Eggert hættur sem ritstjóri DV: Segir þá sem ná árangri oft verða móða Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 16:27 Eggert Skúlason. Vísir „Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“ Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“
Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39