Það vantar lyfjatækna á Landspítala Inga J. Arnardóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Á ársfundi Landspítala eru árlega heiðraðir starfsmenn sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í starfi og þeir sem hafa sýnt sérstaklega lofsvert framtak til starfseminnar. Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem fá slíka viðurkenningu en hópar eru líka heiðraðir. Þessar heiðranir byggja á tilnefningum frá samstarfsfólki og stjórnendum. Í ár bárust yfir 300 tilnefningar og hafa þær aldrei verið fleiri. Í ár voru lyfjatæknar sem starfa í sjúkrahúsapóteki Landspítalans heiðraðir. Í tilnefningunum kom fram að lyfjatæknum í apótekinu hafi tekist einstaklega vel upp að þjónusta spítalann. Þá hafi þeim einnig tekist að halda uppi léttum starfsanda þar sem umhyggja og virðing er höfð í heiðri. Sem yfirlyfjafræðingur apóteksins er ég afskaplega stolt af þeim.Lykilhlutverk í bættu öryggi sjúklinga Við sem vinnum í apótekinu vitum nákvæmlega hve mikilvæg störf lyfjatækna eru fyrir öryggi sjúklinga. Í sjúkrahúsapóteki Landspítala starfa um þrjátíu lyfjatæknar við fjölbreytt og sérhæfð verkefni. Lyfjatæknar sjá að mestu leyti um innkaup, pantanir og vörumóttöku lyfja fyrir allan spítalann. Lyfjakostnaður Landspítalans bæði á legudeildum og dag- og göngudeildum eru rúmir 4 milljarðar króna á ári, þetta er því mikil ábyrgð. Dreifing lyfja til allra deilda spítalans fer í gegnum sjúkrahúsapótekið. Lyfjatæknar annast einnig sérhæfða birgðastýringu fyrir um 20 deildir á spítalanum og lyfjaskömmtun fyrir sjúklinga á jafn mörgum deildum. Á Landspítala er líka starfandi apótek sem afgreiðir lyf samkvæmt lyfseðli eins og önnur apótek en þó frábrugðið að því leyti að þaðan er afgreitt mikið af sjúkrahúslyfjum og lyfjum sem þurfa sérstaka undanþágu frá Lyfjastofnun. Nýjasta verkefni apóteksins er afgreiðsla og lyfjaumsýsla vegna meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C en framkvæmdin á því er að mestu í höndum sjúkrahúslyfjatæknis. Síðast en ekki síst þá starfa lyfjatæknar í blöndunareiningu apóteksins. Þar fer fram mjög sérhæfð blöndun lyfja með smitgát, m.a. blöndun einstaklingsmiðarar næringar í æð og krabbameinslyfja. Þegar ofangreind upptalning er skoðuð sést hvað störf lyfjatækna á Landspítala eru fjölbreytt enda er stór hluti af umsýslu lyfja á Landspítala í höndum þeirra.Framtíð lyfjatæknanáms óviss Því miður þá hefur það heyrst nokkrum sinnum undanfarin misseri að hugsanlega verði námsbraut í lyfjatækni Heilbrigðisskólans lögð niður vegna lítillar aðsóknar. Það væri mikill skaði, því vonir hafa staðið til þess að taka inn nýjan hóp í námskrá fyrir sjúkrahúslyfjatækni um næstu áramót. Í gegnum árin hefur apótek Landspítala notið þess að taka töluverðan hóp lyfjatæknanema í starfsnám. Undanfarin misseri hefur þeim fækkað verulega og viðbrögð við auglýsingum eftir lyfjatæknum hafa verið dræm. Það er verulegt áhyggjuefni ef þetta nám verður fellt niður, ekki bara fyrir spítalann heldur líka fyrir apótekin. Þetta er þó alls ekki eina stéttin í heilbrigðiskerfinu þar sem meðalaldur hækkar og nýliðun gengur of hægt. Ég óska lyfjatæknum Landspítala til hamingju með viðurkenninguna sem þeir fengu á ársfundi spítalans sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna á Landspítala því þar gefast tækifæri til fjölbreyttra starfa, starfsþróunar og faglegs umhverfis. Landspítala vantar fleiri lyfjatækna til að geta tryggt betur öryggi sjúklinga með aukinni þjónustu við deildir spítalans og nýliðun stéttarinnar. Ég hvet alla þá sem eru að íhuga nám að skoða lyfjatæknabraut Heilbrigðisskólans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Landspítala eru árlega heiðraðir starfsmenn sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í starfi og þeir sem hafa sýnt sérstaklega lofsvert framtak til starfseminnar. Í flestum tilfellum eru það einstaklingar sem fá slíka viðurkenningu en hópar eru líka heiðraðir. Þessar heiðranir byggja á tilnefningum frá samstarfsfólki og stjórnendum. Í ár bárust yfir 300 tilnefningar og hafa þær aldrei verið fleiri. Í ár voru lyfjatæknar sem starfa í sjúkrahúsapóteki Landspítalans heiðraðir. Í tilnefningunum kom fram að lyfjatæknum í apótekinu hafi tekist einstaklega vel upp að þjónusta spítalann. Þá hafi þeim einnig tekist að halda uppi léttum starfsanda þar sem umhyggja og virðing er höfð í heiðri. Sem yfirlyfjafræðingur apóteksins er ég afskaplega stolt af þeim.Lykilhlutverk í bættu öryggi sjúklinga Við sem vinnum í apótekinu vitum nákvæmlega hve mikilvæg störf lyfjatækna eru fyrir öryggi sjúklinga. Í sjúkrahúsapóteki Landspítala starfa um þrjátíu lyfjatæknar við fjölbreytt og sérhæfð verkefni. Lyfjatæknar sjá að mestu leyti um innkaup, pantanir og vörumóttöku lyfja fyrir allan spítalann. Lyfjakostnaður Landspítalans bæði á legudeildum og dag- og göngudeildum eru rúmir 4 milljarðar króna á ári, þetta er því mikil ábyrgð. Dreifing lyfja til allra deilda spítalans fer í gegnum sjúkrahúsapótekið. Lyfjatæknar annast einnig sérhæfða birgðastýringu fyrir um 20 deildir á spítalanum og lyfjaskömmtun fyrir sjúklinga á jafn mörgum deildum. Á Landspítala er líka starfandi apótek sem afgreiðir lyf samkvæmt lyfseðli eins og önnur apótek en þó frábrugðið að því leyti að þaðan er afgreitt mikið af sjúkrahúslyfjum og lyfjum sem þurfa sérstaka undanþágu frá Lyfjastofnun. Nýjasta verkefni apóteksins er afgreiðsla og lyfjaumsýsla vegna meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C en framkvæmdin á því er að mestu í höndum sjúkrahúslyfjatæknis. Síðast en ekki síst þá starfa lyfjatæknar í blöndunareiningu apóteksins. Þar fer fram mjög sérhæfð blöndun lyfja með smitgát, m.a. blöndun einstaklingsmiðarar næringar í æð og krabbameinslyfja. Þegar ofangreind upptalning er skoðuð sést hvað störf lyfjatækna á Landspítala eru fjölbreytt enda er stór hluti af umsýslu lyfja á Landspítala í höndum þeirra.Framtíð lyfjatæknanáms óviss Því miður þá hefur það heyrst nokkrum sinnum undanfarin misseri að hugsanlega verði námsbraut í lyfjatækni Heilbrigðisskólans lögð niður vegna lítillar aðsóknar. Það væri mikill skaði, því vonir hafa staðið til þess að taka inn nýjan hóp í námskrá fyrir sjúkrahúslyfjatækni um næstu áramót. Í gegnum árin hefur apótek Landspítala notið þess að taka töluverðan hóp lyfjatæknanema í starfsnám. Undanfarin misseri hefur þeim fækkað verulega og viðbrögð við auglýsingum eftir lyfjatæknum hafa verið dræm. Það er verulegt áhyggjuefni ef þetta nám verður fellt niður, ekki bara fyrir spítalann heldur líka fyrir apótekin. Þetta er þó alls ekki eina stéttin í heilbrigðiskerfinu þar sem meðalaldur hækkar og nýliðun gengur of hægt. Ég óska lyfjatæknum Landspítala til hamingju með viðurkenninguna sem þeir fengu á ársfundi spítalans sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Það er mjög gefandi og skemmtilegt að vinna á Landspítala því þar gefast tækifæri til fjölbreyttra starfa, starfsþróunar og faglegs umhverfis. Landspítala vantar fleiri lyfjatækna til að geta tryggt betur öryggi sjúklinga með aukinni þjónustu við deildir spítalans og nýliðun stéttarinnar. Ég hvet alla þá sem eru að íhuga nám að skoða lyfjatæknabraut Heilbrigðisskólans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar