Mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 10:15 Jóhannes Jökull, Gréta Petrína og Iðunn Helga ætla bráðum í útilegu með nýtt víkingatjald og á ættarmót vestur á firði. Þá verður örugglega kveðið í bílnum. Vísir/Eyþór Systurnar Gréta Petrína Zimsen, sjö ára, og Iðunn Helga Zimsen, tíu ára, eiga það sameiginlegt að elska að kveða eins og fram kemur í nýjasta hefti Stuðlabergs, tímarits um hefðbundna ljóðlist. Þær voru til í smá viðtal um þetta áhugamál og það var líka bróðir þeirra, Jóhannes Jökull Zimsen, sem er fjögurra ára. En hvað er að kveða? „Það er alveg eins og að syngja, nema það kemur öðruvísi tónn,“ svarar Gréta Petrína. „Það er þegar lóan er komin,“ segir Jóhannes Jökull. Iðunn Helga á lengstu útskýringuna: „Að kveða er næstum því eins og söngur og svo þarf að setja saman orð og láta þau ríma saman. Svo flytur maður rímur sem eru oft margar vísur saman.“ Hún kveðst hafa lært að kveða af foreldrum sínum, Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur, sem séu í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Jóhannes Jökull bendir á að hún heiti Iðunn eins og félagið. Sjálf sækja þau alltaf fundina í kvæðamannafélaginu eftir að þau komust á bragðið. Hvað er skemmtilegast við það? „Það sem gerist!“ segir Gréta Petrína með áherslu. „Við förum upp á sviðið, því langar mig aldrei að missa af, það er svo mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman. Stundum kveð ég ein fyrir alla á fundinum.“ Iðunn Helga tekur undir orð systur sinnar. „Þegar allir kveða saman, þá er æðislegt. Það er líka smitandi. Ef einhver byrjar þá hoppa þeir inn í sem eru að hlusta, þeir geta ekki ráðið við sig.“ Jóhannes Jökull segist kveða hjá ömmu og afa. „Já, og líka í bílnum,“ bætir Gréta Petrína við. „Stundum erum við líka heima að æfa okkur.“ Systurnar eru í Kórskóla Langholtskirkju en hafa þær reynt að kenna öðrum krökkum að kveða? „Ég fór með mömmu til Akureyrar nýlega á þjóðlistahátíð sem heitir Vaka og þar kenndum við stemmur, vísur og rímur,“ upplýsir Gréta Petrína og Iðunn Helga kveðst hafa kennt bekknum sínum stemmur og vísur eftir pabba sinn sem voru fluttar á þorrablóti í skólanum. „Ég hef kveðið fyrir krakkana á leikskólanum mínum sem heitir Furuborg,“ segir Jóhannes Jökull. Börnin eiga sér uppáhaldsstemmur og öll hafa þau komið fram sem skemmtikraftar, Gréta Petrína til dæmis á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, á Hólahátíð, í Heiðmörk og á Akureyri. „Svo höfum við kveðið á Landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum, fyrir vini í Noregi og líka á dans-, hljóðfæra- og kvæðamóti sem haldið er í Noregi á hverju ári,“ segir Iðunn Helga. „Og fyrir Grím frænda minn sem á afmæli 17. júní,“ botnar Jóhannes Jökull. Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Systurnar Gréta Petrína Zimsen, sjö ára, og Iðunn Helga Zimsen, tíu ára, eiga það sameiginlegt að elska að kveða eins og fram kemur í nýjasta hefti Stuðlabergs, tímarits um hefðbundna ljóðlist. Þær voru til í smá viðtal um þetta áhugamál og það var líka bróðir þeirra, Jóhannes Jökull Zimsen, sem er fjögurra ára. En hvað er að kveða? „Það er alveg eins og að syngja, nema það kemur öðruvísi tónn,“ svarar Gréta Petrína. „Það er þegar lóan er komin,“ segir Jóhannes Jökull. Iðunn Helga á lengstu útskýringuna: „Að kveða er næstum því eins og söngur og svo þarf að setja saman orð og láta þau ríma saman. Svo flytur maður rímur sem eru oft margar vísur saman.“ Hún kveðst hafa lært að kveða af foreldrum sínum, Helga Zimsen og Rósu Jóhannesdóttur, sem séu í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Jóhannes Jökull bendir á að hún heiti Iðunn eins og félagið. Sjálf sækja þau alltaf fundina í kvæðamannafélaginu eftir að þau komust á bragðið. Hvað er skemmtilegast við það? „Það sem gerist!“ segir Gréta Petrína með áherslu. „Við förum upp á sviðið, því langar mig aldrei að missa af, það er svo mikið fjör á sviðinu þegar allir kveða saman. Stundum kveð ég ein fyrir alla á fundinum.“ Iðunn Helga tekur undir orð systur sinnar. „Þegar allir kveða saman, þá er æðislegt. Það er líka smitandi. Ef einhver byrjar þá hoppa þeir inn í sem eru að hlusta, þeir geta ekki ráðið við sig.“ Jóhannes Jökull segist kveða hjá ömmu og afa. „Já, og líka í bílnum,“ bætir Gréta Petrína við. „Stundum erum við líka heima að æfa okkur.“ Systurnar eru í Kórskóla Langholtskirkju en hafa þær reynt að kenna öðrum krökkum að kveða? „Ég fór með mömmu til Akureyrar nýlega á þjóðlistahátíð sem heitir Vaka og þar kenndum við stemmur, vísur og rímur,“ upplýsir Gréta Petrína og Iðunn Helga kveðst hafa kennt bekknum sínum stemmur og vísur eftir pabba sinn sem voru fluttar á þorrablóti í skólanum. „Ég hef kveðið fyrir krakkana á leikskólanum mínum sem heitir Furuborg,“ segir Jóhannes Jökull. Börnin eiga sér uppáhaldsstemmur og öll hafa þau komið fram sem skemmtikraftar, Gréta Petrína til dæmis á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði, á Hólahátíð, í Heiðmörk og á Akureyri. „Svo höfum við kveðið á Landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum, fyrir vini í Noregi og líka á dans-, hljóðfæra- og kvæðamóti sem haldið er í Noregi á hverju ári,“ segir Iðunn Helga. „Og fyrir Grím frænda minn sem á afmæli 17. júní,“ botnar Jóhannes Jökull.
Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“