Hvað er að hjá SÁÁ? Ráð Rótarinnar skrifar 30. júní 2016 07:00 Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótarinnar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynjamiðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanadíski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til meðferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin.Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíknifræða? Viðbrögðin sýna að samtökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrfingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefnafíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siðareglna lækna sem segir þeim ósæmandi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hrokafullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að málfrelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðlamenn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir formlegar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenningar hans um fíkn byggja á áreiðanlegum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ungverskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrtur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook-færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þættinum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá formanni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlögum er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu?Áslaug ÁrnadóttirEdda ArinbjarnarGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKatrín Guðný AlfreðsdóttirKristín I. Pálsdóttirí ráði og vararáði RótarinnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótarinnar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynjamiðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanadíski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til meðferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin.Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíknifræða? Viðbrögðin sýna að samtökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrfingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefnafíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siðareglna lækna sem segir þeim ósæmandi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hrokafullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að málfrelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðlamenn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir formlegar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenningar hans um fíkn byggja á áreiðanlegum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ungverskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrtur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook-færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þættinum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá formanni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlögum er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu?Áslaug ÁrnadóttirEdda ArinbjarnarGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKatrín Guðný AlfreðsdóttirKristín I. Pálsdóttirí ráði og vararáði RótarinnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun