Þakkir eftir flugslys Ólafur Ólafsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Það var merkileg lífsreynsla að fylgjast með því öfluga kerfi sem fór í gang á bráðadeild Landspítalans þegar ég og félagar mínir vorum fluttir þangað eftir flugslys á dögunum. Hópur lækna og hjúkrunarfólks beið okkar á bráðadeildinni og hófst handa um leið og við vorum færðir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti okkur af slysstað. Teymið skoðaði og greindi áverka hjá hverjum og einum á fumlausan hátt. Verkefnum var forgangsraðað, við teknir til rannsóknar, ástand okkar greint og við sendir í myndatökur, skanna eða aðrar þær rannsóknir sem nauðsynlegar voru. Fagmennskan leyndi sé ekki, vinnubrögðin og viðmótið voru í senn róandi og traustvekjandi. Við vorum sannarlega í góðum höndum, það fundum við strax. Allur fyrirtækjarekstur byggir á góðu starfsfólki, forgangsröðun verkefna og skilvirkum verkferlum. Ferlafræðina þekki ég vel af minni eigin reynslu af rekstri fyrirtækja minna. Verklagið á bráðavaktinni var til fyrirmyndar, hver einasti starfsmaður vissi hvert hans hlutverk var og vinnuferlarnir voru hnökralausir. Hvernig allir þessir þættir unnu saman þennan eftirmiðdag gerðu mig agndofa. Fagmennskan á Landspítalanum er ekki bundin við bráðadeildina, lega á mismunandi deildum sjúkrahússins sannfærði mig um það. Aðbúnaðurinn og vinnubrögðin voru alls staðar til mikillar fyrirmyndar og starfsfólk Landspítalans bæði faglegt og sérlega alúðlegt. Það er ómetanlegt að hafa aðgang að fagfólki sem bregst við af jafn mikilli festu og öryggi þegar hér verða óhöpp eða alvarleg slys. Við fundum fyrir fagmennsku viðbragðsaðila allt frá því við kölluðum á hjálp á slysstað. Af stað fór umfangsmikið útkall meðal björgunarsveita og tugir sjálfboðaliða stóðu upp frá sínum daglegu verkum tilbúnir til leitar og björgunar. Sjúkrabílar og lögregla héldu í átt að slysstað og þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið. Ég vil þakka öllum sem brugðust við þennan sunnudag í maí, ekki síst læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. Sitt sýnist hverjum um flugferðina, en sú umræða má samt ekki skyggja á það sem við getum sameinast um og verið þakklát fyrir; að búa við öryggi sem felst í heilbrigðisstarfsfólki á heimsmælikvarða. Takk fyrir mig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það var merkileg lífsreynsla að fylgjast með því öfluga kerfi sem fór í gang á bráðadeild Landspítalans þegar ég og félagar mínir vorum fluttir þangað eftir flugslys á dögunum. Hópur lækna og hjúkrunarfólks beið okkar á bráðadeildinni og hófst handa um leið og við vorum færðir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti okkur af slysstað. Teymið skoðaði og greindi áverka hjá hverjum og einum á fumlausan hátt. Verkefnum var forgangsraðað, við teknir til rannsóknar, ástand okkar greint og við sendir í myndatökur, skanna eða aðrar þær rannsóknir sem nauðsynlegar voru. Fagmennskan leyndi sé ekki, vinnubrögðin og viðmótið voru í senn róandi og traustvekjandi. Við vorum sannarlega í góðum höndum, það fundum við strax. Allur fyrirtækjarekstur byggir á góðu starfsfólki, forgangsröðun verkefna og skilvirkum verkferlum. Ferlafræðina þekki ég vel af minni eigin reynslu af rekstri fyrirtækja minna. Verklagið á bráðavaktinni var til fyrirmyndar, hver einasti starfsmaður vissi hvert hans hlutverk var og vinnuferlarnir voru hnökralausir. Hvernig allir þessir þættir unnu saman þennan eftirmiðdag gerðu mig agndofa. Fagmennskan á Landspítalanum er ekki bundin við bráðadeildina, lega á mismunandi deildum sjúkrahússins sannfærði mig um það. Aðbúnaðurinn og vinnubrögðin voru alls staðar til mikillar fyrirmyndar og starfsfólk Landspítalans bæði faglegt og sérlega alúðlegt. Það er ómetanlegt að hafa aðgang að fagfólki sem bregst við af jafn mikilli festu og öryggi þegar hér verða óhöpp eða alvarleg slys. Við fundum fyrir fagmennsku viðbragðsaðila allt frá því við kölluðum á hjálp á slysstað. Af stað fór umfangsmikið útkall meðal björgunarsveita og tugir sjálfboðaliða stóðu upp frá sínum daglegu verkum tilbúnir til leitar og björgunar. Sjúkrabílar og lögregla héldu í átt að slysstað og þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið. Ég vil þakka öllum sem brugðust við þennan sunnudag í maí, ekki síst læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. Sitt sýnist hverjum um flugferðina, en sú umræða má samt ekki skyggja á það sem við getum sameinast um og verið þakklát fyrir; að búa við öryggi sem felst í heilbrigðisstarfsfólki á heimsmælikvarða. Takk fyrir mig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar