Nýir leiðsögumenn – velkomnir í misréttið! Jakob S. Jónsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Að undanförnu hafa þeir skólar sem mennta leiðsögumenn verið að útskrifa nýja hópa glæsilegra leiðsögumanna. Það er full ástæða til að óska nýútskrifuðum leiðsögumönnum til hamingju með árangurinn og bjóða þá velkomna til starfa – þeirra er beðið með eftirvæntingu á vinnumarkaði. Ferðamönnum fjölgar og hér á landi er það nú einu sinni hefð að bjóða upp á ferðir þar sem sagt er frá landi, þjóð og menningu á spennandi og skemmtilegan hátt. Þegar best tekst til verður hinn erlendi ferðamaður vinur lands og þjóðar sem ákveður að koma aftur. Þar gegnir leiðsögumaðurinn lykilhlutverki. Því miður er það þó svo, að á meðan vinnumarkaðurinn býður alla nýútskrifaða leiðsögumenn velkomna til starfa þá er þeim frá fyrsta starfsdegi mismunað af sínu eigin stéttarfélagi – og það á röngum forsendum eða jafnvel engum! Félag leiðsögumanna telur sig þess umkomið að flokka menntun leiðsögumanna í æðri og óæðri og veitir aðild að félaginu samkvæmt því. Þeir sem hafa numið við þá leiðsöguskóla sem félagið hefur veitt blessun sína (Leiðsöguskóli Íslands/MK og EHÍ) fá að ganga í hið svokallaða fagfélag, meðan nemendur úr öðrum skólum (Ferðamálaskólinn, Keilir) mega hírast í stéttarfélaginu, en þar fá þeir að vera sem starfa við leiðsögn, en hafa ekki numið við skóla sem félagið viðurkennir. Það má spyrja, hvað gerir stjórn Félags leiðsögumanna hæfa til að vega og meta nám og skóla og blessa sumt nám og suma skóla? Er eitthvert stéttarfélag á landinu sem tekur sér slíkt vald, þegar um ræðir sambærilegt starf? Það sést t.d. á launum, að þessi frekjulega afstaða stjórnar Félags leiðsögumanna hefur ekki skilað neinu til leiðsögumanna! Þetta væri þó kannski gott og blessað ef nám í þessum skólum væri svo ólíkt að það réttlæti slíka misskiptingu. Félag leiðsögumanna hefur borið því við að í fyrrnefndu skólunum er kennt samkvæmt „viðurkenndri námskrá“ en ekki í þeim síðarnefndu. Ég hef í fyrri greinum mínum (25. febrúar, 17. mars, 6. apríl og 4. maí) sýnt fram á að þetta er einfaldlega rangt. Engin „viðurkennd námskrá“ um leiðsögunám er til, námið í skólunum hefur aldrei verið borið saman af til þess hæfum aðila; staðhæfingar stjórnar Félags leiðsögumanna standast ekki skoðun.Misréttið augljóst Misréttið milli þessara tveggja félagsdeilda, hins svonefnda fagfélags og stéttarfélagsins, verður augljóst þegar heimasíða félagsins er skoðuð. Þar er gefinn kostur á að kynna sér hverjir eru meðlimir hins svonefnda fagfélags, atvinnurekendur geta haft samband við þá og boðið þeim vinnu þegar henta þykir. Meðlimir stéttarfélagsins standa hins vegar ekki til boða á heimasíðunni. Þeir mega skaffa sér vinnu sjálfir – en félagið hirðir af þeim stéttarfélagsgjaldið! Þetta er þeim mun nöturlegra þegar þess er gætt, að fjölmargir meðlimir hins svokallaða fagfélags starfa ekki reglubundið við leiðsögn, en geta gegn vægu árgjaldi notið þeirra fríðinda sem allir félagsmenn njóta, hvort sem þeir eru í öðru félaginu eða báðum. Þetta er auðvitað hróplegt misrétti sem hefur leitt til þess að um það bil helmingur starfandi leiðsögumanna, lauslega áætlað, hefur ákveðið að standa utan félagsins. Þeir sjá sér engan hag í að vera í félagi sem hirðir af þeim stéttarfélagsgjöldin en veitir ekki full félagsréttindi á móti. Stjórn Félags leiðsögumanna má velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir félagið að njóta ekki trausts helmings starfandi leiðsögumanna. Stéttarfélag, sem svo er ástatt fyrir, ætti sannarlega að hugsa sinn gang! Við, sem störfum við leiðsögn í fullu starfi, gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þessi afstaða stjórnar félagins veikir kjör okkar og stöðu á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að breyta því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa þeir skólar sem mennta leiðsögumenn verið að útskrifa nýja hópa glæsilegra leiðsögumanna. Það er full ástæða til að óska nýútskrifuðum leiðsögumönnum til hamingju með árangurinn og bjóða þá velkomna til starfa – þeirra er beðið með eftirvæntingu á vinnumarkaði. Ferðamönnum fjölgar og hér á landi er það nú einu sinni hefð að bjóða upp á ferðir þar sem sagt er frá landi, þjóð og menningu á spennandi og skemmtilegan hátt. Þegar best tekst til verður hinn erlendi ferðamaður vinur lands og þjóðar sem ákveður að koma aftur. Þar gegnir leiðsögumaðurinn lykilhlutverki. Því miður er það þó svo, að á meðan vinnumarkaðurinn býður alla nýútskrifaða leiðsögumenn velkomna til starfa þá er þeim frá fyrsta starfsdegi mismunað af sínu eigin stéttarfélagi – og það á röngum forsendum eða jafnvel engum! Félag leiðsögumanna telur sig þess umkomið að flokka menntun leiðsögumanna í æðri og óæðri og veitir aðild að félaginu samkvæmt því. Þeir sem hafa numið við þá leiðsöguskóla sem félagið hefur veitt blessun sína (Leiðsöguskóli Íslands/MK og EHÍ) fá að ganga í hið svokallaða fagfélag, meðan nemendur úr öðrum skólum (Ferðamálaskólinn, Keilir) mega hírast í stéttarfélaginu, en þar fá þeir að vera sem starfa við leiðsögn, en hafa ekki numið við skóla sem félagið viðurkennir. Það má spyrja, hvað gerir stjórn Félags leiðsögumanna hæfa til að vega og meta nám og skóla og blessa sumt nám og suma skóla? Er eitthvert stéttarfélag á landinu sem tekur sér slíkt vald, þegar um ræðir sambærilegt starf? Það sést t.d. á launum, að þessi frekjulega afstaða stjórnar Félags leiðsögumanna hefur ekki skilað neinu til leiðsögumanna! Þetta væri þó kannski gott og blessað ef nám í þessum skólum væri svo ólíkt að það réttlæti slíka misskiptingu. Félag leiðsögumanna hefur borið því við að í fyrrnefndu skólunum er kennt samkvæmt „viðurkenndri námskrá“ en ekki í þeim síðarnefndu. Ég hef í fyrri greinum mínum (25. febrúar, 17. mars, 6. apríl og 4. maí) sýnt fram á að þetta er einfaldlega rangt. Engin „viðurkennd námskrá“ um leiðsögunám er til, námið í skólunum hefur aldrei verið borið saman af til þess hæfum aðila; staðhæfingar stjórnar Félags leiðsögumanna standast ekki skoðun.Misréttið augljóst Misréttið milli þessara tveggja félagsdeilda, hins svonefnda fagfélags og stéttarfélagsins, verður augljóst þegar heimasíða félagsins er skoðuð. Þar er gefinn kostur á að kynna sér hverjir eru meðlimir hins svonefnda fagfélags, atvinnurekendur geta haft samband við þá og boðið þeim vinnu þegar henta þykir. Meðlimir stéttarfélagsins standa hins vegar ekki til boða á heimasíðunni. Þeir mega skaffa sér vinnu sjálfir – en félagið hirðir af þeim stéttarfélagsgjaldið! Þetta er þeim mun nöturlegra þegar þess er gætt, að fjölmargir meðlimir hins svokallaða fagfélags starfa ekki reglubundið við leiðsögn, en geta gegn vægu árgjaldi notið þeirra fríðinda sem allir félagsmenn njóta, hvort sem þeir eru í öðru félaginu eða báðum. Þetta er auðvitað hróplegt misrétti sem hefur leitt til þess að um það bil helmingur starfandi leiðsögumanna, lauslega áætlað, hefur ákveðið að standa utan félagsins. Þeir sjá sér engan hag í að vera í félagi sem hirðir af þeim stéttarfélagsgjöldin en veitir ekki full félagsréttindi á móti. Stjórn Félags leiðsögumanna má velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir félagið að njóta ekki trausts helmings starfandi leiðsögumanna. Stéttarfélag, sem svo er ástatt fyrir, ætti sannarlega að hugsa sinn gang! Við, sem störfum við leiðsögn í fullu starfi, gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þessi afstaða stjórnar félagins veikir kjör okkar og stöðu á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að breyta því!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar