Leiddist óvænt út í sönginn Elín Albertsdóttir skrifar 20. júlí 2016 11:00 Elmar Gilbertsson er töffari sem syngur í óperum um alla Evrópu þessa dagana. Um helgina verður hann á Reykholtshátíð. MYND/VILHELM Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður sérstakur gestur Reykholtshátíðarinnar sem fram fer um helgina í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Elmar býr í Hollandi og ferðast um Evrópu og syngur í óperuhúsum. Árið 2014 var hann á ferðalagi 288 daga ársins. Elmar segist hlakka til helgarinnar. Þar flytji hann tónlist sem hann hefur mikið dálæti á. Hann hefur búið í Den Haag í Hollandi frá árinu 2007 þar sem hann hefur tekið þátt í óperusýningum. „Ég syng líka mikið í Frakklandi, Englandi, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrst var ég í minni hlutverkum en hef verið að spreyta mig á stærri hlutverkum undanfarið, má þar nefna hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto hjá óperuhúsinu í Maastricht í Hollandi. Ég mun síðan syngja með Íslensku óperunni í haust en þar fer ég með hlutvert Lenskys í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj,“ segir Elmar. „Ég er ekki á heimleið, hef það mikið af verkefnum í Evrópu þannig að ég kem bara í heimsókn hingað til lands,“ segir hann. „Mig langaði til að dvelja smá tíma hér heima á þessu ári, sérstaklega til að vera meira með dóttur minni, Alvildu Eyvöru, sem er tólf ára.“ Þess má geta að Elmar var valinn söngvari ársins á Grímunni fyrir hlutverk sitt Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar á þessu ári.ÁSTIR SKÁLDSINS Þetta er í fyrsta skipti sem Elmar kemur fram á Reykholtshátíð. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi, bauð mér að vera með en við unnum mikið saman í óperunni Ragnheiði og í fleiri verkum tengdum Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hafði lausan tíma og ákvað að slá til. Þetta verður skemmtilegt og afslappað. Við byrjum á föstudagskvöldið en þá syng ég einsöng með Reykholtskórnum. Síðan verða eftirmiðdagstónleikar á laugardeginum en um kvöldið verða einsöngstónleikar mínir. Þá mun ég flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fyrir hlé. Á eftir verðum við með úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum verða fluttar útsetningar fyrir píanótríó og söngrödd í útsetningu Þórðar Magnússonar,“ segir Elmar.SÖNGUR Í SKAGAFIRÐI Þegar Elmar er spurður hvort það sé óvenjulegt fyrir hann að syngja úti á landi, svarar hann því neitandi. „Ég er alinn upp í Búðardal og fer oft út á land og nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég söng með Karlakórnum Heimi í Skagafirði í lok apríl á Sæluvikutónleikum. Það var skemmtilegt því minnst var á að móðurafi minn hefði verið úr Flókadalnum í Fljótum. Félagarnir í kórnum röktu þarna ættartölu fyrir mig, sögðu mig kominn af manni sem kallaður var Sigurður söngur. Þegar hann hóf upp raust sína þá heyrðist það á milli sjö kirkna, mjög skemmtilegt að heyra þetta.“ Elmar útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2007 en hóf þá nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og síðan Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Elmar segir að söngnámið hafi verið óvænt hjá hinum og ekki skipulagt. Hann stundaði nám á Hvanneyri í Borgarfirði en síðan hafi leiðin legið til Reykjavíkur þar sem hann lærði rafeindavirkjun. „Ég var í karlakór á Hvanneyri og hélt síðan áfram í Mótettukórnum í borginni. Í framhaldinu tók ég söngtíma og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Elmar segist eiga marga vini og kunningja frá Hvanneyrarárum. „Ég vona að ég sjái kunnugleg andlit í Reykholti um helgina,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Sjá meira
