Innlent

Snuðuð í fjögur ár á Akranesi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA
Skólaliðar í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla fá launaleiðréttingu þar sem þeir hafa ekki fengið álagsgreiðslu sem nemur 55 prósentum af dagvinnutaxta eins og kveðið er á um í kjarasamningi á milli Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) og Akraneskaupstaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu VLFA.

Félagið komst á snoðir um þetta er það var að skoða mál sem tengjast aðalhreingerningum skólaliða og gerði því athugasemd við forsvarsmenn Akraneskaupstaðar.

Munu skólaliðar því fá 55 prósenta álag endurgreitt fjögur ár aftur í tímann og nemur endurgreiðslan tæpum tvö hundruð þúsundum króna fyrir þá sem eiga fullan rétt. Í heildina nemur endurgreiðslan um 5,7 milljónum króna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×