Innlent

Rjúpum fækkar á Austurlandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rjúpum fækkar á Austurlandi.
Rjúpum fækkar á Austurlandi. Nordicphotos/Getty
Niðurstöður rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunnar Íslands í vor sýna eindregna fækkun frá Skagafirði og austur um til Suðausturlands en talningu er nú lokið. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mikill munur hafi verið á stofnbreytingum milli ára eftir landshlutum.

Þá segir að niðurstöður annarra landshluta væru misvísandi eftir talningarsvæðum og fækkaði fuglum ýmist eða fjölgaði á milli ára. 

Reglubundnar sveiflur stofnstærðar sem taka á bilinu tíu til tólf ár hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn segir í tilkynningunni. Þær sveiflur hafa þó breyst í kjölfar friðunar árin 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá árinu 2005 og er því styttra á milli hámarka en áður var.

Rjúpnafjöldi ársins 2016 er undir meðallagi alls staðar á landinu í sögulegu samhengi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×