Innlent

18,7 milljónir í samfélagsleg verkefni á Neskaupstað

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Styrkþegar, stjórn Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupsstað og framkvæmdastjóri.
Styrkþegar, stjórn Samvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupsstað og framkvæmdastjóri. Vísir/aðsend
Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað úthlutaði styrkjum fyrir samfélagsverkefni í heimabyggðinni í síðustu viku og nam heildarupphæð þeirra 18,7 milljónum króna.

Styrkirnir koma úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins. 25 styrkjum var úthlutað til verkefna sem tengjast flest menningu, menntun eða íþróttum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Hæstu styrkina í þessari úthlutun hlutu eftirtaldir: Nytjamarkaðurinn í Neskaupstað 3,2 milljónir til húsnæðiskaupa, fjölskylduhátíðin Neistaflug 3 milljónir, hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað 2,5 milljónir, Golfklúbbur Norðfjarðar 2,5 milljónir, Bjarminn félag um rekstur útfararbíls 1,5 milljónir, Verkmenntasdkóli Austurlands vegna Tæknidags 500 þúsund, Hestamannafélagið Blær 500 þúsund og hljómsveitin Oni vegna útgáfu nýrrar breiðskífu 500 þúsund,“ segir í tilkynningu.

„Samvinnufélag útgerðarmanna á eignarhlut í Síldarvinnslunni hf. og nýtir stóran hluta af árlegum arði af þeirri eign til að styrkja samfélagsverkefni í heimabyggð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×