Lægri tollar – fleiri kostir neytenda Ólafur Stephensen skrifar 13. júlí 2016 11:11 Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar