Innlent

RÚV mun sýna leiki Íslands ásamt Símanum

Bjarki Ármannsson skrifar
RÚV hefur boðist til þess að sýna landsleiki Íslands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í sumar og hafið viðræður við Símann vegna þess.
RÚV hefur boðist til þess að sýna landsleiki Íslands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í sumar og hafið viðræður við Símann vegna þess. Vísir/EPA
RÚV hefur boðist til þess að sýna landsleiki Íslands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í sumar og hafið viðræður við Símann vegna þess.

Síminn og Vodafone sömdu í gær um dreifingu á leikjunum í opinni dagskrá en samningar náðust ekki um dreifingu um UHF-kerfið svokallaða, sem þýddi að um fimm prósent þjóðarinnar gæti ekki horft á leikina endurgjaldslaust.

„Draumur okkar hjá Símanum hefur frá upphafi verið að bjóða öllum landsmönnum að sjá þegar íslenska karlalandsliðið spilar í fyrsta sinn á stórmóti,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans í tilkynningu vegna málsins. „Við fögnum því að RÚV geri þennan draum okkar að veruleika.“

Síminn er með sýningarrétt á Evrópumótinu og ætlar að sýna leiki Íslands endurgjaldslaust í gegnum frístöðina Sjónvarpi Símans. Sjónvarpi Símans er aðeins dreift í gegnum  IPTV- og örbylgjukerfi en 4,9 prósent þjóðarinnar nær því kerfi ekki og þarf að nota UHF-kerfið.

Bæði RÚV og 365 nota UHF-kerfið fyrir sínar útsendingar og munu því landsmenn allir geta fylgst með leikjunum, fari svo að þeir verði sýndir jafnhliða á RÚV og í Sjónvarpi Símans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×