Elmar Gilbertsson óperusöngvari verður sérstakur gestur Reykholtshátíðarinnar sem fram fer um helgina í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Elmar býr í Hollandi og ferðast um Evrópu og syngur í óperuhúsum. Árið 2014 var hann á ferðalagi 288 daga ársins. Elmar segist hlakka til helgarinnar. Þar flytji hann tónlist sem hann hefur mikið dálæti á. Hann hefur búið í Den Haag í Hollandi frá árinu 2007 þar sem hann hefur tekið þátt í óperusýningum. „Ég syng líka mikið í Frakklandi, Englandi, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrst var ég í minni hlutverkum en hef verið að spreyta mig á stærri hlutverkum undanfarið, má þar nefna hlutverk hertogans af Mantua í Rigoletto hjá óperuhúsinu í Maastricht í Hollandi. Ég mun síðan syngja með Íslensku óperunni í haust en þar fer ég með hlutvert Lenskys í Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj,“ segir Elmar. „Ég er ekki á heimleið, hef það mikið af verkefnum í Evrópu þannig að ég kem bara í heimsókn hingað til lands,“ segir hann. „Mig langaði til að dvelja smá tíma hér heima á þessu ári, sérstaklega til að vera meira með dóttur minni, Alvildu Eyvöru, sem er tólf ára.“ Þess má geta að Elmar var valinn söngvari ársins á Grímunni fyrir hlutverk sitt Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu Íslensku óperunnar á þessu ári.ÁSTIR SKÁLDSINS Þetta er í fyrsta skipti sem Elmar kemur fram á Reykholtshátíð. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi, bauð mér að vera með en við unnum mikið saman í óperunni Ragnheiði og í fleiri verkum tengdum Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég hafði lausan tíma og ákvað að slá til. Þetta verður skemmtilegt og afslappað. Við byrjum á föstudagskvöldið en þá syng ég einsöng með Reykholtskórnum. Síðan verða eftirmiðdagstónleikar á laugardeginum en um kvöldið verða einsöngstónleikar mínir. Þá mun ég flytja lagaflokkinn Ástir skáldsins eftir Robert Schumann við píanóundirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fyrir hlé. Á eftir verðum við með úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárns. Að lokum verða fluttar útsetningar fyrir píanótríó og söngrödd í útsetningu Þórðar Magnússonar,“ segir Elmar.SÖNGUR Í SKAGAFIRÐI Þegar Elmar er spurður hvort það sé óvenjulegt fyrir hann að syngja úti á landi, svarar hann því neitandi. „Ég er alinn upp í Búðardal og fer oft út á land og nýt þess að vera í íslenskri náttúru. Ég söng með Karlakórnum Heimi í Skagafirði í lok apríl á Sæluvikutónleikum. Það var skemmtilegt því minnst var á að móðurafi minn hefði verið úr Flókadalnum í Fljótum. Félagarnir í kórnum röktu þarna ættartölu fyrir mig, sögðu mig kominn af manni sem kallaður var Sigurður söngur. Þegar hann hóf upp raust sína þá heyrðist það á milli sjö kirkna, mjög skemmtilegt að heyra þetta.“ Elmar útskrifaðist frá Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2007 en hóf þá nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og síðan Konunglega tónlistarháskólann í Den Haag. Elmar segir að söngnámið hafi verið óvænt hjá hinum og ekki skipulagt. Hann stundaði nám á Hvanneyri í Borgarfirði en síðan hafi leiðin legið til Reykjavíkur þar sem hann lærði rafeindavirkjun. „Ég var í karlakór á Hvanneyri og hélt síðan áfram í Mótettukórnum í borginni. Í framhaldinu tók ég söngtíma og þá varð ekki aftur snúið,“ segir hann. Elmar segist eiga marga vini og kunningja frá Hvanneyrarárum. „Ég vona að ég sjái kunnugleg andlit í Reykholti um helgina,“ segir hann fullur tilhlökkunar.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Fleiri fréttir Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið