Allir kátir á Klambratúni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2016 10:00 Það verður alls konar við að vera á Klambratúni í dag. Hér má sjá skipuleggjendur hátíðarinnar, þær Valdísi og Jónu ásamt börnum sínum. Vísir/Eyþór Á morgun verður heldur betur stuð og stemning á Klambratúni þegar barnahátíðin Kátt á Klambra fer fram en sannkölluð karnival stemning mun ríkja og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir börn og fullorðna. „Hugmyndin kviknaði á tónlistarhátíðinni Secret Solstice árið 2015. Á sunnudeginum var sól, reggí- og íslenskar hiphop hljómsveitir. Ég fór með litlu stelpuna mína sem var ekki orðin tveggja ára og hún skemmti sér konunglega. Ég hitti vini mína sem voru með börnin sín líka og það myndaðist einhver svona fjölskyldustemning ef ekki hefði verið fyrir áfengið og sígaretturnar,“ segir Jóna Elísabet Ottesen sem skipuleggur hátíðina ásamt Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur. Jóna segir undirbúninginn hafa gengið stórvel og þær Valdís fundið fyrir því að stemning væri fyrir hátíð á borð við þessa, þar sem öll fjölskyldan gæti skemmt sér saman og fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fór líka að hugsa um þessi grænu svæði sem eru í borginni og hvað það væri oft hægt að nýta þau betur. Og einmitt þessi hugmynd að barnaskemmtanir þurfi ekki alltaf að vera þannig að íþróttaálfurinn mæti, hoppukastalar, ís og einhver tryllingur heldur að það sé líka hátíð þar sem foreldrarnir geta notið sín saman, hitt aðra foreldra og börnin þeirra þannig að þetta snúist ekki bara um að troða ís í börnin, hoppa aðeins og fara svo heim,“ segir Jóna en fjölbreytt dagskrá verður á morgun. Meðal þess sem í boði verður á morgun er barnajóga, hiphop danssýning, barnadiskó, Frikki Dór og barnadiskó. Auk skemmtidagskráarinnar verða ýmsar uppákomur á svæðinu. Til dæmis húllafjör, tattúbás, tombólumarkaður, sögustund og listasmiðjur á Kjarvalsstöðum. Þeir sem verða svangir geta keypt ýmsar veitingar á svæðinu. Dagskráin hefst klukkan 14.00 og stendur til klukkan 17.00. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Kátt á Klambra. Mest lesið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Á morgun verður heldur betur stuð og stemning á Klambratúni þegar barnahátíðin Kátt á Klambra fer fram en sannkölluð karnival stemning mun ríkja og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir börn og fullorðna. „Hugmyndin kviknaði á tónlistarhátíðinni Secret Solstice árið 2015. Á sunnudeginum var sól, reggí- og íslenskar hiphop hljómsveitir. Ég fór með litlu stelpuna mína sem var ekki orðin tveggja ára og hún skemmti sér konunglega. Ég hitti vini mína sem voru með börnin sín líka og það myndaðist einhver svona fjölskyldustemning ef ekki hefði verið fyrir áfengið og sígaretturnar,“ segir Jóna Elísabet Ottesen sem skipuleggur hátíðina ásamt Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur. Jóna segir undirbúninginn hafa gengið stórvel og þær Valdís fundið fyrir því að stemning væri fyrir hátíð á borð við þessa, þar sem öll fjölskyldan gæti skemmt sér saman og fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fór líka að hugsa um þessi grænu svæði sem eru í borginni og hvað það væri oft hægt að nýta þau betur. Og einmitt þessi hugmynd að barnaskemmtanir þurfi ekki alltaf að vera þannig að íþróttaálfurinn mæti, hoppukastalar, ís og einhver tryllingur heldur að það sé líka hátíð þar sem foreldrarnir geta notið sín saman, hitt aðra foreldra og börnin þeirra þannig að þetta snúist ekki bara um að troða ís í börnin, hoppa aðeins og fara svo heim,“ segir Jóna en fjölbreytt dagskrá verður á morgun. Meðal þess sem í boði verður á morgun er barnajóga, hiphop danssýning, barnadiskó, Frikki Dór og barnadiskó. Auk skemmtidagskráarinnar verða ýmsar uppákomur á svæðinu. Til dæmis húllafjör, tattúbás, tombólumarkaður, sögustund og listasmiðjur á Kjarvalsstöðum. Þeir sem verða svangir geta keypt ýmsar veitingar á svæðinu. Dagskráin hefst klukkan 14.00 og stendur til klukkan 17.00. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Kátt á Klambra.
Mest lesið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið