Leiddist óvænt út í sönginn Elín Albertsdóttir skrifar 20. júlí 2016 11:00 Elmar Gilbertsson er töffari sem syngur í óperum um alla Evrópu þessa dagana. Um helgina verður hann á Reykholtshátíð. MYND/VILHELM Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður sérstakur gestur Reykholtshátíðarinnar sem fram fer um helgina í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Elmar býr í Hollandi og ferðast um Evrópu og syngur í óperuhúsum. Árið 2014 var hann á ferðalagi 288 daga ársins. Elmar segist hlakka til helgarinnar. Þar flytji hann tónlist sem hann hefur mikið dálæti á. Hann hefur búið í Den Haag í Hollandi frá árinu 2007 þar sem hann hefur tekið þátt í óperusýningum. „Ég syng líka mikið í Frakklandi, Englandi, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrst var ég í minni hlutverkum en hef verið að spreyta mig á stærri hlutverkum undanfarið, má þar nefna hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto hjá óperuhúsinu í Maastricht í Hollandi. Ég mun síðan syngja með Íslensku óperunni í haust en þar fer ég með hlutvert Lenskys í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj,“ segir Elmar. „Ég er ekki á heimleið, hef það mikið af verkefnum í Evrópu þannig að ég kem bara í heimsókn hingað til lands,“ segir hann. „Mig langaði til að dvelja smá tíma hér heima á þessu ári, sérstaklega til að vera meira með dóttur minni, Alvildu Eyvöru, sem er tólf ára.“ Þess má geta að Elmar var valinn söngvari ársins á Grímunni fyrir hlutverk sitt Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar á þessu ári.ÁSTIR SKÁLDSINS Þetta er í fyrsta skipti sem Elmar kemur fram á Reykholtshátíð. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi, bauð mér að vera með en við unnum mikið saman í óperunni Ragnheiði og í fleiri verkum tengdum Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hafði lausan tíma og ákvað að slá til. Þetta verður skemmtilegt og afslappað. Við byrjum á föstudagskvöldið en þá syng ég einsöng með Reykholtskórnum. Síðan verða eftirmiðdagstónleikar á laugardeginum en um kvöldið verða einsöngstónleikar mínir. Þá mun ég flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fyrir hlé. Á eftir verðum við með úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum verða fluttar útsetningar fyrir píanótríó og söngrödd í útsetningu Þórðar Magnússonar,“ segir Elmar.SÖNGUR Í SKAGAFIRÐI Þegar Elmar er spurður hvort það sé óvenjulegt fyrir hann að syngja úti á landi, svarar hann því neitandi. „Ég er alinn upp í Búðardal og fer oft út á land og nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég söng með Karlakórnum Heimi í Skagafirði í lok apríl á Sæluvikutónleikum. Það var skemmtilegt því minnst var á að móðurafi minn hefði verið úr Flókadalnum í Fljótum. Félagarnir í kórnum röktu þarna ættartölu fyrir mig, sögðu mig kominn af manni sem kallaður var Sigurður söngur. Þegar hann hóf upp raust sína þá heyrðist það á milli sjö kirkna, mjög skemmtilegt að heyra þetta.“ Elmar útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2007 en hóf þá nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og síðan Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Elmar segir að söngnámið hafi verið óvænt hjá hinum og ekki skipulagt. Hann stundaði nám á Hvanneyri í Borgarfirði en síðan hafi leiðin legið til Reykjavíkur þar sem hann lærði rafeindavirkjun. „Ég var í karlakór á Hvanneyri og hélt síðan áfram í Mótettukórnum í borginni. Í framhaldinu tók ég söngtíma og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Elmar segist eiga marga vini og kunningja frá Hvanneyrarárum. „Ég vona að ég sjái kunnugleg andlit í Reykholti um helgina,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður sérstakur gestur Reykholtshátíðarinnar sem fram fer um helgina í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Elmar býr í Hollandi og ferðast um Evrópu og syngur í óperuhúsum. Árið 2014 var hann á ferðalagi 288 daga ársins. Elmar segist hlakka til helgarinnar. Þar flytji hann tónlist sem hann hefur mikið dálæti á. Hann hefur búið í Den Haag í Hollandi frá árinu 2007 þar sem hann hefur tekið þátt í óperusýningum. „Ég syng líka mikið í Frakklandi, Englandi, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrst var ég í minni hlutverkum en hef verið að spreyta mig á stærri hlutverkum undanfarið, má þar nefna hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto hjá óperuhúsinu í Maastricht í Hollandi. Ég mun síðan syngja með Íslensku óperunni í haust en þar fer ég með hlutvert Lenskys í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj,“ segir Elmar. „Ég er ekki á heimleið, hef það mikið af verkefnum í Evrópu þannig að ég kem bara í heimsókn hingað til lands,“ segir hann. „Mig langaði til að dvelja smá tíma hér heima á þessu ári, sérstaklega til að vera meira með dóttur minni, Alvildu Eyvöru, sem er tólf ára.“ Þess má geta að Elmar var valinn söngvari ársins á Grímunni fyrir hlutverk sitt Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar á þessu ári.ÁSTIR SKÁLDSINS Þetta er í fyrsta skipti sem Elmar kemur fram á Reykholtshátíð. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi, bauð mér að vera með en við unnum mikið saman í óperunni Ragnheiði og í fleiri verkum tengdum Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hafði lausan tíma og ákvað að slá til. Þetta verður skemmtilegt og afslappað. Við byrjum á föstudagskvöldið en þá syng ég einsöng með Reykholtskórnum. Síðan verða eftirmiðdagstónleikar á laugardeginum en um kvöldið verða einsöngstónleikar mínir. Þá mun ég flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fyrir hlé. Á eftir verðum við með úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum verða fluttar útsetningar fyrir píanótríó og söngrödd í útsetningu Þórðar Magnússonar,“ segir Elmar.SÖNGUR Í SKAGAFIRÐI Þegar Elmar er spurður hvort það sé óvenjulegt fyrir hann að syngja úti á landi, svarar hann því neitandi. „Ég er alinn upp í Búðardal og fer oft út á land og nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég söng með Karlakórnum Heimi í Skagafirði í lok apríl á Sæluvikutónleikum. Það var skemmtilegt því minnst var á að móðurafi minn hefði verið úr Flókadalnum í Fljótum. Félagarnir í kórnum röktu þarna ættartölu fyrir mig, sögðu mig kominn af manni sem kallaður var Sigurður söngur. Þegar hann hóf upp raust sína þá heyrðist það á milli sjö kirkna, mjög skemmtilegt að heyra þetta.“ Elmar útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2007 en hóf þá nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og síðan Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Elmar segir að söngnámið hafi verið óvænt hjá hinum og ekki skipulagt. Hann stundaði nám á Hvanneyri í Borgarfirði en síðan hafi leiðin legið til Reykjavíkur þar sem hann lærði rafeindavirkjun. „Ég var í karlakór á Hvanneyri og hélt síðan áfram í Mótettukórnum í borginni. Í framhaldinu tók ég söngtíma og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Elmar segist eiga marga vini og kunningja frá Hvanneyrarárum. „Ég vona að ég sjái kunnugleg andlit í Reykholti um helgina,“ segir hann fullur tilhlökkunar.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira