Lamborghini dregur geitur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 09:43 Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan. Bílar video Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent
Margir bílar eru hentugir til dráttar aftanívagna en Lamborghini Murcielago er líklega ekki einn þeirra. Það hindraði ekki bónda einn í Ástralíu til að nota Lamborghini bíl sinn til dráttar á kerru fulla af geitum á milli staða. Bíllinn ætti að hafa nægt afl til dráttar ekki stærri kerru en þetta, en hann er með 572 hestöfl undir vélarhlífinni sem koma frá 6,2 lítra V-12 vél. Auk þess er bíllinn fjórhjóladrifinn svo veggripið ætti einnig að vera nægt. Þetta ætti að duga til að gefa geitunum skemmtilegan ökutúr, en það eru ekki margar geitur heimsins sem fá eins virðulegan farskjóta til að skutla sér á milli staða. Geiturnar virðast njóta ökuferðarinnar og liggja sultuslakar á kerrunni í brakandi sólinni í Ástralíu. Sjá má ökuferð þeirra hér að ofan.
Bílar video Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent