Nýting sóknarfæra í laxeldi á Íslandi Gunnar Davíðsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Framleiðsla á eldislaxi hefur verið ævintýri líkust í Noregi undanfarna áratugi. Framleiðslan hefur aukist um nærri 10% á ári að meðaltali síðastliðin 20 ár og fór yfir milljón tonn í fyrra. Iðnaðurinn skapar mikinn fjölda starfa um allan Noreg og eru þau sérstaklega kærkomin í mörgum minni samfélögum norður eftir allri og langri stönd landsins. Eðli laxeldis er nefnilega með þeim hætti að flest störf verða að vera þar sem framleiðslan á sér stað, nefnilega í strjálbýli á strandsvæðum. Á síðasta ári nam verðmæti eldisfisks í Noregi rúmlega 700 milljörðum íslenskra króna og fjöldi beinna starfa við matfisk- og seiðaeldið var 6.241. Eru þá ótalin öll þau störf sem skapast við fóðurframleiðslu, slátrun, flutninga ýmiss konar og aðra þjónustu sem eldið þarfnast. Nú er svo komið að vöxturinn hefur minnkað vegna vandræða með sérstaklega laxalús sem hefur verið erfitt að halda í skefjum og hafa matvælayfirvöld látið slátra fiski þar sem vandræðin eru hvað mest og sett skorður við framleiðslu á einstöku svæðum. Norsk stjórnvöld eru samt staðráðin í að greinin haldi áfram að vaxa og er markið sett hátt. Ekki minna en 5 milljónir tonna af laxi er áætlað að framleiða árið 2050 – og byggist þessi spá á helmingi minni vexti en verið hefur undanfarin ár, „aðeins“ fimm prósent á ári. Til að ná þessum vexti er aðalatriðið fyrir Norðmenn að minnka áhrif laxalúsarinnar og eins að stuðla að rannsóknum og áframhaldandi þróunarvinnu á öllum sviðum eldis. Þegar eru komin fram svokölluð þróunarleyfi þar sem áhersla er lögð á nýjungar í framleiðslutækni og verða þau væntanlega mörg og margvísleg þegar fram líða stundir.Ólíkt umhverfi á Íslandi Íslensk strandsvæði eru að mörgu leyti hentug fyrir laxeldi á sama hátt og strandsvæði Noregs. Líffræðilegar forsendur eru góðar og þó að sjávarhiti sé hér lægri og vöxtur fisksins þar af leiðandi hægari, þá er sjávarhiti við Íslandsstrendur að jafnaði of lágur til þess að laxalúsin nái fótfestu og geti orðið til vandræða. Í Noregi er það aðallega villtur lax og ætluð áhrif eldislaxins á genamengi hans sem eru helsta áhyggjuefnið þegar rætt er um aukið eldi. Þess vegna hafa ákveðin svæði með fjörðum og flóum verið lokuð fyrir eldi. Samt eru það að verulegu leyti margar aðrar ástæður sem hafa staðið villta laxinum fyrir þrifum í Noregi, til dæmis vatnsaflsvirkjanir og áhrif þeirra ásamt súru regni og eyðileggingu gotsvæða í ánum af völdum flóða og mannvirkjagerða.Íslenska varúðarreglan Á Íslandi hafa stjórnvöld þegar lokað miklum meirihluta strandsvæða sem að óbreyttu þættu afar hentug til laxeldis. Þar má nefna fjölda flóa: Faxaflóa ásamt Breiðafirði, og mestallt Norðurland, svo sem Húnaflóa, Skagafjörð og Skálfanda. Á Austurlandi eru Þistilfjörður og svæðið frá Langanesi allt suður til Glettinganess einnig lokuð fyrir strandeldi. Íslendingar hafa gengið talsvert lengra með setningu strangra reglna en Norðmenn hafa gert til verndar villtum laxastofnum. Í raun er tilefni til að spyrja sig hvort íslenska leiðin sé það ströng að hún standi eðlilegum vexti greinarinnar fyrir þrifum. Um það má að sjálfsögðu deila, en af þeim sökum er þó afar mikilvægt að nýta sem best þau svæði hérlendis sem þó eru aðgengileg og henta vel til strandeldis, það er Vestfirði og Austfirði. Sé rétt á haldið munu frekari sóknarfæri skapast í atvinnugreininni á Íslandi.Langtímahvíld eldissvæðanna Það er eflaust til mikils láns fyrir íslensk eldisfyirtæki að norski búnaðarstaðallinn skuli hafa verið innleiddur fyrir eldiskvíar og tengdan búnað. Norski búnaðarstaðallinn dregur verulega úr líkum á slysasleppingum sem bæði er áhyggjuefni varðandi villtu stofnana og eins getur valdið umtalsverðu fjárhagstjóni fyrir eldisfyrirtækin. Einnig fá eldissvæðin hér á landi ákveðna langtímahvíld með reglulegu millibili á milli þess sem fiskur er í kvíunum, sem einnig er að norskri fyrirmynd og sem hefur gefist vel. Með þessu fær lífríki svæðanna tíma til að jafna sig að fullu hafi eldið haft áhrif sem ekki eru æskileg til lengri tíma litið. Aukið eldi á hentugum svæðum, svæðastýring, góður búnaður og virkt eftirlit eru góðar forsendur fyrir því að skapa arðbær störf á landsbyggðinni með atvinnugrein sem bæði er vistvæn og á sér mikla möguleika í framtíðinni. Sjá nánar fyrirlestur sem fluttur var nýlega á Ísafirði (smellið á „show all content“ þegar vafri biður um leyfi til að sjá kort): bit.ly/fiskelditroms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Framleiðsla á eldislaxi hefur verið ævintýri líkust í Noregi undanfarna áratugi. Framleiðslan hefur aukist um nærri 10% á ári að meðaltali síðastliðin 20 ár og fór yfir milljón tonn í fyrra. Iðnaðurinn skapar mikinn fjölda starfa um allan Noreg og eru þau sérstaklega kærkomin í mörgum minni samfélögum norður eftir allri og langri stönd landsins. Eðli laxeldis er nefnilega með þeim hætti að flest störf verða að vera þar sem framleiðslan á sér stað, nefnilega í strjálbýli á strandsvæðum. Á síðasta ári nam verðmæti eldisfisks í Noregi rúmlega 700 milljörðum íslenskra króna og fjöldi beinna starfa við matfisk- og seiðaeldið var 6.241. Eru þá ótalin öll þau störf sem skapast við fóðurframleiðslu, slátrun, flutninga ýmiss konar og aðra þjónustu sem eldið þarfnast. Nú er svo komið að vöxturinn hefur minnkað vegna vandræða með sérstaklega laxalús sem hefur verið erfitt að halda í skefjum og hafa matvælayfirvöld látið slátra fiski þar sem vandræðin eru hvað mest og sett skorður við framleiðslu á einstöku svæðum. Norsk stjórnvöld eru samt staðráðin í að greinin haldi áfram að vaxa og er markið sett hátt. Ekki minna en 5 milljónir tonna af laxi er áætlað að framleiða árið 2050 – og byggist þessi spá á helmingi minni vexti en verið hefur undanfarin ár, „aðeins“ fimm prósent á ári. Til að ná þessum vexti er aðalatriðið fyrir Norðmenn að minnka áhrif laxalúsarinnar og eins að stuðla að rannsóknum og áframhaldandi þróunarvinnu á öllum sviðum eldis. Þegar eru komin fram svokölluð þróunarleyfi þar sem áhersla er lögð á nýjungar í framleiðslutækni og verða þau væntanlega mörg og margvísleg þegar fram líða stundir.Ólíkt umhverfi á Íslandi Íslensk strandsvæði eru að mörgu leyti hentug fyrir laxeldi á sama hátt og strandsvæði Noregs. Líffræðilegar forsendur eru góðar og þó að sjávarhiti sé hér lægri og vöxtur fisksins þar af leiðandi hægari, þá er sjávarhiti við Íslandsstrendur að jafnaði of lágur til þess að laxalúsin nái fótfestu og geti orðið til vandræða. Í Noregi er það aðallega villtur lax og ætluð áhrif eldislaxins á genamengi hans sem eru helsta áhyggjuefnið þegar rætt er um aukið eldi. Þess vegna hafa ákveðin svæði með fjörðum og flóum verið lokuð fyrir eldi. Samt eru það að verulegu leyti margar aðrar ástæður sem hafa staðið villta laxinum fyrir þrifum í Noregi, til dæmis vatnsaflsvirkjanir og áhrif þeirra ásamt súru regni og eyðileggingu gotsvæða í ánum af völdum flóða og mannvirkjagerða.Íslenska varúðarreglan Á Íslandi hafa stjórnvöld þegar lokað miklum meirihluta strandsvæða sem að óbreyttu þættu afar hentug til laxeldis. Þar má nefna fjölda flóa: Faxaflóa ásamt Breiðafirði, og mestallt Norðurland, svo sem Húnaflóa, Skagafjörð og Skálfanda. Á Austurlandi eru Þistilfjörður og svæðið frá Langanesi allt suður til Glettinganess einnig lokuð fyrir strandeldi. Íslendingar hafa gengið talsvert lengra með setningu strangra reglna en Norðmenn hafa gert til verndar villtum laxastofnum. Í raun er tilefni til að spyrja sig hvort íslenska leiðin sé það ströng að hún standi eðlilegum vexti greinarinnar fyrir þrifum. Um það má að sjálfsögðu deila, en af þeim sökum er þó afar mikilvægt að nýta sem best þau svæði hérlendis sem þó eru aðgengileg og henta vel til strandeldis, það er Vestfirði og Austfirði. Sé rétt á haldið munu frekari sóknarfæri skapast í atvinnugreininni á Íslandi.Langtímahvíld eldissvæðanna Það er eflaust til mikils láns fyrir íslensk eldisfyirtæki að norski búnaðarstaðallinn skuli hafa verið innleiddur fyrir eldiskvíar og tengdan búnað. Norski búnaðarstaðallinn dregur verulega úr líkum á slysasleppingum sem bæði er áhyggjuefni varðandi villtu stofnana og eins getur valdið umtalsverðu fjárhagstjóni fyrir eldisfyrirtækin. Einnig fá eldissvæðin hér á landi ákveðna langtímahvíld með reglulegu millibili á milli þess sem fiskur er í kvíunum, sem einnig er að norskri fyrirmynd og sem hefur gefist vel. Með þessu fær lífríki svæðanna tíma til að jafna sig að fullu hafi eldið haft áhrif sem ekki eru æskileg til lengri tíma litið. Aukið eldi á hentugum svæðum, svæðastýring, góður búnaður og virkt eftirlit eru góðar forsendur fyrir því að skapa arðbær störf á landsbyggðinni með atvinnugrein sem bæði er vistvæn og á sér mikla möguleika í framtíðinni. Sjá nánar fyrirlestur sem fluttur var nýlega á Ísafirði (smellið á „show all content“ þegar vafri biður um leyfi til að sjá kort): bit.ly/fiskelditroms.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun