Viðsnúningur Hæstaréttar sparar ríkinu 275 milljónir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 09:29 Útboðið 2005 var í höndum Ríkiskaupa. vísir/gva Í gær sýknaði Hæstiréttur íslenska ríkið af bótakröfu Hópbílaleigunnar ehf. Með því komst dómurinn að öndverðri niðurstöðu en fjölskipaður héraðsdómur sem dæmdi ríkið til að greiða tæpar 275 milljónir króna í bætur. Málið á sér langa forsögu. Árið 2005 efndu Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar, til útboðs um áætlunar- og skólaakstur á tilteknum landsvæðum. Þar á meðal var skólaakstur fyrir Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Suðurlands. Í október sama ár tók Vegagerðin tilboði Kynnisferða ehf., sem þó var hærra en tilboð Hópbílaleigunnar, um skólaakstur skólanna tveggja og skildi samningur aðila gilda í þrjú ár. Hópbílaleigan taldi með því á sér brotið og höfðaði mál gegn ríkinu til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem fælist í missis hagnaðar. Í maí 2008 féllst Hæstiréttur á bótaskyldu ríkisins og í desember 2013 var ríkið dæmt til að greiða tæplega 249 milljónir í bætur vegna málsins. Þær bætur, sem Hópbílaleigunni voru dæmdar, voru vegna tjóns á árunum 2006-2008. Í samningi Vegagerðarinnar og Kynnisferða var hemild til að framlengja hann kysu aðilar svo. Var það gert í tvígang. Í máli því, þar sem dómur féll í gær, hafði Hópbílaleigan stefnt ríkinu til greiðslu bóta fyrir það tímabil. Í niðurstöðu Hæstaréttar nú segir að Hópbílaleigan hafi átt rétt á bótum úr hendi ríkisins vegna „missis hagnaðar sem [fyrirtækið] hefði notið ef ekki hefði komið til ákvörðunar Vegagerðarinnar 18. október 2005 um að hafna tilboði [þess] í sérleyfisakstur á Suðurnesjum.“ Hin bótaskylda háttsemi ríkisins miðist því við þann dag en ekki 30. desember 2008 þegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum framlengdi fyrri samninginn.Dómurinn taldi einnig ljóst að bótaréttur sá sem Hópbílaleigan hélt fram, vegna áranna 2009 og 2010, væri háður óorðnum atvikum sem urðu mörgum árum síðar. Skilyrði skaðabótaskyldu um sennilega afleiðingu þótti því ekki uppfyllt og ríkið var því sýknað af kröfunni. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Í gær sýknaði Hæstiréttur íslenska ríkið af bótakröfu Hópbílaleigunnar ehf. Með því komst dómurinn að öndverðri niðurstöðu en fjölskipaður héraðsdómur sem dæmdi ríkið til að greiða tæpar 275 milljónir króna í bætur. Málið á sér langa forsögu. Árið 2005 efndu Ríkiskaup, fyrir hönd Vegagerðarinnar, til útboðs um áætlunar- og skólaakstur á tilteknum landsvæðum. Þar á meðal var skólaakstur fyrir Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Suðurlands. Í október sama ár tók Vegagerðin tilboði Kynnisferða ehf., sem þó var hærra en tilboð Hópbílaleigunnar, um skólaakstur skólanna tveggja og skildi samningur aðila gilda í þrjú ár. Hópbílaleigan taldi með því á sér brotið og höfðaði mál gegn ríkinu til viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna tjóns sem fælist í missis hagnaðar. Í maí 2008 féllst Hæstiréttur á bótaskyldu ríkisins og í desember 2013 var ríkið dæmt til að greiða tæplega 249 milljónir í bætur vegna málsins. Þær bætur, sem Hópbílaleigunni voru dæmdar, voru vegna tjóns á árunum 2006-2008. Í samningi Vegagerðarinnar og Kynnisferða var hemild til að framlengja hann kysu aðilar svo. Var það gert í tvígang. Í máli því, þar sem dómur féll í gær, hafði Hópbílaleigan stefnt ríkinu til greiðslu bóta fyrir það tímabil. Í niðurstöðu Hæstaréttar nú segir að Hópbílaleigan hafi átt rétt á bótum úr hendi ríkisins vegna „missis hagnaðar sem [fyrirtækið] hefði notið ef ekki hefði komið til ákvörðunar Vegagerðarinnar 18. október 2005 um að hafna tilboði [þess] í sérleyfisakstur á Suðurnesjum.“ Hin bótaskylda háttsemi ríkisins miðist því við þann dag en ekki 30. desember 2008 þegar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum framlengdi fyrri samninginn.Dómurinn taldi einnig ljóst að bótaréttur sá sem Hópbílaleigan hélt fram, vegna áranna 2009 og 2010, væri háður óorðnum atvikum sem urðu mörgum árum síðar. Skilyrði skaðabótaskyldu um sennilega afleiðingu þótti því ekki uppfyllt og ríkið var því sýknað af kröfunni.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira