G! Festival í Færeyjum þar sem glæsileg tjöld fara í ruslið Jens Guð skrifar 20. júlí 2016 22:00 Heitu pottarnir á G!Festivalen. Mynd/Gréta Hauksdóttir G! Festival er stærsta árlega útirokkhátíðin í Færeyjum. Þetta árið fór hún fram núna um helgina. Á fjórða hundrað tónlistarmenn afgreiddu um sjötíu dagskráratriði á þremur sviðum í Götu á Austurey. Að venju komu þeir frá ýmsum löndum. Í ár frá Malí, Austurríki, Bandaríkjunum, Finnlandi, Ítalíu, Írlandi og Danmörku auk Færeyja og Íslands. Fulltrúi Íslands í ár var hljómsveitin Agent Fresco. Áður hafa spilað á G! Festivali meðal annarra Skálmöld, Hjálmar, Mugison, Enzími, Bloodgroup, Dr. Spock og margir fleiri. Uppruna G! Festivals má rekja til Kidda kanínu (einnig kenndur við Hljómalind). 2002 stóð hann fyrir yfirgripsmiklu átaki til að kynna færeyska tónlist á Íslandi. Hann skipulagði hljómleikaferðir færeyskra tónlistarmanna um Ísland. Hann bauð upp á færeyska hljómleika hvar sem því var við komið. Íslendingar tóku Tý (Ormurin langi), Eivöru, 200, Hanusi G., Kristian Blak og fleiri færeyskum tónlistarmönnum opnum örmum. Jón Týril, gítarleikari hljómsveitar Eivarar, Clickhaze, fékk innblástur: Að setja færeyska tónlist í fjölþjóðlegt samhengi með alvöru tónlistarhátíð í Færeyjum. Fram til þessa var það færeyskum tónlistarmönnum framandi hugsun að spila utan Færeyja. Haustið 2002 ýtti Jón Týril G! Festivali úr vör. Í ár hófst G! Festival að venju á rólegu nótunum á fimmtudegi; með lítt þekktum nöfnum. Þessi dagur er hugsaður sem upphitun fyrir fjölmennt starfslið. Þungi straumurinn liggur á hátíðina eftir vinnulok almennings á föstudeginum. Vandamálið var að flóðgáttir himins opnuðust um það leyti. Helliregn setti allt úr skorðum. Færeyingar eru vanari rigningu en flestir aðrir jarðarbúar. Hún er þó oftar mildur úði fremur en íslenskt skýfall. En nú var þetta alvöru rigning. Litla tæra lækjarsprænan sem rennur niður Suður-Götu breyttist í beljandi brúnt fljót er fossaði upp á bakka. Lát varð á straumi gesta inn á hátíðarsvæðið. Þegar upp var staðið urðu gestir ekki eins margir og undanfarin ár. Að sögn festivalsstjórans, Sigvarar Laksá, var heildarfjöldinn eitthvað á fimmta þúsund (að meðtöldum erlendu fjölmiðlafólki, skemmtikröftum, gæslu og öðrum starfsmönnum). Í góðu árferði er hann um og yfir sjö þúsund. Einstaka dagskrárlið var frestað til laugardags. Öðrum fannst rigningin góð. Margir drógu ponsjó-regnslá úr vasa sínum. Hápunktar dagsins voru færeyska víkingametalbandið Hamradun og malíska blússveitin Songhoy Blues. Framvörður Hamradun er Pól Arni sem hérlendis gerði garðinn frægan sem söngvari Týs 2002.Á laugardeginum var komið besta veður. Fimm heitir pottar höfðu aðdráttarafl á sandströndinni fyrir framan stærsta sviðið. Pottverjar hlupu af og til út í sjó til að kæla sig. Hvít sölutjöld settu sterkan svip á hátíðarsvæðið. Þar var á boðstólum allt frá drykkjarföngum og heitum mat til hljómplatna og bóka. Eivör er ekki einungis drottning í huga Íslendinga heldur líka Færeyinga. Slíkur var troðningur inn á áheyrendasvæðið hjá henni að gæslan þurfti að hleypa inn í hollum. Sumir klifruðu upp á nálæg hús og veggi til að losna við troðninginn og sjá betur yfir svæðið. Í lok hvers lags var ákaft klappað. Annika Hoydal á einnig harðsnúinn aðdáendahóp. Hún heillaði Íslendinga um 1970 með laginu „Ólavur Riddararós“ sem hún söng með Harkaliðinu. Eivör hefur nefnt Anniku sem sterkan áhrifavald sinn. Agent Fresco rak endahnút á dagskrána. Liðsmenn hljómsveitarinnar voru afar ánægðir með allt á hátíðinni. Fagmennska í fyrirrúmi hvar sem niður var borið. Ekki síður voru þeir ánægðir með hlýjar móttökur áheyrenda. Ýmsir þekktu músíkina og sungu með. Sigvör staðfesti að engin vandræðamál hefðu komið upp á hátíðinni, fremur en áður. Engin slagsmál. Engar nauðganir. Enginn þjófnaður. Engin skemmdarverk. Athygli vakti hvað svæðið var snyrtilegt. Það var ekki fyrr en undir lok dagskrár hvers dags sem bera fór á plastglösum og einnota matarbökkum á jörðinni. Gæsla var fjölmenn og áberandi, jákvæð og glaðsleg. Börn á öllum aldri röltu frjáls og ein síns liðs um svæðið fram yfir miðnætti. Á tjaldstæðinu í Götu mátti sjá fjölda glæsilegra og dýrra tjalda. Sum með gluggum og fortjaldi. Öll splunkuný. Færeyingar taka þau ekki heim með sér heldur henda þeim í stóran ruslagám. Aðspurðir hvers vegna var svarið: „Þau eru búin að gera sitt gagn.“ En hvað með að nota það aftur á næsta ári: „Og geyma þetta flykki einhversstaðar í heilt ár?“ Þetta er þeim annarlegt. Tvö óhöpp skyggðu á annars frábæra helgi. Annars vegar rúllaði Dani 150 metra niður fjallið fyrir ofan Götukleif (á milli Suður- og Norður-Götu). Hann slasaðist töluvert og dvelur á sjúkrahúsi. Hins vegar hrapaði ný-sjálenskur maður af færeyskum ættum niður hamraklett fyrir ofan Norður-Götu. Hann lést. Þessi slys tengjast á engan hátt G!Festivali. Þau urðu langt fyrir utan hátíðarsvæðið. Um var að ræða almenna ferðamenn. Jens Guð og Gréta Hauksdóttir sóttu G!Festival heim í ár og deila reynslu sinni hér að ofan. Að neðan má sjá myndasyrpu Grétu frá hátíðinni.Annika Hoydal, Ólavur Riddararós og hringdans áheyrenda.Mynd/Gréta HauksdóttirEivör Pálsdóttir var á meðal þeirra sem tróðu upp.Mynd/GRéta HauksdóttirMynd/Gréta HauksdóttirKiddi Kanína og félagar.Krakkar í flæðarmáli og tónleikar í bakgrunni.Mynd/Gréta HauksdóttirSakaris spilar á hátíðinni.Mynd/Gréta Hauksdóttir Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
G! Festival er stærsta árlega útirokkhátíðin í Færeyjum. Þetta árið fór hún fram núna um helgina. Á fjórða hundrað tónlistarmenn afgreiddu um sjötíu dagskráratriði á þremur sviðum í Götu á Austurey. Að venju komu þeir frá ýmsum löndum. Í ár frá Malí, Austurríki, Bandaríkjunum, Finnlandi, Ítalíu, Írlandi og Danmörku auk Færeyja og Íslands. Fulltrúi Íslands í ár var hljómsveitin Agent Fresco. Áður hafa spilað á G! Festivali meðal annarra Skálmöld, Hjálmar, Mugison, Enzími, Bloodgroup, Dr. Spock og margir fleiri. Uppruna G! Festivals má rekja til Kidda kanínu (einnig kenndur við Hljómalind). 2002 stóð hann fyrir yfirgripsmiklu átaki til að kynna færeyska tónlist á Íslandi. Hann skipulagði hljómleikaferðir færeyskra tónlistarmanna um Ísland. Hann bauð upp á færeyska hljómleika hvar sem því var við komið. Íslendingar tóku Tý (Ormurin langi), Eivöru, 200, Hanusi G., Kristian Blak og fleiri færeyskum tónlistarmönnum opnum örmum. Jón Týril, gítarleikari hljómsveitar Eivarar, Clickhaze, fékk innblástur: Að setja færeyska tónlist í fjölþjóðlegt samhengi með alvöru tónlistarhátíð í Færeyjum. Fram til þessa var það færeyskum tónlistarmönnum framandi hugsun að spila utan Færeyja. Haustið 2002 ýtti Jón Týril G! Festivali úr vör. Í ár hófst G! Festival að venju á rólegu nótunum á fimmtudegi; með lítt þekktum nöfnum. Þessi dagur er hugsaður sem upphitun fyrir fjölmennt starfslið. Þungi straumurinn liggur á hátíðina eftir vinnulok almennings á föstudeginum. Vandamálið var að flóðgáttir himins opnuðust um það leyti. Helliregn setti allt úr skorðum. Færeyingar eru vanari rigningu en flestir aðrir jarðarbúar. Hún er þó oftar mildur úði fremur en íslenskt skýfall. En nú var þetta alvöru rigning. Litla tæra lækjarsprænan sem rennur niður Suður-Götu breyttist í beljandi brúnt fljót er fossaði upp á bakka. Lát varð á straumi gesta inn á hátíðarsvæðið. Þegar upp var staðið urðu gestir ekki eins margir og undanfarin ár. Að sögn festivalsstjórans, Sigvarar Laksá, var heildarfjöldinn eitthvað á fimmta þúsund (að meðtöldum erlendu fjölmiðlafólki, skemmtikröftum, gæslu og öðrum starfsmönnum). Í góðu árferði er hann um og yfir sjö þúsund. Einstaka dagskrárlið var frestað til laugardags. Öðrum fannst rigningin góð. Margir drógu ponsjó-regnslá úr vasa sínum. Hápunktar dagsins voru færeyska víkingametalbandið Hamradun og malíska blússveitin Songhoy Blues. Framvörður Hamradun er Pól Arni sem hérlendis gerði garðinn frægan sem söngvari Týs 2002.Á laugardeginum var komið besta veður. Fimm heitir pottar höfðu aðdráttarafl á sandströndinni fyrir framan stærsta sviðið. Pottverjar hlupu af og til út í sjó til að kæla sig. Hvít sölutjöld settu sterkan svip á hátíðarsvæðið. Þar var á boðstólum allt frá drykkjarföngum og heitum mat til hljómplatna og bóka. Eivör er ekki einungis drottning í huga Íslendinga heldur líka Færeyinga. Slíkur var troðningur inn á áheyrendasvæðið hjá henni að gæslan þurfti að hleypa inn í hollum. Sumir klifruðu upp á nálæg hús og veggi til að losna við troðninginn og sjá betur yfir svæðið. Í lok hvers lags var ákaft klappað. Annika Hoydal á einnig harðsnúinn aðdáendahóp. Hún heillaði Íslendinga um 1970 með laginu „Ólavur Riddararós“ sem hún söng með Harkaliðinu. Eivör hefur nefnt Anniku sem sterkan áhrifavald sinn. Agent Fresco rak endahnút á dagskrána. Liðsmenn hljómsveitarinnar voru afar ánægðir með allt á hátíðinni. Fagmennska í fyrirrúmi hvar sem niður var borið. Ekki síður voru þeir ánægðir með hlýjar móttökur áheyrenda. Ýmsir þekktu músíkina og sungu með. Sigvör staðfesti að engin vandræðamál hefðu komið upp á hátíðinni, fremur en áður. Engin slagsmál. Engar nauðganir. Enginn þjófnaður. Engin skemmdarverk. Athygli vakti hvað svæðið var snyrtilegt. Það var ekki fyrr en undir lok dagskrár hvers dags sem bera fór á plastglösum og einnota matarbökkum á jörðinni. Gæsla var fjölmenn og áberandi, jákvæð og glaðsleg. Börn á öllum aldri röltu frjáls og ein síns liðs um svæðið fram yfir miðnætti. Á tjaldstæðinu í Götu mátti sjá fjölda glæsilegra og dýrra tjalda. Sum með gluggum og fortjaldi. Öll splunkuný. Færeyingar taka þau ekki heim með sér heldur henda þeim í stóran ruslagám. Aðspurðir hvers vegna var svarið: „Þau eru búin að gera sitt gagn.“ En hvað með að nota það aftur á næsta ári: „Og geyma þetta flykki einhversstaðar í heilt ár?“ Þetta er þeim annarlegt. Tvö óhöpp skyggðu á annars frábæra helgi. Annars vegar rúllaði Dani 150 metra niður fjallið fyrir ofan Götukleif (á milli Suður- og Norður-Götu). Hann slasaðist töluvert og dvelur á sjúkrahúsi. Hins vegar hrapaði ný-sjálenskur maður af færeyskum ættum niður hamraklett fyrir ofan Norður-Götu. Hann lést. Þessi slys tengjast á engan hátt G!Festivali. Þau urðu langt fyrir utan hátíðarsvæðið. Um var að ræða almenna ferðamenn. Jens Guð og Gréta Hauksdóttir sóttu G!Festival heim í ár og deila reynslu sinni hér að ofan. Að neðan má sjá myndasyrpu Grétu frá hátíðinni.Annika Hoydal, Ólavur Riddararós og hringdans áheyrenda.Mynd/Gréta HauksdóttirEivör Pálsdóttir var á meðal þeirra sem tróðu upp.Mynd/GRéta HauksdóttirMynd/Gréta HauksdóttirKiddi Kanína og félagar.Krakkar í flæðarmáli og tónleikar í bakgrunni.Mynd/Gréta HauksdóttirSakaris spilar á hátíðinni.Mynd/Gréta Hauksdóttir
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira