Nýir leiðsögumenn – velkomnir í misréttið! Jakob S. Jónsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Að undanförnu hafa þeir skólar sem mennta leiðsögumenn verið að útskrifa nýja hópa glæsilegra leiðsögumanna. Það er full ástæða til að óska nýútskrifuðum leiðsögumönnum til hamingju með árangurinn og bjóða þá velkomna til starfa – þeirra er beðið með eftirvæntingu á vinnumarkaði. Ferðamönnum fjölgar og hér á landi er það nú einu sinni hefð að bjóða upp á ferðir þar sem sagt er frá landi, þjóð og menningu á spennandi og skemmtilegan hátt. Þegar best tekst til verður hinn erlendi ferðamaður vinur lands og þjóðar sem ákveður að koma aftur. Þar gegnir leiðsögumaðurinn lykilhlutverki. Því miður er það þó svo, að á meðan vinnumarkaðurinn býður alla nýútskrifaða leiðsögumenn velkomna til starfa þá er þeim frá fyrsta starfsdegi mismunað af sínu eigin stéttarfélagi – og það á röngum forsendum eða jafnvel engum! Félag leiðsögumanna telur sig þess umkomið að flokka menntun leiðsögumanna í æðri og óæðri og veitir aðild að félaginu samkvæmt því. Þeir sem hafa numið við þá leiðsöguskóla sem félagið hefur veitt blessun sína (Leiðsöguskóli Íslands/MK og EHÍ) fá að ganga í hið svokallaða fagfélag, meðan nemendur úr öðrum skólum (Ferðamálaskólinn, Keilir) mega hírast í stéttarfélaginu, en þar fá þeir að vera sem starfa við leiðsögn, en hafa ekki numið við skóla sem félagið viðurkennir. Það má spyrja, hvað gerir stjórn Félags leiðsögumanna hæfa til að vega og meta nám og skóla og blessa sumt nám og suma skóla? Er eitthvert stéttarfélag á landinu sem tekur sér slíkt vald, þegar um ræðir sambærilegt starf? Það sést t.d. á launum, að þessi frekjulega afstaða stjórnar Félags leiðsögumanna hefur ekki skilað neinu til leiðsögumanna! Þetta væri þó kannski gott og blessað ef nám í þessum skólum væri svo ólíkt að það réttlæti slíka misskiptingu. Félag leiðsögumanna hefur borið því við að í fyrrnefndu skólunum er kennt samkvæmt „viðurkenndri námskrá“ en ekki í þeim síðarnefndu. Ég hef í fyrri greinum mínum (25. febrúar, 17. mars, 6. apríl og 4. maí) sýnt fram á að þetta er einfaldlega rangt. Engin „viðurkennd námskrá“ um leiðsögunám er til, námið í skólunum hefur aldrei verið borið saman af til þess hæfum aðila; staðhæfingar stjórnar Félags leiðsögumanna standast ekki skoðun.Misréttið augljóst Misréttið milli þessara tveggja félagsdeilda, hins svonefnda fagfélags og stéttarfélagsins, verður augljóst þegar heimasíða félagsins er skoðuð. Þar er gefinn kostur á að kynna sér hverjir eru meðlimir hins svonefnda fagfélags, atvinnurekendur geta haft samband við þá og boðið þeim vinnu þegar henta þykir. Meðlimir stéttarfélagsins standa hins vegar ekki til boða á heimasíðunni. Þeir mega skaffa sér vinnu sjálfir – en félagið hirðir af þeim stéttarfélagsgjaldið! Þetta er þeim mun nöturlegra þegar þess er gætt, að fjölmargir meðlimir hins svokallaða fagfélags starfa ekki reglubundið við leiðsögn, en geta gegn vægu árgjaldi notið þeirra fríðinda sem allir félagsmenn njóta, hvort sem þeir eru í öðru félaginu eða báðum. Þetta er auðvitað hróplegt misrétti sem hefur leitt til þess að um það bil helmingur starfandi leiðsögumanna, lauslega áætlað, hefur ákveðið að standa utan félagsins. Þeir sjá sér engan hag í að vera í félagi sem hirðir af þeim stéttarfélagsgjöldin en veitir ekki full félagsréttindi á móti. Stjórn Félags leiðsögumanna má velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir félagið að njóta ekki trausts helmings starfandi leiðsögumanna. Stéttarfélag, sem svo er ástatt fyrir, ætti sannarlega að hugsa sinn gang! Við, sem störfum við leiðsögn í fullu starfi, gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þessi afstaða stjórnar félagins veikir kjör okkar og stöðu á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að breyta því! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa þeir skólar sem mennta leiðsögumenn verið að útskrifa nýja hópa glæsilegra leiðsögumanna. Það er full ástæða til að óska nýútskrifuðum leiðsögumönnum til hamingju með árangurinn og bjóða þá velkomna til starfa – þeirra er beðið með eftirvæntingu á vinnumarkaði. Ferðamönnum fjölgar og hér á landi er það nú einu sinni hefð að bjóða upp á ferðir þar sem sagt er frá landi, þjóð og menningu á spennandi og skemmtilegan hátt. Þegar best tekst til verður hinn erlendi ferðamaður vinur lands og þjóðar sem ákveður að koma aftur. Þar gegnir leiðsögumaðurinn lykilhlutverki. Því miður er það þó svo, að á meðan vinnumarkaðurinn býður alla nýútskrifaða leiðsögumenn velkomna til starfa þá er þeim frá fyrsta starfsdegi mismunað af sínu eigin stéttarfélagi – og það á röngum forsendum eða jafnvel engum! Félag leiðsögumanna telur sig þess umkomið að flokka menntun leiðsögumanna í æðri og óæðri og veitir aðild að félaginu samkvæmt því. Þeir sem hafa numið við þá leiðsöguskóla sem félagið hefur veitt blessun sína (Leiðsöguskóli Íslands/MK og EHÍ) fá að ganga í hið svokallaða fagfélag, meðan nemendur úr öðrum skólum (Ferðamálaskólinn, Keilir) mega hírast í stéttarfélaginu, en þar fá þeir að vera sem starfa við leiðsögn, en hafa ekki numið við skóla sem félagið viðurkennir. Það má spyrja, hvað gerir stjórn Félags leiðsögumanna hæfa til að vega og meta nám og skóla og blessa sumt nám og suma skóla? Er eitthvert stéttarfélag á landinu sem tekur sér slíkt vald, þegar um ræðir sambærilegt starf? Það sést t.d. á launum, að þessi frekjulega afstaða stjórnar Félags leiðsögumanna hefur ekki skilað neinu til leiðsögumanna! Þetta væri þó kannski gott og blessað ef nám í þessum skólum væri svo ólíkt að það réttlæti slíka misskiptingu. Félag leiðsögumanna hefur borið því við að í fyrrnefndu skólunum er kennt samkvæmt „viðurkenndri námskrá“ en ekki í þeim síðarnefndu. Ég hef í fyrri greinum mínum (25. febrúar, 17. mars, 6. apríl og 4. maí) sýnt fram á að þetta er einfaldlega rangt. Engin „viðurkennd námskrá“ um leiðsögunám er til, námið í skólunum hefur aldrei verið borið saman af til þess hæfum aðila; staðhæfingar stjórnar Félags leiðsögumanna standast ekki skoðun.Misréttið augljóst Misréttið milli þessara tveggja félagsdeilda, hins svonefnda fagfélags og stéttarfélagsins, verður augljóst þegar heimasíða félagsins er skoðuð. Þar er gefinn kostur á að kynna sér hverjir eru meðlimir hins svonefnda fagfélags, atvinnurekendur geta haft samband við þá og boðið þeim vinnu þegar henta þykir. Meðlimir stéttarfélagsins standa hins vegar ekki til boða á heimasíðunni. Þeir mega skaffa sér vinnu sjálfir – en félagið hirðir af þeim stéttarfélagsgjaldið! Þetta er þeim mun nöturlegra þegar þess er gætt, að fjölmargir meðlimir hins svokallaða fagfélags starfa ekki reglubundið við leiðsögn, en geta gegn vægu árgjaldi notið þeirra fríðinda sem allir félagsmenn njóta, hvort sem þeir eru í öðru félaginu eða báðum. Þetta er auðvitað hróplegt misrétti sem hefur leitt til þess að um það bil helmingur starfandi leiðsögumanna, lauslega áætlað, hefur ákveðið að standa utan félagsins. Þeir sjá sér engan hag í að vera í félagi sem hirðir af þeim stéttarfélagsgjöldin en veitir ekki full félagsréttindi á móti. Stjórn Félags leiðsögumanna má velta því fyrir sér hvað það þýðir fyrir félagið að njóta ekki trausts helmings starfandi leiðsögumanna. Stéttarfélag, sem svo er ástatt fyrir, ætti sannarlega að hugsa sinn gang! Við, sem störfum við leiðsögn í fullu starfi, gerum okkur hins vegar grein fyrir því að þessi afstaða stjórnar félagins veikir kjör okkar og stöðu á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að breyta því!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun