Er magn betra en gæði? Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 17. júní 2016 07:00 Allir sem starfa sem leiðsögumenn geta gengið í Félag leiðsögumanna. Félagið starfar fyrir alla leiðsögumenn að málum sem snerta kjör þeirra, samskipti við vinnuveitendur, menntun leiðsögumanna og félagsmál, á sama hátt og önnur stéttarfélög landsins. Félagið rekur skrifstofu sem opin er alla virka daga. Eins og segir hér í upphafi er félagið fyrir ALLA sem starfa við leiðsögn á íslenskum vinnumarkaði. Hér á síðum Fréttablaðsins hafa á undanförnum vikum birst skrif þar sem einstaklingur reynir á allan máta að sverta Félag leiðsögumanna, sem hann er reyndar aðili að! Og það hlýtur að vera erfitt að finna dæmi um félagsmann annars félags sem vinnur gegn félagi sínu á þennan máta. Stjórn félagsins hefur kosið að vera ekki að svara þessum skrifum í fjölmiðlum, og hefur þess í stað getið þeirra á vefsíðu FL, en þar sem þessum skrifum virðist ekki ætla að linna þá er þessi pistil birtur. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 sem hagsmunasamtök þeirra sem höfðu lifibrauð sitt af leiðsögumannsstarfinu. Menntunarmál stéttarinnar hefur frá upphafi verið eitt þeirra mála sem félagið hefur látið sig miklu varða og átt sinn þátt í að þróa. Námið sem er boðið upp á í Leiðsöguskóla Íslands, sem nú starfar undir þaki MK, byggir á þeim grunni að námi sem félagsmenn stunduðu í upphafi og hefur síðan verið að þróast og byggjast upp í samræmi við vinnuumhverfið og í samstarfi við yfirvöld menntamála í landinu. Menntamálaráðuneytið vinnur námsskrár fyrir nám í landinu, e.k. staðal sem þarf að uppfylla til að námið teljist uppfylla opinber skilyrði. Námið í Leiðsöguskóla Íslands er skipulagt í samræmi við námskrána og Evrópustaðal um nám í leiðsögn. Fyrst í stað var námið í Leiðsöguskólanum eina leiðsögunámið sem boðið var upp á en nú bjóðast fleiri möguleikar. Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á leiðsögunám í samræmi við kröfur háskólaumhverfis og við símenntunardeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á nám sem byggt er upp á sama hátt og í Leiðsöguskóla Íslands. Skólanefnd Félags leiðsögumanna, ásamt stjórn félagsins, fylgist með því námi sem boðið er upp á í þessum skólum og skólanefndarmenn eru reglulega kallaðir til á fundi skólanna. Aðrir skólar hafa ekki verið í samstarfi við félagið á sama hátt, þótt leitað hafi verið eftir, og því veit félagið ekki eftir hvaða gæðakröfum og –stöðlum nám þeirra er byggt upp. Félagsmenn FL voru upphaflega stofnfélagarnir og síðan bættust þeir við sem lokið höfðu námi frá Leiðsöguskólanum. Á ákveðnum tímapunkti var félagið opnað fyrir öllum sem störfuðu við fagið og þá ekki spurt um menntun. Margir félagsmanna sem fyrir voru – menntaðir leiðsögumenn – voru ekki sáttir og því var gripið til þess ráðs að vera með deild fagmenntaðra leiðsögumanna innan félagsins, þar sem þeir áttu aðild og síðan hafa þar bæst við allir sem lokið hafa námi frá viðurkenndum skólum. Allir starfandi leiðsögumenn geta því verið í stéttarfélagi FL og verið með fagfélagsaðild að auki, uppfylli þeir þau skilyrði. Sá sem hefur verið að gagnrýna FL hér á síðum Fréttablaðsins vill hins vegar að leiðsögumenntun félagsmanna verði gjaldfelld og allir séu settir undir sama hatt – líka þeir sem ,,kaupa” sér réttindi án þess að stunda nám. Hann telur að ,,magn leiðsögumanna” hljóti að leiða til hærri launa (sem vissulega mættu vera miklu hærri) en gefur lítið fyrir gæðin og gott orðspor sem leiðsögumenn hafa verið að að byggja upp frá stofnun félagsins. Á sama tíma er verið að kalla eftir meiri fagmennsku og gæðum innan ferðaþjónustunnar – og félagsmenn og aðrir hljóta því að spyrja sig hvort sú leið sem þessi félagsmaður leggur til að sé farin sé stéttinni til góða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Allir sem starfa sem leiðsögumenn geta gengið í Félag leiðsögumanna. Félagið starfar fyrir alla leiðsögumenn að málum sem snerta kjör þeirra, samskipti við vinnuveitendur, menntun leiðsögumanna og félagsmál, á sama hátt og önnur stéttarfélög landsins. Félagið rekur skrifstofu sem opin er alla virka daga. Eins og segir hér í upphafi er félagið fyrir ALLA sem starfa við leiðsögn á íslenskum vinnumarkaði. Hér á síðum Fréttablaðsins hafa á undanförnum vikum birst skrif þar sem einstaklingur reynir á allan máta að sverta Félag leiðsögumanna, sem hann er reyndar aðili að! Og það hlýtur að vera erfitt að finna dæmi um félagsmann annars félags sem vinnur gegn félagi sínu á þennan máta. Stjórn félagsins hefur kosið að vera ekki að svara þessum skrifum í fjölmiðlum, og hefur þess í stað getið þeirra á vefsíðu FL, en þar sem þessum skrifum virðist ekki ætla að linna þá er þessi pistil birtur. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 sem hagsmunasamtök þeirra sem höfðu lifibrauð sitt af leiðsögumannsstarfinu. Menntunarmál stéttarinnar hefur frá upphafi verið eitt þeirra mála sem félagið hefur látið sig miklu varða og átt sinn þátt í að þróa. Námið sem er boðið upp á í Leiðsöguskóla Íslands, sem nú starfar undir þaki MK, byggir á þeim grunni að námi sem félagsmenn stunduðu í upphafi og hefur síðan verið að þróast og byggjast upp í samræmi við vinnuumhverfið og í samstarfi við yfirvöld menntamála í landinu. Menntamálaráðuneytið vinnur námsskrár fyrir nám í landinu, e.k. staðal sem þarf að uppfylla til að námið teljist uppfylla opinber skilyrði. Námið í Leiðsöguskóla Íslands er skipulagt í samræmi við námskrána og Evrópustaðal um nám í leiðsögn. Fyrst í stað var námið í Leiðsöguskólanum eina leiðsögunámið sem boðið var upp á en nú bjóðast fleiri möguleikar. Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á leiðsögunám í samræmi við kröfur háskólaumhverfis og við símenntunardeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á nám sem byggt er upp á sama hátt og í Leiðsöguskóla Íslands. Skólanefnd Félags leiðsögumanna, ásamt stjórn félagsins, fylgist með því námi sem boðið er upp á í þessum skólum og skólanefndarmenn eru reglulega kallaðir til á fundi skólanna. Aðrir skólar hafa ekki verið í samstarfi við félagið á sama hátt, þótt leitað hafi verið eftir, og því veit félagið ekki eftir hvaða gæðakröfum og –stöðlum nám þeirra er byggt upp. Félagsmenn FL voru upphaflega stofnfélagarnir og síðan bættust þeir við sem lokið höfðu námi frá Leiðsöguskólanum. Á ákveðnum tímapunkti var félagið opnað fyrir öllum sem störfuðu við fagið og þá ekki spurt um menntun. Margir félagsmanna sem fyrir voru – menntaðir leiðsögumenn – voru ekki sáttir og því var gripið til þess ráðs að vera með deild fagmenntaðra leiðsögumanna innan félagsins, þar sem þeir áttu aðild og síðan hafa þar bæst við allir sem lokið hafa námi frá viðurkenndum skólum. Allir starfandi leiðsögumenn geta því verið í stéttarfélagi FL og verið með fagfélagsaðild að auki, uppfylli þeir þau skilyrði. Sá sem hefur verið að gagnrýna FL hér á síðum Fréttablaðsins vill hins vegar að leiðsögumenntun félagsmanna verði gjaldfelld og allir séu settir undir sama hatt – líka þeir sem ,,kaupa” sér réttindi án þess að stunda nám. Hann telur að ,,magn leiðsögumanna” hljóti að leiða til hærri launa (sem vissulega mættu vera miklu hærri) en gefur lítið fyrir gæðin og gott orðspor sem leiðsögumenn hafa verið að að byggja upp frá stofnun félagsins. Á sama tíma er verið að kalla eftir meiri fagmennsku og gæðum innan ferðaþjónustunnar – og félagsmenn og aðrir hljóta því að spyrja sig hvort sú leið sem þessi félagsmaður leggur til að sé farin sé stéttinni til góða?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar