Mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 10:15 Jóhannes Jökull, Gréta Petrína og Iðunn Helga ætla bráðum í útilegu með nýtt víkingatjald og á ættarmót vestur á firði. Þá verður örugglega kveðið í bílnum. Vísir/Eyþór Systurnar Gréta Petrína Zimsen, sjö ára, og Iðunn Helga Zimsen, tíu ára, eiga það sameiginlegt að elska að kveða eins og fram kemur í nýjasta hefti Stuðlabergs, tímarits um hefðbundna ljóðlist. Þær voru til í smá viðtal um þetta áhugamál og það var líka bróðir þeirra, Jóhannes Jökull Zimsen, sem er fjögurra ára. En hvað er að kveða? „Það er alveg eins og að syngja, nema það kemur öðruvísi tónn,“ svarar Gréta Petrína. „Það er þegar lóan er komin,“ segir Jóhannes Jökull. Iðunn Helga á lengstu útskýringuna: „Að kveða er næstum því eins og söngur og svo þarf að setja saman orð og láta þau ríma saman. Svo flytur maður rímur sem eru oft margar vísur saman.“ Hún kveðst hafa lært að kveða af foreldrum sínum, Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur, sem séu í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Jóhannes Jökull bendir á að hún heiti Iðunn eins og félagið. Sjálf sækja þau alltaf fundina í kvæðamannafélaginu eftir að þau komust á bragðið. Hvað er skemmtilegast við það? „Það sem gerist!“ segir Gréta Petrína með áherslu. „Við förum upp á sviðið, því langar mig aldrei að missa af, það er svo mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman. Stundum kveð ég ein fyrir alla á fundinum.“ Iðunn Helga tekur undir orð systur sinnar. „Þegar allir kveða saman, þá er æðislegt. Það er líka smitandi. Ef einhver byrjar þá hoppa þeir inn í sem eru að hlusta, þeir geta ekki ráðið við sig.“ Jóhannes Jökull segist kveða hjá ömmu og afa. „Já, og líka í bílnum,“ bætir Gréta Petrína við. „Stundum erum við líka heima að æfa okkur.“ Systurnar eru í Kórskóla Langholtskirkju en hafa þær reynt að kenna öðrum krökkum að kveða? „Ég fór með mömmu til Akureyrar nýlega á þjóðlistahátíð sem heitir Vaka og þar kenndum við stemmur, vísur og rímur,“ upplýsir Gréta Petrína og Iðunn Helga kveðst hafa kennt bekknum sínum stemmur og vísur eftir pabba sinn sem voru fluttar á þorrablóti í skólanum. „Ég hef kveðið fyrir krakkana á leikskólanum mínum sem heitir Furuborg,“ segir Jóhannes Jökull. Börnin eiga sér uppáhaldsstemmur og öll hafa þau komið fram sem skemmtikraftar, Gréta Petrína til dæmis á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, á Hólahátíð, í Heiðmörk og á Akureyri. „Svo höfum við kveðið á Landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum, fyrir vini í Noregi og líka á dans-, hljóðfæra- og kvæðamóti sem haldið er í Noregi á hverju ári,“ segir Iðunn Helga. „Og fyrir Grím frænda minn sem á afmæli 17. júní,“ botnar Jóhannes Jökull. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Systurnar Gréta Petrína Zimsen, sjö ára, og Iðunn Helga Zimsen, tíu ára, eiga það sameiginlegt að elska að kveða eins og fram kemur í nýjasta hefti Stuðlabergs, tímarits um hefðbundna ljóðlist. Þær voru til í smá viðtal um þetta áhugamál og það var líka bróðir þeirra, Jóhannes Jökull Zimsen, sem er fjögurra ára. En hvað er að kveða? „Það er alveg eins og að syngja, nema það kemur öðruvísi tónn,“ svarar Gréta Petrína. „Það er þegar lóan er komin,“ segir Jóhannes Jökull. Iðunn Helga á lengstu útskýringuna: „Að kveða er næstum því eins og söngur og svo þarf að setja saman orð og láta þau ríma saman. Svo flytur maður rímur sem eru oft margar vísur saman.“ Hún kveðst hafa lært að kveða af foreldrum sínum, Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur, sem séu í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Jóhannes Jökull bendir á að hún heiti Iðunn eins og félagið. Sjálf sækja þau alltaf fundina í kvæðamannafélaginu eftir að þau komust á bragðið. Hvað er skemmtilegast við það? „Það sem gerist!“ segir Gréta Petrína með áherslu. „Við förum upp á sviðið, því langar mig aldrei að missa af, það er svo mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman. Stundum kveð ég ein fyrir alla á fundinum.“ Iðunn Helga tekur undir orð systur sinnar. „Þegar allir kveða saman, þá er æðislegt. Það er líka smitandi. Ef einhver byrjar þá hoppa þeir inn í sem eru að hlusta, þeir geta ekki ráðið við sig.“ Jóhannes Jökull segist kveða hjá ömmu og afa. „Já, og líka í bílnum,“ bætir Gréta Petrína við. „Stundum erum við líka heima að æfa okkur.“ Systurnar eru í Kórskóla Langholtskirkju en hafa þær reynt að kenna öðrum krökkum að kveða? „Ég fór með mömmu til Akureyrar nýlega á þjóðlistahátíð sem heitir Vaka og þar kenndum við stemmur, vísur og rímur,“ upplýsir Gréta Petrína og Iðunn Helga kveðst hafa kennt bekknum sínum stemmur og vísur eftir pabba sinn sem voru fluttar á þorrablóti í skólanum. „Ég hef kveðið fyrir krakkana á leikskólanum mínum sem heitir Furuborg,“ segir Jóhannes Jökull. Börnin eiga sér uppáhaldsstemmur og öll hafa þau komið fram sem skemmtikraftar, Gréta Petrína til dæmis á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, á Hólahátíð, í Heiðmörk og á Akureyri. „Svo höfum við kveðið á Landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum, fyrir vini í Noregi og líka á dans-, hljóðfæra- og kvæðamóti sem haldið er í Noregi á hverju ári,“ segir Iðunn Helga. „Og fyrir Grím frænda minn sem á afmæli 17. júní,“ botnar Jóhannes Jökull.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira