Mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 10:15 Jóhannes Jökull, Gréta Petrína og Iðunn Helga ætla bráðum í útilegu með nýtt víkingatjald og á ættarmót vestur á firði. Þá verður örugglega kveðið í bílnum. Vísir/Eyþór Systurnar Gréta Petrína Zimsen, sjö ára, og Iðunn Helga Zimsen, tíu ára, eiga það sameiginlegt að elska að kveða eins og fram kemur í nýjasta hefti Stuðlabergs, tímarits um hefðbundna ljóðlist. Þær voru til í smá viðtal um þetta áhugamál og það var líka bróðir þeirra, Jóhannes Jökull Zimsen, sem er fjögurra ára. En hvað er að kveða? „Það er alveg eins og að syngja, nema það kemur öðruvísi tónn,“ svarar Gréta Petrína. „Það er þegar lóan er komin,“ segir Jóhannes Jökull. Iðunn Helga á lengstu útskýringuna: „Að kveða er næstum því eins og söngur og svo þarf að setja saman orð og láta þau ríma saman. Svo flytur maður rímur sem eru oft margar vísur saman.“ Hún kveðst hafa lært að kveða af foreldrum sínum, Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur, sem séu í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Jóhannes Jökull bendir á að hún heiti Iðunn eins og félagið. Sjálf sækja þau alltaf fundina í kvæðamannafélaginu eftir að þau komust á bragðið. Hvað er skemmtilegast við það? „Það sem gerist!“ segir Gréta Petrína með áherslu. „Við förum upp á sviðið, því langar mig aldrei að missa af, það er svo mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman. Stundum kveð ég ein fyrir alla á fundinum.“ Iðunn Helga tekur undir orð systur sinnar. „Þegar allir kveða saman, þá er æðislegt. Það er líka smitandi. Ef einhver byrjar þá hoppa þeir inn í sem eru að hlusta, þeir geta ekki ráðið við sig.“ Jóhannes Jökull segist kveða hjá ömmu og afa. „Já, og líka í bílnum,“ bætir Gréta Petrína við. „Stundum erum við líka heima að æfa okkur.“ Systurnar eru í Kórskóla Langholtskirkju en hafa þær reynt að kenna öðrum krökkum að kveða? „Ég fór með mömmu til Akureyrar nýlega á þjóðlistahátíð sem heitir Vaka og þar kenndum við stemmur, vísur og rímur,“ upplýsir Gréta Petrína og Iðunn Helga kveðst hafa kennt bekknum sínum stemmur og vísur eftir pabba sinn sem voru fluttar á þorrablóti í skólanum. „Ég hef kveðið fyrir krakkana á leikskólanum mínum sem heitir Furuborg,“ segir Jóhannes Jökull. Börnin eiga sér uppáhaldsstemmur og öll hafa þau komið fram sem skemmtikraftar, Gréta Petrína til dæmis á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, á Hólahátíð, í Heiðmörk og á Akureyri. „Svo höfum við kveðið á Landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum, fyrir vini í Noregi og líka á dans-, hljóðfæra- og kvæðamóti sem haldið er í Noregi á hverju ári,“ segir Iðunn Helga. „Og fyrir Grím frænda minn sem á afmæli 17. júní,“ botnar Jóhannes Jökull. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Systurnar Gréta Petrína Zimsen, sjö ára, og Iðunn Helga Zimsen, tíu ára, eiga það sameiginlegt að elska að kveða eins og fram kemur í nýjasta hefti Stuðlabergs, tímarits um hefðbundna ljóðlist. Þær voru til í smá viðtal um þetta áhugamál og það var líka bróðir þeirra, Jóhannes Jökull Zimsen, sem er fjögurra ára. En hvað er að kveða? „Það er alveg eins og að syngja, nema það kemur öðruvísi tónn,“ svarar Gréta Petrína. „Það er þegar lóan er komin,“ segir Jóhannes Jökull. Iðunn Helga á lengstu útskýringuna: „Að kveða er næstum því eins og söngur og svo þarf að setja saman orð og láta þau ríma saman. Svo flytur maður rímur sem eru oft margar vísur saman.“ Hún kveðst hafa lært að kveða af foreldrum sínum, Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur, sem séu í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Jóhannes Jökull bendir á að hún heiti Iðunn eins og félagið. Sjálf sækja þau alltaf fundina í kvæðamannafélaginu eftir að þau komust á bragðið. Hvað er skemmtilegast við það? „Það sem gerist!“ segir Gréta Petrína með áherslu. „Við förum upp á sviðið, því langar mig aldrei að missa af, það er svo mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman. Stundum kveð ég ein fyrir alla á fundinum.“ Iðunn Helga tekur undir orð systur sinnar. „Þegar allir kveða saman, þá er æðislegt. Það er líka smitandi. Ef einhver byrjar þá hoppa þeir inn í sem eru að hlusta, þeir geta ekki ráðið við sig.“ Jóhannes Jökull segist kveða hjá ömmu og afa. „Já, og líka í bílnum,“ bætir Gréta Petrína við. „Stundum erum við líka heima að æfa okkur.“ Systurnar eru í Kórskóla Langholtskirkju en hafa þær reynt að kenna öðrum krökkum að kveða? „Ég fór með mömmu til Akureyrar nýlega á þjóðlistahátíð sem heitir Vaka og þar kenndum við stemmur, vísur og rímur,“ upplýsir Gréta Petrína og Iðunn Helga kveðst hafa kennt bekknum sínum stemmur og vísur eftir pabba sinn sem voru fluttar á þorrablóti í skólanum. „Ég hef kveðið fyrir krakkana á leikskólanum mínum sem heitir Furuborg,“ segir Jóhannes Jökull. Börnin eiga sér uppáhaldsstemmur og öll hafa þau komið fram sem skemmtikraftar, Gréta Petrína til dæmis á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, á Hólahátíð, í Heiðmörk og á Akureyri. „Svo höfum við kveðið á Landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum, fyrir vini í Noregi og líka á dans-, hljóðfæra- og kvæðamóti sem haldið er í Noregi á hverju ári,“ segir Iðunn Helga. „Og fyrir Grím frænda minn sem á afmæli 17. júní,“ botnar Jóhannes Jökull.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira