Innlent

Oddný Harðardóttir kjörin formaður Samfylkingarinnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, óskar Oddnýju til hamingju með kjörið.
Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, óskar Oddnýju til hamingju með kjörið. Vísir/Anton
Oddný Harðardóttir er nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3,787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Fimmtán seðlar voru auðir.

Þeir sem buðu sig einnig fram í formannskjörinu voru þeir Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram.

Talið var þrisvar til að fá fram frambjóðanda sem færi yfir 50 prósent atkvæða. Oddný var efst í öllum umferðum talninga en endaði með 59,9 prósent atkvæða eftir að atkvæði að Guðmundur Ari og Helgi Hjörvar höfðu verið felldir út. Magnús Orri hlaut 40,1 prósent atkvæða í þriðju talningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×