Hvað er að hjá SÁÁ? Ráð Rótarinnar skrifar 30. júní 2016 07:00 Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótarinnar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynjamiðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanadíski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til meðferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin.Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíknifræða? Viðbrögðin sýna að samtökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrfingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefnafíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siðareglna lækna sem segir þeim ósæmandi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hrokafullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að málfrelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðlamenn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir formlegar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenningar hans um fíkn byggja á áreiðanlegum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ungverskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrtur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook-færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þættinum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá formanni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlögum er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu?Áslaug ÁrnadóttirEdda ArinbjarnarGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKatrín Guðný AlfreðsdóttirKristín I. Pálsdóttirí ráði og vararáði RótarinnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóðlegir fyrirlesarar í fremstu röð heimsótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Covington, frumkvöðull á sviði áfallameðvitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótarinnar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynjamiðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanadíski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til meðferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin.Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíknifræða? Viðbrögðin sýna að samtökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrfingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefnafíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siðareglna lækna sem segir þeim ósæmandi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hrokafullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að málfrelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðlamenn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir formlegar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenningar hans um fíkn byggja á áreiðanlegum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ungverskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrtur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook-færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þættinum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá formanni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlögum er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu?Áslaug ÁrnadóttirEdda ArinbjarnarGuðrún Ebba ÓlafsdóttirKatrín Guðný AlfreðsdóttirKristín I. Pálsdóttirí ráði og vararáði RótarinnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun