Framfaraframbjóðandinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun