Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2016 20:00 Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. Stöðin er hluti alþjóðasamstarfs vísindarannsókna á norðurslóðum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Jónínu Sigríði Þorláksdóttur, verkefnisstjóra Rannsóknastöðvarinnar Rifs. Rannsóknastöðin Rif byrjaði sem hugmynd til að treysta byggð á Raufarhöfn, en vísindamönnum býðst umhverfi til náttúrufarsrannsókna á Sléttu og vinnuaðstaða og gisting í Hreiðrinu.Raufarhöfn og nágrenni er rannsóknarvettvangurinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fyrsta alvöru sumarið var í fyrra. Starfsemin virðist ætla að aukast mjög mikið milli ára núna, sem ég er mjög ánægð með,“ segir Jónína. -Er þetta að virka? „Þetta virðist vera að virka. Það virðist bara að um leið og þú ert kominn með einhvern svona vettvang og aðstöðu, þá virðist fólk sækja í þetta. Þú þarf bara að skapa smá jarðveg, - allavega þá er búin að vera mjög mikil aukning á umsóknum og starfsemi á milli ára, bara frá því í fyrra.“ Rannsóknastöðin hefur eyðijörðina Rif til umráða sem er sú nyrsta á landinu fyrir utan Grímsey. „Við erum náttúrlega bara mjög stutt frá norðurpólnum, bara héðan“ segir Jónína og hlær.Frá Skinnalóni á Sléttu, sem er á milli Rifstanga og Raufarhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Rif er orðinn hluti alþjóðasamstarfs á norðurslóðum, þar sem flest snýst um loftlagsbreytingar. „Það eru 77 rannsóknastöðvar allt í kringum norðurpólinn sem eru hluti af þessu samstarfi. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur, af því að þá er þetta samstarf við þessar stöðvar. Vísindamenn geta þá komið á svæðin og gert samanburðarrannsóknir. Þetta hefur svo mikið gildi fyrir alþjóðasamfélagið að fá svona heildræna vöktun og heildræna sýn á hvað ert að gerast í sambandi við loftlagsbreytingar og slíkt.“ Öll Melrakkaslétta er í raun rannsóknarvettvangur fyrir doktors- og meistarnema í líffræði en jafnframt hafa ýmsar stofnanir hafið gróður- og fuglavöktun.Rannsóknarstöðin Rif er í samstarfi við gistiheimilið Hreiðrið og er með vinnustofur á fyrstu hæð hússins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar við ræddum við Jónínu var von á alþjóðlegum háskólahópi til nokkurra daga dvalar. Hópurinn er á sumarnámskeiði í örveruvistfræði norðurslóða; 30 nemendur og 16 kennarar og starfsmenn með, frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kólumbíu og Íslandi. Gistiheimilið dugar ekki, grunnskólann þarf líka undir svo stóran hóp. Sjálf er Jónína frá Svalbarði í Þistilfirði, líffræðingur að mennt með meistaragráðu í umhverfis - og auðlindafræði. „Ég bjóst nú ekki við að geta komið aftur á svæðið og fengið vinnu við það sem ég var búin að læra. Þetta var fátt um fína drætti þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt tækifæri fyrir mig,“ segir Jónína Sigríður Þorláksdóttir, líffræðingur og verkefnisstjóri Rannsóknastöðvarinnar Rifs.Frá Raufarhöfn. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og byggð árið 1928.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Vísindi norðurslóða styrkt Ríkisstjórn Íslands ætlar að veita fé til reksturs Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar til næstu fimm ára. 19. febrúar 2016 07:00 Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Ólafur Ragnar er gestur á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem hófst í Singapúr í dag. 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Skrifstofa Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar flyst til Akureyrar Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. 15. mars 2016 15:02 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Eitt af því sem hefur haft mest áhrif á Hollande síðustu ár Forseti Frakklands og íslenskur starfsbróðir hans heimsóttu Sólheimajökul í dag. 16. október 2015 22:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. Stöðin er hluti alþjóðasamstarfs vísindarannsókna á norðurslóðum. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, var rætt við Jónínu Sigríði Þorláksdóttur, verkefnisstjóra Rannsóknastöðvarinnar Rifs. Rannsóknastöðin Rif byrjaði sem hugmynd til að treysta byggð á Raufarhöfn, en vísindamönnum býðst umhverfi til náttúrufarsrannsókna á Sléttu og vinnuaðstaða og gisting í Hreiðrinu.Raufarhöfn og nágrenni er rannsóknarvettvangurinn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fyrsta alvöru sumarið var í fyrra. Starfsemin virðist ætla að aukast mjög mikið milli ára núna, sem ég er mjög ánægð með,“ segir Jónína. -Er þetta að virka? „Þetta virðist vera að virka. Það virðist bara að um leið og þú ert kominn með einhvern svona vettvang og aðstöðu, þá virðist fólk sækja í þetta. Þú þarf bara að skapa smá jarðveg, - allavega þá er búin að vera mjög mikil aukning á umsóknum og starfsemi á milli ára, bara frá því í fyrra.“ Rannsóknastöðin hefur eyðijörðina Rif til umráða sem er sú nyrsta á landinu fyrir utan Grímsey. „Við erum náttúrlega bara mjög stutt frá norðurpólnum, bara héðan“ segir Jónína og hlær.Frá Skinnalóni á Sléttu, sem er á milli Rifstanga og Raufarhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Rif er orðinn hluti alþjóðasamstarfs á norðurslóðum, þar sem flest snýst um loftlagsbreytingar. „Það eru 77 rannsóknastöðvar allt í kringum norðurpólinn sem eru hluti af þessu samstarfi. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur, af því að þá er þetta samstarf við þessar stöðvar. Vísindamenn geta þá komið á svæðin og gert samanburðarrannsóknir. Þetta hefur svo mikið gildi fyrir alþjóðasamfélagið að fá svona heildræna vöktun og heildræna sýn á hvað ert að gerast í sambandi við loftlagsbreytingar og slíkt.“ Öll Melrakkaslétta er í raun rannsóknarvettvangur fyrir doktors- og meistarnema í líffræði en jafnframt hafa ýmsar stofnanir hafið gróður- og fuglavöktun.Rannsóknarstöðin Rif er í samstarfi við gistiheimilið Hreiðrið og er með vinnustofur á fyrstu hæð hússins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar við ræddum við Jónínu var von á alþjóðlegum háskólahópi til nokkurra daga dvalar. Hópurinn er á sumarnámskeiði í örveruvistfræði norðurslóða; 30 nemendur og 16 kennarar og starfsmenn með, frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kólumbíu og Íslandi. Gistiheimilið dugar ekki, grunnskólann þarf líka undir svo stóran hóp. Sjálf er Jónína frá Svalbarði í Þistilfirði, líffræðingur að mennt með meistaragráðu í umhverfis - og auðlindafræði. „Ég bjóst nú ekki við að geta komið aftur á svæðið og fengið vinnu við það sem ég var búin að læra. Þetta var fátt um fína drætti þannig að þetta var bara mjög skemmtilegt tækifæri fyrir mig,“ segir Jónína Sigríður Þorláksdóttir, líffræðingur og verkefnisstjóri Rannsóknastöðvarinnar Rifs.Frá Raufarhöfn. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og byggð árið 1928.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Vísindi norðurslóða styrkt Ríkisstjórn Íslands ætlar að veita fé til reksturs Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar til næstu fimm ára. 19. febrúar 2016 07:00 Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Ólafur Ragnar er gestur á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem hófst í Singapúr í dag. 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Skrifstofa Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar flyst til Akureyrar Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. 15. mars 2016 15:02 Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Eitt af því sem hefur haft mest áhrif á Hollande síðustu ár Forseti Frakklands og íslenskur starfsbróðir hans heimsóttu Sólheimajökul í dag. 16. október 2015 22:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Vísindi norðurslóða styrkt Ríkisstjórn Íslands ætlar að veita fé til reksturs Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar til næstu fimm ára. 19. febrúar 2016 07:00
Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Ólafur Ragnar er gestur á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem hófst í Singapúr í dag. 12. nóvember 2015 23:54
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Skrifstofa Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar flyst til Akureyrar Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar að veita fjármagni til reksturs skrifstofunnar til næstu fimm ára. 15. mars 2016 15:02
Loftslagsbreytingar bæði stærsta ógnin og mesta tækifærið á norðurslóðum Sérfræðingur í norðurslóðum hjá Evrópusambandinu telur að loftslagsbreytingar geti falið mikil tækifæri í sér í nýjum siglingaleiðum og fiskiafla á svæðinu. 19. október 2015 07:00
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10
Eitt af því sem hefur haft mest áhrif á Hollande síðustu ár Forseti Frakklands og íslenskur starfsbróðir hans heimsóttu Sólheimajökul í dag. 16. október 2015 22:03