Með master í harmonikuleik, fyrst íslenskra kvenna Sólveig Gísladóttir skrifar 6. júlí 2016 16:00 Helga Kristbjörg situr hér með félögum sínum Jóni Þorsteini og Jónasi Ásgeiri en saman mynda þau íTríó og halda tónleika í Hörpu á sunnudaginn. Mynd/Kim S. Brockie Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í harmonikuleik frá Konunglega danska tónlistarháskólanum í sumar. Hún heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 10. júlí ásamt samnemendum sínum, þeim Jóni Þorsteini Reynissyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni, en saman mynda þau harmonikutríóið íTríó. Þau Helga Kristbjörg, Jón Þorsteinn og Jónas Ásgeir eru öll nemendur prófessors Geirs Draugsvoll í Konunglega danska listaháskólanum. „Við vorum þrír Íslendingar í 14 manna harmonikudeild sem er afar óvenjulegt enda langt síðan Íslendingur útskrifaðist úr harmonikuleik síðast,“ segir Helga sem útskrifaðist nú fyrir skömmu með master í harmonikuleik fyrst íslenskra kvenna.íTríóMynd/Kim S. BrockieHeilluð frá fyrstu kynnum Helga hefur lært á harmoniku frá átta ára aldri. „Ég fór á hljóðfærakynningu í tónlistarskólanum á Ísafirði og heillaðist af harmonikunni. Það var reyndar heilmikil harmonikumenning í bænum og bara í mínum bekk voru þrír að læra,“ segir Helga sem byrjaði námið hjá Messíönu Marsellíusdóttur og síðar Vadim Fjodorov. Eftir menntaskóla fékk Helga hvatningu til að sækja um í Listaháskólanum. Hún komst inn, flutti til Reykjavíkur og gerðist fyrsti nemandinn í harmonikuleik í Listaháskólanum. „Þá var Vadim fluttur suður og ég lærði því hjá honum áfram,“ segir Helga sem útskrifaðist með bachelor fyrir sex árum. „Ég tók mér hálfgerða pásu frá harmonikuleik í eitt ár, fór svo að kenna í nokkrum tónlistarskólum næstu tvö árin.“ Síðan vaknaði áhuginn á ný á áframhaldandi námi. „Ég fór til Danmerkur og var í einkatímum í eitt ár til að koma mér aftur í form. Síðan sótti ég um mastersnám í Konunglega tónlistarháskólanum,“ segir Helga glöð í bragði og hlakkar nú til að starfa með tríóinu sínu íTríó.Setja harmonikuna á stall Nafnið íTríó þróaðist út frá góðlátlegu gríni samnemenda Íslendinganna. „Við héldum mikið saman og spiluðum líka mikið saman. Við notuðum alltaf iPad í staðinn fyrir nótur og þá fór fólk að kalla okkur iTríó í gríni. Okkur fannst það ekki alveg nógu kúl og breyttum því í íTríó sem vísun í Ísland,“ útskýrir Helga glettin. Markmið tríósins eru göfug. „Við viljum koma harmonikunni á framfæri á Íslandi og opna augu fólks fyrir möguleikum hljóðfærisins. Við viljum útvíkka og þróa ímynd harmonikunnar á Íslandi sem nánast hefur einskorðast við gömlu dansana, og setja harmonikuna á sama stall og önnur klassísk hljóðfæri,“ segir Helga. Fyrsta skrefið að þessu markmiði er að kynna harmonikuna á tónleikum og það mun íTríó gera á næstu dögum. „Við byrjum fyrir norðan og höldum tónleika á föstudaginn í Miklabæjarkirkju. Á sunnudaginn 10. júlí höldum við tónleika í Norðurljósasal Hörpu.“ Efnisskráin er fjölbreytt en íTríó mun flytja verk frá ólíkum tímabilum og úr mismunandi stefnum. Þar má nefna samtímatónlist, barokktónlist, þjóðlög, tangó og rytmísk/mínímalísk verk. „Tónleikagestir munu upplifa tilfinningakalt finnskt rifrildi, sjóðheitan sígaunagleðskap, blóðheitan argentínskan tangó, draumkennda geimferð meðal stjarnanna og ef til vill franska tóna og dúndrandi klúbbamúsík,“ segir Helga og býður alla velkomna. Tónleikar íTríó verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 10. júlí klukkan 14. Miða má nálgast á harpa.is. Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í harmonikuleik frá Konunglega danska tónlistarháskólanum í sumar. Hún heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 10. júlí ásamt samnemendum sínum, þeim Jóni Þorsteini Reynissyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni, en saman mynda þau harmonikutríóið íTríó. Þau Helga Kristbjörg, Jón Þorsteinn og Jónas Ásgeir eru öll nemendur prófessors Geirs Draugsvoll í Konunglega danska listaháskólanum. „Við vorum þrír Íslendingar í 14 manna harmonikudeild sem er afar óvenjulegt enda langt síðan Íslendingur útskrifaðist úr harmonikuleik síðast,“ segir Helga sem útskrifaðist nú fyrir skömmu með master í harmonikuleik fyrst íslenskra kvenna.íTríóMynd/Kim S. BrockieHeilluð frá fyrstu kynnum Helga hefur lært á harmoniku frá átta ára aldri. „Ég fór á hljóðfærakynningu í tónlistarskólanum á Ísafirði og heillaðist af harmonikunni. Það var reyndar heilmikil harmonikumenning í bænum og bara í mínum bekk voru þrír að læra,“ segir Helga sem byrjaði námið hjá Messíönu Marsellíusdóttur og síðar Vadim Fjodorov. Eftir menntaskóla fékk Helga hvatningu til að sækja um í Listaháskólanum. Hún komst inn, flutti til Reykjavíkur og gerðist fyrsti nemandinn í harmonikuleik í Listaháskólanum. „Þá var Vadim fluttur suður og ég lærði því hjá honum áfram,“ segir Helga sem útskrifaðist með bachelor fyrir sex árum. „Ég tók mér hálfgerða pásu frá harmonikuleik í eitt ár, fór svo að kenna í nokkrum tónlistarskólum næstu tvö árin.“ Síðan vaknaði áhuginn á ný á áframhaldandi námi. „Ég fór til Danmerkur og var í einkatímum í eitt ár til að koma mér aftur í form. Síðan sótti ég um mastersnám í Konunglega tónlistarháskólanum,“ segir Helga glöð í bragði og hlakkar nú til að starfa með tríóinu sínu íTríó.Setja harmonikuna á stall Nafnið íTríó þróaðist út frá góðlátlegu gríni samnemenda Íslendinganna. „Við héldum mikið saman og spiluðum líka mikið saman. Við notuðum alltaf iPad í staðinn fyrir nótur og þá fór fólk að kalla okkur iTríó í gríni. Okkur fannst það ekki alveg nógu kúl og breyttum því í íTríó sem vísun í Ísland,“ útskýrir Helga glettin. Markmið tríósins eru göfug. „Við viljum koma harmonikunni á framfæri á Íslandi og opna augu fólks fyrir möguleikum hljóðfærisins. Við viljum útvíkka og þróa ímynd harmonikunnar á Íslandi sem nánast hefur einskorðast við gömlu dansana, og setja harmonikuna á sama stall og önnur klassísk hljóðfæri,“ segir Helga. Fyrsta skrefið að þessu markmiði er að kynna harmonikuna á tónleikum og það mun íTríó gera á næstu dögum. „Við byrjum fyrir norðan og höldum tónleika á föstudaginn í Miklabæjarkirkju. Á sunnudaginn 10. júlí höldum við tónleika í Norðurljósasal Hörpu.“ Efnisskráin er fjölbreytt en íTríó mun flytja verk frá ólíkum tímabilum og úr mismunandi stefnum. Þar má nefna samtímatónlist, barokktónlist, þjóðlög, tangó og rytmísk/mínímalísk verk. „Tónleikagestir munu upplifa tilfinningakalt finnskt rifrildi, sjóðheitan sígaunagleðskap, blóðheitan argentínskan tangó, draumkennda geimferð meðal stjarnanna og ef til vill franska tóna og dúndrandi klúbbamúsík,“ segir Helga og býður alla velkomna. Tónleikar íTríó verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 10. júlí klukkan 14. Miða má nálgast á harpa.is.
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira