Framfaraframbjóðandinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun