Erlent

Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga danskri konu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn mannanna sem nauðgaði danskri konu.
Einn mannanna sem nauðgaði danskri konu. Vísir/AFP
Fimm menn hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Indlandi fyrir að nauðga danskri konu. Nauðgunin átti sér stað í Delhi árið 2014 þar sem konan var á ferðalagi. Hún gekk að hópi manna til að spyrja þá leiðar, en þeir ógnuðu henni með hnífi og nauðguðu henni.

Alls voru níu handteknir vegna nauðgunarinnar. Þrír þeirra voru undir lögaldri og einn lést í fangelsi.

Mikil athygli beindist að fjölda nauðgana og umfangsmiklu ofbeldi gegn konum í Indlandi árið 2012 þegar ungri konu var nauðgað af hópi manna í rútu í Delhi. Sú kona lést af sárum sínum.

Danska konan ræddi við lögreglu eftir nauðgunina árið 2014 en fór frá Indlandi skömmu seinna. Hún var ekki viðstödd réttarhöldin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×