Erlent

Íranir handtaka tíu „hryðjuverkamenn“ sem hugðu á árásir í landinu

Atli ísleifsson skrifar
Mahmoud Alavi.
Mahmoud Alavi. Vísir/AFP
Lögregla í Íran hefur handtekið tíu súnnímúslima sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að gera hryðjuverkaárásir á um fimmtíu stöðum víðs vegar í landinu.

Í frétt Reuters segir að Mahmoud Alavi, ráðherra upplýsingamála, hafi greint frá þessu fyrr í dag.

Talsmenn íranskra yfirvalda segja að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafi stefnt að árásum í landinu að undanförnu.

Alavi sagði að mennirnir hafi verið handteknir í höfuðborginni Teheran og þremur héruðum til viðbótar. Hafi þeir ætlað sér að gera árásir á fjölmennum stöðum með fjarstýrðum sprengjum, bílsprengjum og sjálfsvígssprengjum.

Mikið magn sprengjuefnis var einnig gert upptækt í aðgerðum lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×