Betur má ef duga skal! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 24. júní 2016 07:00 Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Föstudaginn 10. júní sl. var langþráðum áfanga náð í fangelsismálum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvennafangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Þess merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klárað með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildarkostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplánunar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boðunarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem er í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fangelsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fangelsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausn. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólmsheiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainnflutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refsingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðjandi vanda, m.a. byggingu nýs fangelsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstandenda sem er í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun