræði. „Hvorugt okkar fór svo í hefðbundna kennslu. En ég byrjaði samt ungur að kenna, var stundakennari í Vogaskóla fljótlega eftir að ég byrjaði í MH. Líkaði það vel, pabbi var kennari og afi skólastjóri svo þetta var í blóðinu.“ Eins og fram kom í upphafi hefur Árni ekki í hyggju að halda veglega upp á afmælið í dag. „En af því ég er Vestmannaeyingur og finnst alltaf Eyjar vera „heima“, hugleiddi ég aðeins að standa í hliðinu inn í Herjólfsdal og undrast hversu margir kæmu í afmælið mitt - en hvarf svo frá því! Þeir sem mæta á þjóðhátíð geta samt haft í huga að þeir séu að koma í afmælið mitt þó ég sé ekki á staðnum!
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira