Hættulega rómantísk Elín Albertsdóttir skrifar 29. júlí 2016 10:30 Það er margt á döfinni hjá Bryndísi á næstu vikum. Um aðra helgi verður hún á vörubílspalli í gleðigöngunni. MYND/HANNA Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona, nýtur sumarsins með börnum sínum þessa dagana áður en vinnutörnin byrjar hjá henni að nýju. Á mánudag ætlar hún að fylgja hlustendum Bylgjunnar heim úr verslunarmannahelgarfjörinu. Bryndís segist ætla að vera í rólegheitum um helgina. „Framundan er mikill undirbúningur fyrir Gleðigönguna og síðan hef ég verið að heiðra minningu Amy Winehouse auk þess sem ég mun koma fram á Blómstrandi dögum í Hveragerði helgina 12. til 14. ágúst. Ég hef ákveðið að einbeita mér að þessu öllu og taka það rólega þessa helgi, enda á veðrið að vera gott í borginni. Við getum því farið með nesti á ströndina í Nauthólsvík,“ segir Bryndís.Bryndís með börnunum sínum þremur.Gleði í loftinu Þá mun hún syngja á palli vörubíls í gleðigöngunni í skemmtilegum búningi sem enn er leyndarmál hvernig verður. „Ég verð líka á opnun hátíðarinnar í Hörpu þar sem ég ætla að flytja nokkur vel valin lög. Þar utan verð ég með Búðabandinu á Kíkí bar föstudaginn 5. ágúst. Búðabandið hefur verið starfrækt í næstum átján ár,“ segir Bryndís en upphaflega var það stofnað á hótel Búðum á Snæfellsnesi. Með Bryndísi eru þau Franz Gunnarsson og Þórdís Claessen. „Við komum fram á hinsegin dögum í fyrra og hitteðfyrra og flytjum ljúf ástarlög. Við köllum tónleikana Hinsegin ást. Það er ofboðslega gaman að taka þátt í hinsegin dögum vegna allrar gleðinnar sem liggur í loftinu.“ Bryndís hefur haldið nokkra tónleika til heiðurs Amy Winehouse. Þeir hafa verið einstaklega vel heppnaðir og þess vegna ætlar hún að vera með tvenna í viðbót. Fyrri tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri 2.?september og þeir seinni í Gamla bíói 3.?september. Tíu manna einvalalið hljóðfæraleikara verður með henni á tónleikunum. „Þetta eru ekki bara tónleikar heldur segi ég líka sögu Amy sem lést langt fyrir aldur fram. Mér finnst að heimildarmyndina um hana eigi að sýna í öllum skólum sem forvarnarverkefni vegna þess að myndin sýnir hræðilegar afleiðingar fíkniefnaneyslu,“ segir Bryndís.Eflir þjónustulund Það er fleira að gerast hjá söngkonunni. Hún starfaði lengi sem þjónn á yngri árum og hefur mikinn áhuga á veitingahúsamenningunni. „Ég hef verið að setja saman námskeið fyrir veitingastaði. Þau eru ætluð til að hrista starfsmenn saman en ekki síður til að efla þjónustulund, kurteislega framkomu og sölumennsku. Við eigum mikið af frábærum veitingahúsum en stundum vantar eitthvað upp á faglega þjónustu. Ég hef þegar haldið námskeið á nokkrum stöðum með frábærum árangri og hef metnað til að vinna enn frekar í þessu. Þetta hentar mér mjög vel sem leikkonu en þess utan hef ég unun af því að fara út að borða. Það er ákveðin kúnst að vera góður þjónn,“ segir Bryndís. Hún er öflugur matgæðingur og hefur gaman af því að elda góðan mat. „Ég nota ekki hefðbundnar uppskriftir heldur finnst mér mjög gaman að þróa mínar eigin. Mér finnst líka gaman að bjóða fólki í mat og er alveg til í að prófa eitthvað nýtt.“Í gleðigöngunni í fyrra.Engar afsakanir Bryndís hjólar og syndir en viðurkennir þó að hafa verið löt í sumar. „Þegar maður leyfir sér leti finn ég virkilega fyrir því hvað hreyfingin er góð. Hreyfing á að vera partur af lífinu hvern einasta dag. Maður á að gefa sér tíma fyrir hreyfingu þótt það sé erfitt að koma sér í gang eftir hlé. Endalausar afsakanir eru ekki í boði,“ segir hún. „Ég hef samt notið sumarsins ótrúlega vel með börnunum mínum. Það er voða gott að taka sér frí og njóta þess. Þegar skólinn byrjar aftur fer rútínan í gang með tilheyrandi stressi og þá er gott að hafa tekið sér smá frí. Það er vel hægt að gera eitthvað skemmtilegt þótt maður sé ekki á ferðalögum. Ég er ekki mikið fyrir útilegur. Samt er ég svolítil öfgamanneskja og aldrei að vita upp á hverju ég á eftir að taka,“ segir hún og hlær.Rómantík og rokk Bryndís ætlar hins vegar að passa vel upp á hlustendur Bylgjunnar sem eru að koma úr útilegum á mánudaginn. „Ég brýni auðvitað fyrir fólki að fara varlega í umferðinni um leið og ég spila rómantíska og notalega músík. Það eru mörg hjörtu sem slá í takt um verslunarmannahelgina. Ég er hættulega rómantísk þótt ég sé líka rokkari,“ viðurkennir Bryndís sem er einhleyp um þessar mundir. „Nei, það er enginn karlmaður í lífi mínu,“ segir hún aðspurð. „Og ég er ekkert að leita,“ bætir hún við hlæjandi.Á sviði í hlutverki Tinu Turner.Bryndís er töluvert beðin um veislustjórn enda hress og kát. Þess utan er hún oft með uppistand í veislum, árshátíðum, brúðkaupum og afmælum. „Ég hef verið með Tinu Turner uppistand sem hefur verið vinsælt. Lögin hennar eru líka alveg frábær og það byrja allir að tjútta þegar þau hljóma.“ Bryndís útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 2006 og síðan hefur hún bæði leikið og sungið. Hún hefur sérstakt dálæti á söngkonum og hefur verið í hlutverki Janis Joplin, Tinu og nú Amy. Þá hefur hún verið með í nokkrum stórsýningum, meðal annars Rolling Stones með Helga Björns, Rocky Horror og Nínu og Geira með Björgvin Halldórssyni svo eitthvað sér nefnt. Þá fór hún með eitt hlutverkanna í Fangavaktinni sem sýnd var á Stöð 2.Atriði úr sýningunni Tina Turner í Hörpu.Konur og hátíðir Nokkur umræða skapaðist fyrir stuttu um karlaveldi á stórhátíðum um verslunarmannahelgina. Bryndís tekur undir það. „Þessi umræða er mjög góð. Hins vegar finnst mér að við stelpurnar mættum alveg láta meira á okkur bera. Með Búðabandinu á góðri stundu.Ég held að það sé ekki viljandi verið að ráða tónlistarmenn af karlkyni heldur miklu frekar ákveðið hugsunarleysi. Það eru margar konur að gera frábæra hluti á tónlistarsviðinu en þær mættu gjarnan láta meira í sér heyra og bjóða sig fram. Ég fagna umræðunni, hún fær mann til að hugsa um þessi mál,“ segir Bryndís sem var ein þeirra sem komu fram á Fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Bryndís Ásmundsdóttir, söng- og leikkona, nýtur sumarsins með börnum sínum þessa dagana áður en vinnutörnin byrjar hjá henni að nýju. Á mánudag ætlar hún að fylgja hlustendum Bylgjunnar heim úr verslunarmannahelgarfjörinu. Bryndís segist ætla að vera í rólegheitum um helgina. „Framundan er mikill undirbúningur fyrir Gleðigönguna og síðan hef ég verið að heiðra minningu Amy Winehouse auk þess sem ég mun koma fram á Blómstrandi dögum í Hveragerði helgina 12. til 14. ágúst. Ég hef ákveðið að einbeita mér að þessu öllu og taka það rólega þessa helgi, enda á veðrið að vera gott í borginni. Við getum því farið með nesti á ströndina í Nauthólsvík,“ segir Bryndís.Bryndís með börnunum sínum þremur.Gleði í loftinu Þá mun hún syngja á palli vörubíls í gleðigöngunni í skemmtilegum búningi sem enn er leyndarmál hvernig verður. „Ég verð líka á opnun hátíðarinnar í Hörpu þar sem ég ætla að flytja nokkur vel valin lög. Þar utan verð ég með Búðabandinu á Kíkí bar föstudaginn 5. ágúst. Búðabandið hefur verið starfrækt í næstum átján ár,“ segir Bryndís en upphaflega var það stofnað á hótel Búðum á Snæfellsnesi. Með Bryndísi eru þau Franz Gunnarsson og Þórdís Claessen. „Við komum fram á hinsegin dögum í fyrra og hitteðfyrra og flytjum ljúf ástarlög. Við köllum tónleikana Hinsegin ást. Það er ofboðslega gaman að taka þátt í hinsegin dögum vegna allrar gleðinnar sem liggur í loftinu.“ Bryndís hefur haldið nokkra tónleika til heiðurs Amy Winehouse. Þeir hafa verið einstaklega vel heppnaðir og þess vegna ætlar hún að vera með tvenna í viðbót. Fyrri tónleikarnir verða á Græna hattinum á Akureyri 2.?september og þeir seinni í Gamla bíói 3.?september. Tíu manna einvalalið hljóðfæraleikara verður með henni á tónleikunum. „Þetta eru ekki bara tónleikar heldur segi ég líka sögu Amy sem lést langt fyrir aldur fram. Mér finnst að heimildarmyndina um hana eigi að sýna í öllum skólum sem forvarnarverkefni vegna þess að myndin sýnir hræðilegar afleiðingar fíkniefnaneyslu,“ segir Bryndís.Eflir þjónustulund Það er fleira að gerast hjá söngkonunni. Hún starfaði lengi sem þjónn á yngri árum og hefur mikinn áhuga á veitingahúsamenningunni. „Ég hef verið að setja saman námskeið fyrir veitingastaði. Þau eru ætluð til að hrista starfsmenn saman en ekki síður til að efla þjónustulund, kurteislega framkomu og sölumennsku. Við eigum mikið af frábærum veitingahúsum en stundum vantar eitthvað upp á faglega þjónustu. Ég hef þegar haldið námskeið á nokkrum stöðum með frábærum árangri og hef metnað til að vinna enn frekar í þessu. Þetta hentar mér mjög vel sem leikkonu en þess utan hef ég unun af því að fara út að borða. Það er ákveðin kúnst að vera góður þjónn,“ segir Bryndís. Hún er öflugur matgæðingur og hefur gaman af því að elda góðan mat. „Ég nota ekki hefðbundnar uppskriftir heldur finnst mér mjög gaman að þróa mínar eigin. Mér finnst líka gaman að bjóða fólki í mat og er alveg til í að prófa eitthvað nýtt.“Í gleðigöngunni í fyrra.Engar afsakanir Bryndís hjólar og syndir en viðurkennir þó að hafa verið löt í sumar. „Þegar maður leyfir sér leti finn ég virkilega fyrir því hvað hreyfingin er góð. Hreyfing á að vera partur af lífinu hvern einasta dag. Maður á að gefa sér tíma fyrir hreyfingu þótt það sé erfitt að koma sér í gang eftir hlé. Endalausar afsakanir eru ekki í boði,“ segir hún. „Ég hef samt notið sumarsins ótrúlega vel með börnunum mínum. Það er voða gott að taka sér frí og njóta þess. Þegar skólinn byrjar aftur fer rútínan í gang með tilheyrandi stressi og þá er gott að hafa tekið sér smá frí. Það er vel hægt að gera eitthvað skemmtilegt þótt maður sé ekki á ferðalögum. Ég er ekki mikið fyrir útilegur. Samt er ég svolítil öfgamanneskja og aldrei að vita upp á hverju ég á eftir að taka,“ segir hún og hlær.Rómantík og rokk Bryndís ætlar hins vegar að passa vel upp á hlustendur Bylgjunnar sem eru að koma úr útilegum á mánudaginn. „Ég brýni auðvitað fyrir fólki að fara varlega í umferðinni um leið og ég spila rómantíska og notalega músík. Það eru mörg hjörtu sem slá í takt um verslunarmannahelgina. Ég er hættulega rómantísk þótt ég sé líka rokkari,“ viðurkennir Bryndís sem er einhleyp um þessar mundir. „Nei, það er enginn karlmaður í lífi mínu,“ segir hún aðspurð. „Og ég er ekkert að leita,“ bætir hún við hlæjandi.Á sviði í hlutverki Tinu Turner.Bryndís er töluvert beðin um veislustjórn enda hress og kát. Þess utan er hún oft með uppistand í veislum, árshátíðum, brúðkaupum og afmælum. „Ég hef verið með Tinu Turner uppistand sem hefur verið vinsælt. Lögin hennar eru líka alveg frábær og það byrja allir að tjútta þegar þau hljóma.“ Bryndís útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 2006 og síðan hefur hún bæði leikið og sungið. Hún hefur sérstakt dálæti á söngkonum og hefur verið í hlutverki Janis Joplin, Tinu og nú Amy. Þá hefur hún verið með í nokkrum stórsýningum, meðal annars Rolling Stones með Helga Björns, Rocky Horror og Nínu og Geira með Björgvin Halldórssyni svo eitthvað sér nefnt. Þá fór hún með eitt hlutverkanna í Fangavaktinni sem sýnd var á Stöð 2.Atriði úr sýningunni Tina Turner í Hörpu.Konur og hátíðir Nokkur umræða skapaðist fyrir stuttu um karlaveldi á stórhátíðum um verslunarmannahelgina. Bryndís tekur undir það. „Þessi umræða er mjög góð. Hins vegar finnst mér að við stelpurnar mættum alveg láta meira á okkur bera. Með Búðabandinu á góðri stundu.Ég held að það sé ekki viljandi verið að ráða tónlistarmenn af karlkyni heldur miklu frekar ákveðið hugsunarleysi. Það eru margar konur að gera frábæra hluti á tónlistarsviðinu en þær mættu gjarnan láta meira í sér heyra og bjóða sig fram. Ég fagna umræðunni, hún fær mann til að hugsa um þessi mál,“ segir Bryndís sem var ein þeirra sem komu fram á Fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira