Framfaraframbjóðandinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Umfangsmesta umhverfisógn sem heimsbyggðin glímir við er taumlaus útblástur gróðurhúsaloftegunda sem tilkemur af hömlulausri brennslu á óendurnýjanlegu jarðefnaeldsneyti. Að mínu mati er vandinn ótrúlega einfaldur og auðskiljanlegur. Mannkynið er sem sagt að tæma kolefnisauðlind í iðrum jarðar og troða henni upp í aðra takmarkaða auðlind sem er sameiginlegur lofthjúpur jarðar. Að tæma eitthvað og fylla annað hefur oftast gefið okkur lúmskar vísbendingar um að aðgerða sé þörf. Ef ísskápur tæmist á heimili og ruslatunna fyllist þá hefur hingað til ekki þurft stjarneðlisfræðing til að átta sig á að bregðast þarf við. Þrátt fyrir þetta eru allt of margir ráðamenn sem draga lappirnar í aðgerðum. Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands? Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn. Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen? Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?Viðsnúningur engum til góðs Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi. Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun