Innlent

Akstursíþróttamenn fordæma hegðun ökufanta á Granda

Birgir Olgeirsson skrifar
Bykobílastæðið er orðið hið nýja Hallærisplan. Vælandi dekk og drunur í hljóðkútslausum bílum halda vöku fyrir Vesturbæingum. Þessi reykspólaði sig niður á felgu en var með klár ný dekk til skiptana.
Bykobílastæðið er orðið hið nýja Hallærisplan. Vælandi dekk og drunur í hljóðkútslausum bílum halda vöku fyrir Vesturbæingum. Þessi reykspólaði sig niður á felgu en var með klár ný dekk til skiptana.
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar fordæmir hegðun ökufanta á Granda sem Vísir sagði frá fyrr í dag. Greint var frá því að bílaplanið fyrir framan verslun Byko á Granda væri orðið hið nýja Hallærisplan og að þangað hópist ungmenni um kvöld og helgar, jafnvel hundruðum saman. 40 til 50 bílar mæta á kvöldi hverju þar sem þeir spyrna á hljóðkútslausum bílum auk þess sem vinsælt er að reykspóla þannig að vælir í dekkjum.

Sjá einnig: „Þú býrð í Vesturbænum draslið þitt svo við hverju fokking býst þú?“

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar skorar á þessa ökumenn sem þetta stunda að koma á akstursbrautina þeirra í Kapelluhrauni við Krýsuvíkurveg þar sem þeir geta fengið útrás fyrir spól og hraðakstur á öruggum stað alla föstudaga í sumar.

„Eina sem ökumenn þurfa að koma með er löggiltur hjálmur, tryggingaviðauki og ökuskírteini,“ segir í yfirlýsingu frá akstursíþróttafélaginu.

Alla nánari upplýsingar um æfingar og opnunartíma brautarinnar eru inni á Facebooksíðu Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar og einnig á Facebook-síðu Driftdeildar AÍH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×