Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 12:41 Haydn Porteous byrjar vel í Skotlandi. vísir/getty Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Haydn Porteous, 22 ára gamall Suður-Afríkumaður, er í forystu á opna breska meistaramótinu í golfi en hann er á sex höggum undir pari eftir fyrri níu á fyrsta keppnisdegi. Porteous á fjóra sigra á atvinnumótaröðum að baki en hann hefur aldrei keppt á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú sterkasta. Hann byrjaði daginn á einum erni á fyrstu fimm holunum en svo fór allt af stað. Hann nældi sér í annan örn á sjöttu holu og svo tvo fugla í röð á sjöundu og áttundu holu. Porteous er aðeins búinn að pútta þrettán sinnum á fyrstu níu holunum og er að hitta 89 prósent flatanna. Nú er spurning hvernig honum gengur á seinni níu. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er með bestan árangur þeirra sem eru búnir að klára fyrsta hringinn en hann fór Royal Troon-völlinn í Skotlandi á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Samlandi hans, Justin Thomas, er á fjórum höggum undir pari eftir 18 holur en Bandaríkjamenn hafa unnið á Royal Troon síðustu fimm skipti sem opna breska hefur verið haldið þar. Rory McIlroy er á tveimur höggum undir pari eftir 15 holur og Bubba Watson, sem byrjaði frábærlega, er á einu höggi yfir eftir 15 holur.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira