Rangfærslurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er meint verkleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu til umræðu. Þar finnst mér bera á þó nokkrum skorti á upplýsingum og því tel ég nauðsynlegt að draga nokkrar staðreyndir fram. Sú fyrsta er að aldrei áður hefur meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Á kjörtímabilinu hefur 2,3 milljörðum króna verið veitt í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til margra tuga verkefna um allt land. Í þjónustuhús og bætta salernisaðstöðu hefur um 350 milljónum verið varið, þar af rúmum 300 milljónum í ár og í fyrra. Það er því einfaldlega rangt sem leiðarahöfundur heldur fram um að ekkert hafi verið gert til að finna lausn á því hvernig takast eigi á við innviðauppbygginguna, eins og það er orðað í leiðaranum. Skýrsla EFLU um salernismál (sem reyndar var birt opinberlega 20. maí, þó svo að leiðarahöfundur hafi ekki séð hana fyrr en í fyrradag) er unnin að beiðni stjórnvalda til að leggja mat á ástand mála, meta hvar mestra úrbóta er þörf svo forgangsraða megi verkefnum og hraða þeim sem mest. Ýmsar tillögur eru gerðar til úrbóta og einnig bent á hverjar helstu hindranir úrbóta hafa verið. Í skýrslunni eru tilgreindir níu vinsælir staðir þar sem staðan er metin verst. Þegar er unnið að úrbótum við fimm þeirra; Goðafoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss og Dyrhólaey. Hinir fjórir staðirnir, Jökulsárlón, Seljalandsfoss, Dettifoss og Kerið, eiga það allir sammerkt að vera ýmist í einkaeigu eða í eigu sveitarfélaga. Staða þeirra mála er því á ábyrgð eigenda svæðanna, í einhverjum tilfellum eru deilur á milli eigenda að tefja fyrir úrbótum, annars staðar vantar að ljúka skipulagsvinnu og á enn öðrum telja menn ekki þörf á salernum vegna nálægðar við aðra þjónustukjarna. Og þá að fréttaflutningnum – „vorboðanum ljúfa“ eins og leiðarahöfundur kallar hann – af ferðamönnum sem ganga örna sinna hér og þar. Sem dæmi nefnir höfundur fréttir frá því í fyrra af ferðamanni sem gerði slíkt í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hvorki í leiðaranum – né í fréttinni sem vísað er til – er minnst á að í innan við 10 mínútna göngufæri við þjóðargrafreitinn eru í kringum 50 salerni sem þessum ferðamanni stóðu til boða. Er það aðstöðuleysi um að kenna að maðurinn kýs að fara þessa ósmekklegu leið sem vísað er til í fréttinni? Með sama hætti var ekki nefnt í fréttinni í fyrradag, um sambærilegt athæfi í heimreið við bæ í Eyjafirði, að sá staður er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri og allri þeirri aðstöðu sem höfuðstaður Norðurlands býður upp á. Nú má ekki skilja sem svo að ég sé á einhvern hátt að réttlæta þetta athæfi, þvert á móti finnst mér það ógeðslegt hreint út sagt. En mitt verkefni er að vinna að því að tryggja aðstöðuna og bæta úr henni þar sem þess gerist þörf. Í leiðaranum er einnig fjallað um skort á langtímastefnumörkun í málaflokknum. Það er alrangt eins og flestir vita og fjallað hefur verið ítrekað um í fjölmiðlum síðustu mánuði og misseri. Vegvísir í ferðaþjónustu, sem er afrakstur samstarfs stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar, var kynntur í október sl. Vinna við hann hófst haustið 2014 og tóku yfir 1.000 manns beinan þátt í þeirri vinnu. Stjórnstöð ferðamála, sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur, tók svo til starfa 1. nóvember 2015, en þar koma ríkið, sveitarfélög og greinin sjálf sameiginlega að innleiðingu Vegvísisins. Þegar hefur náðst góður árangur af því samstarfi. Tryggðir voru auknir fjármunir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á þessu ári, búið er að forgangsraða til öryggismála og öll þau verkefni sem sett voru á oddinn í Vegvísinum eru ýmist hafin, í undirbúningi eða jafnvel lokið. Hér er einungis búið að nefna örlítið brot af því sem unnið hefur verið í málaflokki ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu. Auðvitað er verkefnalistinn hvergi tæmdur og áfram þarf að vinna í sameiningu að því að gera enn betur. Ég er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að setjast niður með leiðarahöfundi hvenær sem er til þess að fara betur yfir þessi mál og veita allar þær upplýsingar sem hægt er til þess að tryggja að umræðan megi frekar verða á grundvelli staðreynda en ekki rangfærslna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er meint verkleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu til umræðu. Þar finnst mér bera á þó nokkrum skorti á upplýsingum og því tel ég nauðsynlegt að draga nokkrar staðreyndir fram. Sú fyrsta er að aldrei áður hefur meiri fjármunum verið varið til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Á kjörtímabilinu hefur 2,3 milljörðum króna verið veitt í gegnum Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til margra tuga verkefna um allt land. Í þjónustuhús og bætta salernisaðstöðu hefur um 350 milljónum verið varið, þar af rúmum 300 milljónum í ár og í fyrra. Það er því einfaldlega rangt sem leiðarahöfundur heldur fram um að ekkert hafi verið gert til að finna lausn á því hvernig takast eigi á við innviðauppbygginguna, eins og það er orðað í leiðaranum. Skýrsla EFLU um salernismál (sem reyndar var birt opinberlega 20. maí, þó svo að leiðarahöfundur hafi ekki séð hana fyrr en í fyrradag) er unnin að beiðni stjórnvalda til að leggja mat á ástand mála, meta hvar mestra úrbóta er þörf svo forgangsraða megi verkefnum og hraða þeim sem mest. Ýmsar tillögur eru gerðar til úrbóta og einnig bent á hverjar helstu hindranir úrbóta hafa verið. Í skýrslunni eru tilgreindir níu vinsælir staðir þar sem staðan er metin verst. Þegar er unnið að úrbótum við fimm þeirra; Goðafoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss og Dyrhólaey. Hinir fjórir staðirnir, Jökulsárlón, Seljalandsfoss, Dettifoss og Kerið, eiga það allir sammerkt að vera ýmist í einkaeigu eða í eigu sveitarfélaga. Staða þeirra mála er því á ábyrgð eigenda svæðanna, í einhverjum tilfellum eru deilur á milli eigenda að tefja fyrir úrbótum, annars staðar vantar að ljúka skipulagsvinnu og á enn öðrum telja menn ekki þörf á salernum vegna nálægðar við aðra þjónustukjarna. Og þá að fréttaflutningnum – „vorboðanum ljúfa“ eins og leiðarahöfundur kallar hann – af ferðamönnum sem ganga örna sinna hér og þar. Sem dæmi nefnir höfundur fréttir frá því í fyrra af ferðamanni sem gerði slíkt í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hvorki í leiðaranum – né í fréttinni sem vísað er til – er minnst á að í innan við 10 mínútna göngufæri við þjóðargrafreitinn eru í kringum 50 salerni sem þessum ferðamanni stóðu til boða. Er það aðstöðuleysi um að kenna að maðurinn kýs að fara þessa ósmekklegu leið sem vísað er til í fréttinni? Með sama hætti var ekki nefnt í fréttinni í fyrradag, um sambærilegt athæfi í heimreið við bæ í Eyjafirði, að sá staður er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri og allri þeirri aðstöðu sem höfuðstaður Norðurlands býður upp á. Nú má ekki skilja sem svo að ég sé á einhvern hátt að réttlæta þetta athæfi, þvert á móti finnst mér það ógeðslegt hreint út sagt. En mitt verkefni er að vinna að því að tryggja aðstöðuna og bæta úr henni þar sem þess gerist þörf. Í leiðaranum er einnig fjallað um skort á langtímastefnumörkun í málaflokknum. Það er alrangt eins og flestir vita og fjallað hefur verið ítrekað um í fjölmiðlum síðustu mánuði og misseri. Vegvísir í ferðaþjónustu, sem er afrakstur samstarfs stjórnvalda og Samtaka ferðaþjónustunnar, var kynntur í október sl. Vinna við hann hófst haustið 2014 og tóku yfir 1.000 manns beinan þátt í þeirri vinnu. Stjórnstöð ferðamála, sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur, tók svo til starfa 1. nóvember 2015, en þar koma ríkið, sveitarfélög og greinin sjálf sameiginlega að innleiðingu Vegvísisins. Þegar hefur náðst góður árangur af því samstarfi. Tryggðir voru auknir fjármunir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á þessu ári, búið er að forgangsraða til öryggismála og öll þau verkefni sem sett voru á oddinn í Vegvísinum eru ýmist hafin, í undirbúningi eða jafnvel lokið. Hér er einungis búið að nefna örlítið brot af því sem unnið hefur verið í málaflokki ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu. Auðvitað er verkefnalistinn hvergi tæmdur og áfram þarf að vinna í sameiningu að því að gera enn betur. Ég er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að setjast niður með leiðarahöfundi hvenær sem er til þess að fara betur yfir þessi mál og veita allar þær upplýsingar sem hægt er til þess að tryggja að umræðan megi frekar verða á grundvelli staðreynda en ekki rangfærslna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun