Innlent

Gjaldið undir meðalverði í Evrópulöndum

Svavar Hávarðsson skrifar
Verðið fyrir flutning raforku er ásættanlegt að mati Samorku.
Verðið fyrir flutning raforku er ásættanlegt að mati Samorku. Mynd/Landsnet
Flutningsgjald Landsnets á raforku til stórnotenda á Íslandi er undir meðaltali í Evrópu, eða rúmar fimm evrur á megavattstund (MWst). Meðaltalið er rúmlega sjö evrur á MWst. Hæstu flutningsgjöldin eru á Kýpur, eða rúmar 16 evrur.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum Evrópusamtaka flutningsfyrirtækja, ENTSOE-E, og Samorka vekur athygli á.

Að mati Samorku er þetta vel ásættanleg staða, sérstaklega í ljósi þess að landið er strjálbýlt og línuleiðir víða krefjandi. Eftirspurnin eftir raforku er meiri en framboðið hérlendis.

Ísland er langt undir meðaltali þegar skoðað er hlutfall kerfisþjónustu af flutningsgjaldinu. Hér á landi er hlutfallið tæplega 5% en meðaltalið í öllum samanburðarhópnum er rúmlega 30%. Kerfisþjónusta er sú þjónusta sem innt er af hendi til að tryggja gæði raforku og öruggan rekstur flutnings- og dreifikerfis. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×