Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur 14. júní 2016 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar. Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið í október. Það er stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna að athuga hvað á að kjósa. Ég tel, að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa. Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja. Kjörseðillinn er þeirra „verkfallsvopn“. Það ríður á að beita því rétt. Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015. Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum. Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar, þingmenn, dómarar og umboðsmaður Alþingis fengu. Og hvaða þingmenn stóðu gegn því. Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum. En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013. Ef alþingismenn vilja komast í vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig. Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar. Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru sex atriði. Það er búið að efna þrjú þeirra en þrjú eru eftir. Það verður að efna þau líka Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar. Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið í október. Það er stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna að athuga hvað á að kjósa. Ég tel, að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa. Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja. Kjörseðillinn er þeirra „verkfallsvopn“. Það ríður á að beita því rétt. Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015. Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum. Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar, þingmenn, dómarar og umboðsmaður Alþingis fengu. Og hvaða þingmenn stóðu gegn því. Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum. En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013. Ef alþingismenn vilja komast í vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig. Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar. Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru sex atriði. Það er búið að efna þrjú þeirra en þrjú eru eftir. Það verður að efna þau líka Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður rétt.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar