Veiðiréttarhafar reyna laxarækt í Lagarfljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Í Lagarfljóti er Lagarfossvirkjun nokkur farartálmi laxfiska sem þó geta komist upp fiskistiga við virkjunina. Mynd/Jóhannes Sturlaugsson „Það á að gera athugun á því hvort lífslíkur laxins eru nægar þarna á svæðinu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson hjá fyrirtækinu Laxfiskum sem tekið hefur að sér tilraunverkefni með laxarækt í Lagarfljóti. Laxaverkefnið er á vegum Veiðifélags Lagarfljóts með aðkomu Landsvirkjunar, að sögn Jóhannesar. Gerð verður sleppitjörn í Uppsalaá sem rennur út í Eyvindará til móts við Egilsstaði.Nú í júní á að sleppa um 30 þúsund seiðum úr klaki í Jöklu og Lagarfljóti sumarið 2014. Áætlað er að sumarið 2017 verði 50 þúsund seiðum sleppt til sjávar. Jóhannes varar við of mikilli bjartsýni. „Eins og þeir vita og ég sagði í upphafi við heimanmenn er á brattann að sækja. Gruggið er orðið svo mikið að það er spurning hvernig laxinum gengur að ganga upp og endurheimtur á þessu landsvæði eru miklu lakari en það sem þekkist best hér við land,“ útskýrir hann. Í gegnum tíðina hefur seiðum stundum verði sleppt við Lagarfljót. „En það hefur alltaf verið svo laust í reipunum og það vantaði að það væri marktækt. Nú vilja menn fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hvort þetta sé mögulegt,“ segir Jóhannes.Ein af hindrunum er fiskistiginn við Lagarfossvirkjun. „Hann er líklega sá stigi á landinu sem menn hafa klórað sér mest í hausnum yfir og gert mestu breytingarnar á,“ segir Jóhannes. Meira að segja áður en Fljótsdalsvirkjun var tekin í gagnið hafi ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir laxinn í vatnakerfi Lagarfljóts. „Núna er verulega búið að bæta í gruggið. Þeir hafa svo sem verið að drattast upp stigann, þessir eftirlifendur laxanna síðustu árin, en við erum að tala um örfá stykki á hverju sumri,“ segir Jóhannes sem kveður alla vera spennta fyrir að sjá heimturnar næsta sumar og svo áfram. Ef allt fari á besta veg sé stefnan að koma upp sleppitjörnum í fleiri hliðarám Lagarfljóts og nýta þær til stangveiði. „Eins og staðan er þarna væru allir ánægðir ef það væri hægt að láta þetta ganga á núlli. Þetta er ekkert gróðabrall,“ undirstrikar Jóhannes Sturlaugsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
„Það á að gera athugun á því hvort lífslíkur laxins eru nægar þarna á svæðinu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson hjá fyrirtækinu Laxfiskum sem tekið hefur að sér tilraunverkefni með laxarækt í Lagarfljóti. Laxaverkefnið er á vegum Veiðifélags Lagarfljóts með aðkomu Landsvirkjunar, að sögn Jóhannesar. Gerð verður sleppitjörn í Uppsalaá sem rennur út í Eyvindará til móts við Egilsstaði.Nú í júní á að sleppa um 30 þúsund seiðum úr klaki í Jöklu og Lagarfljóti sumarið 2014. Áætlað er að sumarið 2017 verði 50 þúsund seiðum sleppt til sjávar. Jóhannes varar við of mikilli bjartsýni. „Eins og þeir vita og ég sagði í upphafi við heimanmenn er á brattann að sækja. Gruggið er orðið svo mikið að það er spurning hvernig laxinum gengur að ganga upp og endurheimtur á þessu landsvæði eru miklu lakari en það sem þekkist best hér við land,“ útskýrir hann. Í gegnum tíðina hefur seiðum stundum verði sleppt við Lagarfljót. „En það hefur alltaf verið svo laust í reipunum og það vantaði að það væri marktækt. Nú vilja menn fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hvort þetta sé mögulegt,“ segir Jóhannes.Ein af hindrunum er fiskistiginn við Lagarfossvirkjun. „Hann er líklega sá stigi á landinu sem menn hafa klórað sér mest í hausnum yfir og gert mestu breytingarnar á,“ segir Jóhannes. Meira að segja áður en Fljótsdalsvirkjun var tekin í gagnið hafi ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir laxinn í vatnakerfi Lagarfljóts. „Núna er verulega búið að bæta í gruggið. Þeir hafa svo sem verið að drattast upp stigann, þessir eftirlifendur laxanna síðustu árin, en við erum að tala um örfá stykki á hverju sumri,“ segir Jóhannes sem kveður alla vera spennta fyrir að sjá heimturnar næsta sumar og svo áfram. Ef allt fari á besta veg sé stefnan að koma upp sleppitjörnum í fleiri hliðarám Lagarfljóts og nýta þær til stangveiði. „Eins og staðan er þarna væru allir ánægðir ef það væri hægt að láta þetta ganga á núlli. Þetta er ekkert gróðabrall,“ undirstrikar Jóhannes Sturlaugsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira