Var með útlitið á heilanum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. júlí 2016 11:00 Maria Jimenez Pacifico er fyrirsæta í yfirstærð. Hún nýtir frægðina og sýnileikann til þess að berjast gegn einelti og staðalímyndum um líkamsstærð. fréttablaðið/stefán Hún er fyrirsæta í yfirstærð eða svokallað plus size model. Fyrirsætur í stærri stærðum hafa orðið meira áberandi í tískuheiminum undanfarið og sumir tala um miklar breytingar innan tískuheimsins í kjölfar þessa. Maria hefur sjálf setið fyrir í fjölmörgum tímaritum og auglýsingum. Núna fer hins vegar mest af tíma hennar í að berjast gegn einelti og staðalímyndum um líkamsstærð. Baráttuna byggir hún á eigin reynslu. Maria er fædd og uppalin í Kólumbíu en flutti til Íslands þegar hún var fjórtán ára gömul. Móðir hennar hafði þá tekið saman við íslenskan mann og María flutti með móður sinni til landsins. Það reyndist henni mikið gæfuspor. „Ég var rosalega óánægð með mig sem barn. Mér fannst ég ekki nægilega grönn og var byrjuð að þróa með mér búlimíu. Ég var lögð í einelti vegna stærðar minnar.“Þoldi ekki líkama sinn Maria byrjaði í Austurbæjarskóla þegar hún fluttist til Íslands og segir margt hafa breyst þá. Vel var tekið á móti henni og hún fann sig fljótt í íslensku samfélagi. „Mér fannst mikill munur að koma hingað vegna þess að hér voru allir opnari. Þetta er allt öðruvísi samfélag en var í Kólumbíu.“ Hún segist aldrei hafa verið neitt sérstaklega grönn. „Eða bara venjuleg, ég var ekki tággrönn, ég var bara eins og ég var en samkvæmt þessu venjulega þá var ég of stór,“ segir hún. Unglingsárin einkenndust af baráttu við það að reyna að verða grönn. Hún var með lotugræðgi og reyndi ýmislegt til að grennast.Maria hefur komið fram í fjölda fjölmiðla til að koma boðskapnum á framfæri.Vildi fullkominn líkama „Ég var með mikla búlimíu og þoldi ekki hvernig líkami minn leit út. Eftir að ég flutti til Íslands sigraðist ég á búlimíunni og byrjaði að starfa sem fyrirsæta. Ég var með algjörlega á heilanum hvernig ég leit út. Ég vildi fullkominn líkama í takt við kólumbíska staðla,“ segir hún og útskýrir að í Kólumbíu séu mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig konur eigi að líta út. „Ég borðaði nánast ekkert og því sem ég borðaði kastaði ég upp. Ég byrjaði að nota magabelti þegar ég var 11 ára. Mér leið eins og þræl fegurðarstaðla. Ég notaði lyf frá ellefu ára aldri til þess að verða ekki svöng og grennast. Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að hugsa um fegrunaraðgerðir sem ég gæti farið í. Þær eru mjög algengar í Kólumbíu.“ Hún segist vera fegin að hafa ekki látið verða af því að undirgangast slíkar aðgerðir. „Í dag get ég montað mig af því að vera alveg náttúruleg.“ Maria þurfti á hjálp sálfræðings að halda til þess að losna við þessar ranghugmyndir sem hún hafði um sjálfa sig og eigið útlit. „Ég var hjá sálfræðingi í fjögur ár. Það hjálpaði mér rosalega mikið að komast inn í íslenskt samfélag þar sem ég fékk virðingu og viðurkenningu. Það opnaði augu mín þannig að ég gat lifað í frelsi án þess að skammast mín fyrir útlit og þyngd.“Maria lifir nú frjáls og líður vel í eigin skinni.Appelsínuhúð og línur Maria segist hafa vaknað einn daginn þegar hún var 19 ára og litið í spegil. „Ég horfði á mig í speglinum og sá stóru brjóstin mín, mjaðmirnar og rassinn. Ég var með smá appelsínuhúð og línur. Mér brá að sjá hvað ég átti fallegan og heilbrigðan líkama. Síðan þá hef ég lifað frjáls og elskað að vera í eigin skinni. Það hefur gefið mér mikið sjálfstraust að taka líkama minn í sátt. Þá fékk ég kjark til að tala opinberlega um mína reynslu til að geta hjálpað öðrum sem hafa lent í svipuðum aðstæðum. Ég vil geta veitt fólki innblástur til þess að sinna innri fegurð sem er mikilvægari en ytri.“ Hún hefur ferðast um Kólumbíu og haldið fyrirlestra í skólum til þess að berjast gegn einelti og staðalímyndum um líkamsstærðir. Hún hefur einnig komið fram í mörgum stórum fjölmiðlum þar í landi til þess að koma boðskapnum á framfæri – og heldur úti herferðum á netinu, í útvarpi og í sjónvarpi í Norður- og Suður-Ameríku. „Ég held það sé mikilvægt,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta er auðvitað að breytast mikið og það eru að koma fleiri fyrirsætur í yfirstærðum. Í Kólumbíu eru miklar skoðanir á fólki í yfirstærð. Maður þarf að vera mjög grannur til þess að passa inn. Fólk fer í alls konar aðgerðir til að grenna sig og líta öðruvísi út. Ég vil að fólk fagni því að vera eins og það er. Ég vil ekki að ungar stelpur þjáist eins og ég gerði. Þess vegna vil ég vera sýnileg og koma þessu á framfæri og nýta sýnileikann sem fylgir fyrirsætustarfinu til að koma fram skilaboðum gegn einelti. Það þurfa að vera fjölbreyttar fyrirmyndir.“ Maria segir mikilvægt að fólk átti sig á því að heilbrigði skipti öllu máli. „Ég elska mig eins og ég er, það er númer 1, 2 og 3. Ég er heilbrigð, hreyfi mig mikið og borða hollt. Mér líður vel í eigin skinni en vandamálið er að það eru allt of margar konur sem eru það ekki. Ég horfi í spegilinn og er sátt við það sem ég sé en það var ekki þannig. Við erum öll mismunandi og það eiga ekki allir að reyna að vera tággrannir.“ Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Hún er fyrirsæta í yfirstærð eða svokallað plus size model. Fyrirsætur í stærri stærðum hafa orðið meira áberandi í tískuheiminum undanfarið og sumir tala um miklar breytingar innan tískuheimsins í kjölfar þessa. Maria hefur sjálf setið fyrir í fjölmörgum tímaritum og auglýsingum. Núna fer hins vegar mest af tíma hennar í að berjast gegn einelti og staðalímyndum um líkamsstærð. Baráttuna byggir hún á eigin reynslu. Maria er fædd og uppalin í Kólumbíu en flutti til Íslands þegar hún var fjórtán ára gömul. Móðir hennar hafði þá tekið saman við íslenskan mann og María flutti með móður sinni til landsins. Það reyndist henni mikið gæfuspor. „Ég var rosalega óánægð með mig sem barn. Mér fannst ég ekki nægilega grönn og var byrjuð að þróa með mér búlimíu. Ég var lögð í einelti vegna stærðar minnar.“Þoldi ekki líkama sinn Maria byrjaði í Austurbæjarskóla þegar hún fluttist til Íslands og segir margt hafa breyst þá. Vel var tekið á móti henni og hún fann sig fljótt í íslensku samfélagi. „Mér fannst mikill munur að koma hingað vegna þess að hér voru allir opnari. Þetta er allt öðruvísi samfélag en var í Kólumbíu.“ Hún segist aldrei hafa verið neitt sérstaklega grönn. „Eða bara venjuleg, ég var ekki tággrönn, ég var bara eins og ég var en samkvæmt þessu venjulega þá var ég of stór,“ segir hún. Unglingsárin einkenndust af baráttu við það að reyna að verða grönn. Hún var með lotugræðgi og reyndi ýmislegt til að grennast.Maria hefur komið fram í fjölda fjölmiðla til að koma boðskapnum á framfæri.Vildi fullkominn líkama „Ég var með mikla búlimíu og þoldi ekki hvernig líkami minn leit út. Eftir að ég flutti til Íslands sigraðist ég á búlimíunni og byrjaði að starfa sem fyrirsæta. Ég var með algjörlega á heilanum hvernig ég leit út. Ég vildi fullkominn líkama í takt við kólumbíska staðla,“ segir hún og útskýrir að í Kólumbíu séu mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig konur eigi að líta út. „Ég borðaði nánast ekkert og því sem ég borðaði kastaði ég upp. Ég byrjaði að nota magabelti þegar ég var 11 ára. Mér leið eins og þræl fegurðarstaðla. Ég notaði lyf frá ellefu ára aldri til þess að verða ekki svöng og grennast. Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að hugsa um fegrunaraðgerðir sem ég gæti farið í. Þær eru mjög algengar í Kólumbíu.“ Hún segist vera fegin að hafa ekki látið verða af því að undirgangast slíkar aðgerðir. „Í dag get ég montað mig af því að vera alveg náttúruleg.“ Maria þurfti á hjálp sálfræðings að halda til þess að losna við þessar ranghugmyndir sem hún hafði um sjálfa sig og eigið útlit. „Ég var hjá sálfræðingi í fjögur ár. Það hjálpaði mér rosalega mikið að komast inn í íslenskt samfélag þar sem ég fékk virðingu og viðurkenningu. Það opnaði augu mín þannig að ég gat lifað í frelsi án þess að skammast mín fyrir útlit og þyngd.“Maria lifir nú frjáls og líður vel í eigin skinni.Appelsínuhúð og línur Maria segist hafa vaknað einn daginn þegar hún var 19 ára og litið í spegil. „Ég horfði á mig í speglinum og sá stóru brjóstin mín, mjaðmirnar og rassinn. Ég var með smá appelsínuhúð og línur. Mér brá að sjá hvað ég átti fallegan og heilbrigðan líkama. Síðan þá hef ég lifað frjáls og elskað að vera í eigin skinni. Það hefur gefið mér mikið sjálfstraust að taka líkama minn í sátt. Þá fékk ég kjark til að tala opinberlega um mína reynslu til að geta hjálpað öðrum sem hafa lent í svipuðum aðstæðum. Ég vil geta veitt fólki innblástur til þess að sinna innri fegurð sem er mikilvægari en ytri.“ Hún hefur ferðast um Kólumbíu og haldið fyrirlestra í skólum til þess að berjast gegn einelti og staðalímyndum um líkamsstærðir. Hún hefur einnig komið fram í mörgum stórum fjölmiðlum þar í landi til þess að koma boðskapnum á framfæri – og heldur úti herferðum á netinu, í útvarpi og í sjónvarpi í Norður- og Suður-Ameríku. „Ég held það sé mikilvægt,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta er auðvitað að breytast mikið og það eru að koma fleiri fyrirsætur í yfirstærðum. Í Kólumbíu eru miklar skoðanir á fólki í yfirstærð. Maður þarf að vera mjög grannur til þess að passa inn. Fólk fer í alls konar aðgerðir til að grenna sig og líta öðruvísi út. Ég vil að fólk fagni því að vera eins og það er. Ég vil ekki að ungar stelpur þjáist eins og ég gerði. Þess vegna vil ég vera sýnileg og koma þessu á framfæri og nýta sýnileikann sem fylgir fyrirsætustarfinu til að koma fram skilaboðum gegn einelti. Það þurfa að vera fjölbreyttar fyrirmyndir.“ Maria segir mikilvægt að fólk átti sig á því að heilbrigði skipti öllu máli. „Ég elska mig eins og ég er, það er númer 1, 2 og 3. Ég er heilbrigð, hreyfi mig mikið og borða hollt. Mér líður vel í eigin skinni en vandamálið er að það eru allt of margar konur sem eru það ekki. Ég horfi í spegilinn og er sátt við það sem ég sé en það var ekki þannig. Við erum öll mismunandi og það eiga ekki allir að reyna að vera tággrannir.“
Mest lesið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Púlsinn 14.ágúst 2014 Harmageddon Aniston valin kynþokkafyllst Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Lambakjöts búrborgari Matur RIFF í Variety Bíó og sjónvarp Öfund og undirferli Bíó og sjónvarp Traustasti gjaldmiðillinn Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið