Ásökun um að gera verk annars að sínu - Látum myndir tala Árni Björn Jónasson skrifar 22. júní 2016 07:00 Greinar hafa birst í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu eftir Magnús Rannver Rafnsson þar sem settar eru fram ásakanir á undirritaðan. Í greinunum er reynt að gera persónu mína og annarra tortryggilega með aðdróttunum um óeðlileg tengsl. Einnig telur höfundur sig eiga lögvarinn rétt á útliti á mastri sem er til um gjörvallan heim og er í engu líkt mastri sem ég hef hannað. Magnús Rannver segir í grein Fréttablaðinu, sem svar við skrifum mínum, um að hann geri ekki greinarmun á stöguðum möstrum úr rörum eða stöngum né frístandandi möstrum. „Þetta snýst einmitt ekki um tæknileg atriði“ skrifar hann. Það eru alveg ný sannindi að burðarvirki snúist ekki um tæknileg atriði.Ef við snúum okkur að útliti mastranna, sem virðist vera grundvöllur ásakana Magnúsar, segja myndir meira en mörg orð. Er eitthvað líkt með mastri ARA Engineering (til vinstri) og mastri Línudans (til hægri) á mynd 1. Það er nákvæmlega ekkert eins með þessum möstrum. Mastur Línudans er stagað og stögin taka töluvert pláss utan mastursins. Upphengi leiðara er gjörólíkt. Síðari myndin þar sem mastur Línudans er til vinstri og möstur víða að í heiminum hægra megin við það. Ekkert er nýtt hjá Línudansi nema að einangrar eru jafnarma og grannir sem gerist ekki í raunveruleikanum sem skiptir kannski ekki máli því „Þetta mál snýst einmitt ekki um tæknileg atriði“ eins og Magnús Rannver skrifar. Snýst það þá um óskhyggju? Eins og sjá má á samanburði á mastri Magnúsar við önnur möstur sem hönnuð hafa verið í þessum tilgangi er hann ekki að finna upp hjólið hvað útlit varðar (sjá mynd 2).Mynd 2. Mastur Línudans til vinstri og möstur víða að úr heiminum hægra megin við það.Öll þessi möstur hér að framan hafa sama markmið; að minnka útlitsáhrif og fella mannvirkin inn í umhverfið. Línudans hefur sótt um skráningu á formi mastursins að ofan árið 2012 en það form er líka í tillögu M. Sagasta Garcia í samkeppni Landsnets frá 2008 og Kraft-værk Arkitekter í samkeppni Statnett frá 2010. Hér er því um form að ræða sem margir nota. Aðdróttanir um hugverkastuld ARA Engineering eiga sér aftur á móti enga stoð í raunveruleikanum, eins og rakið er hér að framan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Greinar hafa birst í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu eftir Magnús Rannver Rafnsson þar sem settar eru fram ásakanir á undirritaðan. Í greinunum er reynt að gera persónu mína og annarra tortryggilega með aðdróttunum um óeðlileg tengsl. Einnig telur höfundur sig eiga lögvarinn rétt á útliti á mastri sem er til um gjörvallan heim og er í engu líkt mastri sem ég hef hannað. Magnús Rannver segir í grein Fréttablaðinu, sem svar við skrifum mínum, um að hann geri ekki greinarmun á stöguðum möstrum úr rörum eða stöngum né frístandandi möstrum. „Þetta snýst einmitt ekki um tæknileg atriði“ skrifar hann. Það eru alveg ný sannindi að burðarvirki snúist ekki um tæknileg atriði.Ef við snúum okkur að útliti mastranna, sem virðist vera grundvöllur ásakana Magnúsar, segja myndir meira en mörg orð. Er eitthvað líkt með mastri ARA Engineering (til vinstri) og mastri Línudans (til hægri) á mynd 1. Það er nákvæmlega ekkert eins með þessum möstrum. Mastur Línudans er stagað og stögin taka töluvert pláss utan mastursins. Upphengi leiðara er gjörólíkt. Síðari myndin þar sem mastur Línudans er til vinstri og möstur víða að í heiminum hægra megin við það. Ekkert er nýtt hjá Línudansi nema að einangrar eru jafnarma og grannir sem gerist ekki í raunveruleikanum sem skiptir kannski ekki máli því „Þetta mál snýst einmitt ekki um tæknileg atriði“ eins og Magnús Rannver skrifar. Snýst það þá um óskhyggju? Eins og sjá má á samanburði á mastri Magnúsar við önnur möstur sem hönnuð hafa verið í þessum tilgangi er hann ekki að finna upp hjólið hvað útlit varðar (sjá mynd 2).Mynd 2. Mastur Línudans til vinstri og möstur víða að úr heiminum hægra megin við það.Öll þessi möstur hér að framan hafa sama markmið; að minnka útlitsáhrif og fella mannvirkin inn í umhverfið. Línudans hefur sótt um skráningu á formi mastursins að ofan árið 2012 en það form er líka í tillögu M. Sagasta Garcia í samkeppni Landsnets frá 2008 og Kraft-værk Arkitekter í samkeppni Statnett frá 2010. Hér er því um form að ræða sem margir nota. Aðdróttanir um hugverkastuld ARA Engineering eiga sér aftur á móti enga stoð í raunveruleikanum, eins og rakið er hér að framan.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar